Að tala digurbarkalega eftirá

Nú prísa flestir sig sæla að Íslandi var ekki þröngvað með hraðferð inn í Evrópusambandið 2009 -2012 eins og ætlunin var.

Litlu munaði að það óhhappaverk tækist. Og það var engin tilviljun að tókst að stöðva inngönguferlið áður en verulegt tjón hlaust af.

Meira að segja ýmsir  hörðustu talsmenn inngöngu í ESB í Samfylkingunni vilja nú fjarlægja sig þeim gjörningi sem þeir börðust fyrir af mikilli hörku fyrir örfáum misserum síðan. Slíkum orðum er þó varlegt að treysta eins og atburðarásin vorið 2009 staðfestir. Helgi Hjörvar gefur kost á sér

Það væri fróðlegt fyrir sagnfræðinga að velta því fyrir sér nú eftirá hver staða Íslands væri í dag ef þeim sem vildu þá ganga í ESB hefði orðið að ósk sinni. 

Þeir sem nú fjalla um ESB umóknina og mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu verða að átta sig á að umsóknarferillinn var enginn leikur heldur fúlasta alvara.  

Til þess að ljúka samningi um hvern kafla við ESB verða báðir aðilar að skrifa undir og mæla með staðfestingu hans, það er að ráðherrar í ríkisstjórn Íslands verða að staðfesta hvern samningskafla fyrir Íslands hönd og framkvæmdastjórnin fyrir hönd ESB. Aðildarsamningum lýkur ekki fyrr en þessir aðilar hafa skrifað upp á alla kaflana.

Aðildasamningarnir við ESB strönduðu m.a á því að sem ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála neitaði ég að fallast á skilyrði ESB í þessum málaflokkum og taldi að þær ófrávíkjanlegu kröfur ESB færu gegn þeim fyrirvörum sem alþingi hafði sett í þeim málaflokkum.

 Í samningsgerðinni við ESB felst að Ísland verður að hafa innleitt öll lög og reglur Evrópusambandsins í aðlögunarferlinu áður en samningum lýkur eða tilgreint tímasett hvenær það sem útaf stendur verður innleitt.

Þjóðaratkvæðagreiðsla eftir á um samning sem stjórnvöld hafa  þegar skrifað uppá þó gert sé  með fyrirvara um samþykkt alþingis eða þjóðarinnar er mjög torfær.

Reyndar var slíkt gert með Icesavesamninginn en þar var um mjög afmarkað en stórt mál að ræða, sem ekki var komið til framkvæmda.

Það er ekki hægt að tala um umsókn og aðlögunarferil að ESB með neinni léttúð, það þekki ég best sjálfur.

Ef menn ætla sér að kanna vilja almennings til aðildar að ESB verður sú þjóðaratkvæðagreiðsla að gerast fyrirfram þar sem spurt er beint:

"Vilt þú að Ísland gangi í Evrópusambandið eða ekki".

Skilyrðin fyrir aðild að ESB liggja öll fyrir ef menn hafa vilja til að kynna sér þau.

Þótt ekki blási byrlega nú fyrir Evrópusambandinu er sú hugmyndafræði sem speglaðist í gjörningum þeirra sem stóðu að ESB umsókninni 2009 af fullum þunga því miður áfram fyrir hendi.

 

 


Bloggfærslur 7. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband