Lúðvík Jósepsson hefði aldrei sótt um aðild að ESB

Lúðvík Jósepsson fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og formaður Alþýðubandalagsins, kempan úr landhelgisstríðinu við Breta, hefði aldrei sótt um aðild að Evróðpsambandinu. Sérstök Lúðvíksvaka er haldin á Neskaupsstað í dag, 22. maí honum til heiðurs sem vert er.

Ræðumenn eru þar m.a. Svavar Gestsson fyrrverandi ráðherra og Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi, Helgi Seljan, fyrrv. alþingismaður, Ellett B. Schram fyrrv. alþingismaður og Elín Steinarsdóttir, sonardóttur Lúðvíks.(Austurfrétt.is).

Útfærsla landhelginnar var hluti af fullveldisbaráttu Íslendinga og forræði yfir fiskimiðinum umhverfis landið var hluti af sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.

Umsókn um aðild að Evrópusambandinu fól í sér framsal á forræði fiskimiðanna  til ESB. Þeirra sömu fiskimiða og Lúðvík barðist fyrir að Ísland fengi fullveldi yfir.

Í aðildar umsókn að ESB var ekkert til sem hét : "að kíkja í pakkann", enda ekki í boði.

Krafa ESB um yfirráð fiskimiðanna við Ísland lá fyrir frá byrjun.

Fróðlegt væri að heyra afstöðu ræðumanna einmitt til ESB umsóknarinnar á örlagatímum vorið 2009 og þeim leik að eldinum sem þá var leikinn með fullveldi þjóðarinnar. Í þessum efnum þarf að tala skýrt. Það er svo auðvelt að berja sér á brjóst og vera vitur eftir á, en það getur verið of seint.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband