Þjóðin afar andvíg inngöngu í Evrópusambandið

Eimungis 9,5% aðspurðrar í könnun MMR voru mjög hlynnt inngöngu í ESN  en tæp 32% afar andvíg. Af svarendum voru 51,4% andvíg en 27% andvíg aðild að Evrópusamabndinu tæ 20% svöruðu ekki spurningunnieða tóku ekki afstöðu.

Mikill misskilnigur er hjá mörgum bæði sem halda að hægt sé að kíkja í pakkann og sjá hvað er í boði og spyrja svo þjóðina.

Slíkt er ekki í boði af hálfu ESB

Samningi við ESB lýkur ekki fyrr en samningum um alla kafla er lokið og

ráðherrar í ríkisstjórninni skrifað upp á þá og skuldbundið sig til að mæla

með samþykkt samningsins í heild. Þá fyrst getur hann farið í

þjóðaratkvæðgreiðslu.

En þjóðin stendur þá frammi fyrir nánast orðnum hlut. Stærstur hluti laga

og reglna ESB verður að hafa verið innleiddur í íslensk lög áður en skrifað

er undir samninginn af hálfu ríkisstjórnarinnar. Eða eins og segir í

leiðbeiningum ESB:  

"Aðildarviðræður snúast um skilyrði fyrir og tímasetningar á upptöku

umsóknarlands á reglum ESB, framkvæmd þeirra og beitingu – sem

fylla 100 þúsund blaðsíður. Um þessar reglur ... verður ekki samið.“

 

 ([1] “First, it is important to underline that the term "negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 90,000 pages of them. And these rules ... are not negotiable.” (Sjá: http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/enl-understand_en.pdf)

 

Verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að Evrópusambandinu ber að gera það áður en ný umsókn er send .

Þar verði spurt: “ vilt þú að Ísland gangi í Evrópusambandið eða ekki”.

Inngönguskilyrði Evrópusambandsins liggja öll fyrir.

 Aðildarsamningum við ESB lýkur ekki fyrr en lög og  reglugerðir Evrópusambandsins hafa verið inneiddar eða tímasett hvenær það skuli gert innan tilskilins frests. 

Ríkisstjórn Íslands verður síðan að skrifa undir samninginn og mæla með samþykkt hans, áður en hann fer til afgreiðslu alþingis eða í þjóðaratkvæðagreiðslu

Meirihluti Íslendinga andvígur inngöngu í ESB

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband