Eyjamenn í "Gapastokki" Orkupakka ESB

 Þeir stjórnmálamenn sem bera ábyrgð á innleiðingu  Orkapakka ESB og taumlausri markaðsvæðingu raforkunnar bera ábyrgð á  vanda og gríðarlegum kostnaði Hitaveitu Eyjamanna.

 Íslenskir stjórnmálamenn geta ekki lengur legið flatir á fleti og starað upp í loftið meðan markaðshyggja ESB athafnar sig á þeim og  þjóðinni í orkumálum.  Þó svo sumir hafi uppi þau rök að það hafi verið gert við þá oft áður

 Meðfylgjandi er viðtal í Eyjafréttum við Ívar Atlason Svæðisstjóra vatnasviðs Vestamanneyjum. 

Hlýtur að koma til pólitísks uppgjörs 

Það hlýtur að koma til pólitísks uppgjörs  við þá  þá stjórnmálaflokka sem  standa að  innleiðingum orkupakka ESB og afleiðingum þeirra í okkar litla landi.   Hér þarf að snú við blaðinu

Vestmannaeyingurinn talar. Gapastokkur orkupakka ESB

Hitaveitan – Vestmannaeyjar í gapastokk orkupakkanna

 

" Fram til ársins 2010 var reksturinn í jafnvægi en frá sama ári hefur raforkukostnaðurinn til fjarvarmaveitunnar í Eyjum hækkað um 250%.

Á sama tíma hefur gjaldskrá hitaveitunnar hækkað um 80% en milli 80% og 90% af útgjöldum fjarvarmaveitunnar eru orkukaupin,“ segir Ívar Atlason, Svæðisstjóri vatnssviðs Vestmannaeyjum við Eyjafréttir sem ræddu við hann í október sl. um 7,9% hækkun á heita vatninu í Vestmannaeyjum og lækkun á hita á vatni frá kyndistöð .

Það fáránlega er að raforkusparnaður með tilkomu Sjóvarmadælustöðvarinnar sem tekin var í notkun árið 2019 og orðinn er 170 GWH skilaði sér aldrei til Eyja.

Um þetta sagði Ívar: 

„Verðmæti þessarar raforku er um 2,5 milljarðar króna á verði tryggrar orku.

Hvorki Vestmannaeyringar eða HS Veitur hafa notið einnar krónu af þessum sparnaði.

Vegna raforkuskerðingar frá Landsvirkjun og bilana á rafstrengjum Landsnets milli lands og Eyja 2014, 2017, 2022 og 2023 hefur þurft að nota mikla olíu sem kostar sitt.

Uppsafnað tap er um 600 milljónir sem má rekja til orkupakka 1 og 2, þar sem framleiðslu, sölu, flutningi og dreifingu raforku var skipt upp og fjarvarmaveitan skikkuð til að kaupa raforku á markaði en gat ekki samið við Landsvirkjun beint eins og var fram að 2010 og mikillar keyrslu á olíu,“ sagði Ívar.

Mynd – Norrænir blaðamenn heimsóttu Sjóvarmadælustöðina haustið 2022 og fannst mikið til. Er hún sú næst stærsta í heimi. 

  Post Views: 993

 
 Íslenskir stjórnmálamenn geta ekki lengur legið flatir á fleti og starað upp í loftið meðan markaðshyggja ESB athafnar sig á þjóðinni í orkumálum

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband