Æ. Æ. "Þjóðarsjóður"- Báknið vex

 "Þjóðarsjóður" - báknið vex og vex. - Djúpríkið fitnar. 

Enn á ný er farið fram með hugmynd að "þjóðarsjóði"  434. mál á 149. þingi - Þjóðarsjóður. Ferill 243. máls :

"Starfrækja skal sjálfstæðan sjóð í eigu íslenska ríkisins sem nefnist Þjóðarsjóður og heyrir stjórnarfarslega undir ráðherra. Hlutverk sjóðsins er að varðveita og ávaxta fjármuni sem ríkissjóður leggur honum til í samræmi við lög þessi". 

Hin margumtalaða "armslengd"

Við höfum Ríkissjóð -  Þjóðarsjóð

Alltaf skal reynt að komast framhjá ríkissjóði og alþingi - stofna nýjan sjálftökusjóð að maka  krókinn á kostnað almennings

Einn stórsjóðurinn enn sest upp á rúmið  við hlið á Viðlagasjóði, Náttúruhamfarasjóði, Byggingarsjóði aldraðra osfrv. osfrv.

Og gæðingar fá launaða bitlinga

 Hið óskilgreinda hugtak " Armslengd" frá ráðherra og Alþingi

En engu að síður eiga tekjustofnanir að vera  álögur á almenna borgara og fyrirtækin í landinu. 

Sjóðasukk - Hver sagði  "Báknið Burt"

"Svo kölluð "arðsemiskrafa" "auðlindagjald" á þjónustustofnanir m.a. orkufyrirtæki landsmanna og aðrar "auðlindir" þjóðarinnar er nýtt hugtak yfir skattheimtu sem á nú að opna framhjá ríkissjóði.

Augljóst var að núverandi fjármálaráðherra vafðist tunga um tönn þegar hún svaraði fyrir  áformin.

Nýr sjóður yrði nú ekki stofnaður fyrr en ríkssjóður væri skuldlaus.

- Búið að fjármagna heilbrigðisþjónustuna-  samgöngurnar- menntakerfið osfrv

Enda ættu allar hugmyndir um nýjan sjálfala stórsjóð að ganga gegn stefnu Sjálfstæðisflokksins.

Við tókum þessa umræðu stundum með Pétri heitnum Blöndal alþingismanni á árum áður sem ég var oft sammála.

"Fé án hirðis" með sjálftökurétt um meðferð á eignum  almennings.

 Auðlindagjald er blekking nær að tala um skattheimtu

  Ef farið er að hugsa í auðlindagjöldum og arðsemiskröfum í staða skatta þá eru auðlindirnar margar. 

Ekki bara fallvötnin, þjóðgarðarnir, fiskimiðin - neysluvatn- hitaveita.

Hvar á að stoppa?

  Sjúklingar eru fyrir sumum auðlind, gamla fólkið og þjónusta þess er mörgum  auðlind, arðsemiskrafan í heilbrigðisrekstri sjúklinga auðlind.

Biðlistar eru auðlind sem bitist er um hvort ætti að birta.

 Ef ríkissjóð vantar tekjur þá eru þær sóttar með sköttum. Ríkissjóður mun alltaf þurfa að bera ábyrgð  á þessum " Þjóðarsjóði" hvort eð er án þess að stjórna honum

Auðlindagjald er bara allt annað sem ekki er skilgreint í stjórnarskrá eða hver fer með þá gjaldtöku. 

 Fyrir okkur almenna íbúa þessa lands væri nú enn hagkvæmara að fá að njóta "arðsins" í lækkuðum afnotagjöldum og styrkingu búsetu, lægra raforkuverði til heimila og innlends atvinnulífs Þeir gætu svo greitt sína skatta  samkvæmt settum lögum.

Við höfum Ríkissjóð sem landsmenn eiga allir og yfir honum er stjórn, ríkisstjórn og alþingi sem er kosið á lýðræðislegan hátt til þess að fara með eigur okkar, velferð og skattheimtu, hvort sem okkur líkar einhver stjórn betur eða ver á hverjum tíma. 

 Alþingi þarf að svara fyrir gjörðir sínar og þar með Ríkissjóð reglulega í alþingiskosningum. 

Þess myndi ekki þurfa um "þjóðarsjóðinn" 

   Það er reyndar furðulegt að flokkur sem  treysti völd sín síðari áratuga með slagorðinu  Báknið - burt  sé að flytja frumvarp um enn einn sjóðinn.

Aðlögun að stofnana- og sjóðavæðingu ESB

Þetta var jú draumur gömlu "kratanna" að stofnana- og sjóðavæða samfélagið að fyrirmynd ESB.

Ég man í ríkisstjórn Jöhönnu Sigurðardóttur 2009  sem ég sat í var draumur forystumanna þeirra ríkistjórnarflokka að stofna 

" Þjóðarsjóð" framhjá ríkissjóði sem lið í aðlögun að regluverki ESB enda með umsókn og aðildarbeiðni í gangi

En sem betur fer voru þær hugmyndir "Kratanna" slegnar út af borðinu.  

Krafa ESB var t.d. að fiskimiðin væru jafnt opin fyrir öllum þjóðum Evrópusambandsins.

Þess vegna átti að stofna "þjóðarsjóð"  með auðlindagjaldi á sjávarútveginn. - Þá skifti ekki mali hvaða þjóðir myndi veiða fiskinn

  Einn sjóður enn - með sjálftökurétt- fé án hirðis eins og Petur heitinn Blöndal alþingismaður  kallaði þetta. 

Þessi áform um sérstakan "þjóðarsjóð" fram hjá ríkissjóði  eru svo fráleit  að það hálfa væri nóg.

Mér hefði ekki komið á óvart ef það væru ESb- kratar sem væru að bera það fram

Að mínu viti  væri nær að fækka þessum sjóðum sem eru settir upp við hliðina á Ríkissjóði og styrkja beint vald alþingis  við öflun og ráðstöfun fjármuna landsmanna.

Þessum sjóðum er ætlað  að skaffa fleiri gæðingum  ráðherra á hverjum tíma feit störf og færa völdin og stjórnunina frá kjörnum fulltrúum.  

 Það er ekki þjóðin sem kýs stjórnendur þessara sjóða:   sjálftökugæðingar - ESB - væðingin . 

Við höfum ríkissjóð og og hann er okkar sjóður með eignum sínum og tekjustofnunum.

 Alþingi, kjörnir fulltrúar þjóðarinnar eiga að fara þar með stjórnun og ábyrgð beint og ráðstöfun fjár. 

Háðslega fyndinn lagatexti

Lagagreinarnar og texti frumvarpsins  er reyndar bráðfyndinn  ekki síst í ljósi síðustu vendinga.

Leyfi mér er að feitletra 

Stjórn.

  "  Þjóðarsjóður lýtur yfirstjórn fimm manna sem ráðherra skipar.

Stjórnarmenn skulu búa yfir menntun, sérfræðiþekkingu og starfsreynslu til að geta gegnt stjórnarsetu tilhlýðilega og skal þar einkum horft til reynslu og þekkingar á fjármálamarkaði og hagfræði.

Stjórnarmenn skulu vera lögráða og hafa gott orðspor og mega aldrei hafa verið sviptir forræði á búi sínu eða, í tengslum við atvinnurekstur, hlotið dóm fyrir fjármunabrot (Lbrjb)

samkvæmt almennum hegningarlögum, lögum á sviði fjármálamarkaðar eða öðrum lögum sem varða starfsemi félaga, eða sætt íþyngjandi stjórnvaldsviðurlögum sem einstaklingar eða fyrirsvarsmenn lögaðila á framangreindum sviðum."

( ÆÆ Hverjir verða þá gjaldgengirr. Hver á að meta orðsporið?) ........

 " Skipun stjórnarmanna verður ekki afturkölluð nema á grundvelli málefnalegra og lögmætra sjónarmiða. ( ææ  hver meturm hver eru þau?)
    ´´´´´´´´......, að ávöxtun sjóðsins uppfylli lágmarkskröfur og að fjárfestingar byggist á góðu siðferði samkvæmt reglum í fjárfestingarstefnu fyrir sjóðinn"". Lbr,jb

( ÆÆ . hver metur "siðferðið", ef sjóðurin lýtur ekki forræði alþingis í kosningum eins og ríkisssjóður)
    
    "Stjórnin setur sér starfsreglur sem bornar skulu undir ráðherra til staðfestingar.
    Ráðherra ákveður þóknun stjórnarmanna". 

( kjörið Alþingi ber ábyrgð á ríkissjóði en "Þjóðarsjóður" gengur sjálfala, 

Áform um Þjóðarsjóð snúast um að færa vald, stjórnun, skattheimtu,  ráðstöfun fjármuna almennings frá lýðræðiskjörnum fulltrúum þjóðarinnar til hinna andlitslausu sjóðstjórnenda sem verða hluti " Djúpríkisins"  sem fer eins og snákur um samfélgið. Viljum við það - Nei 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband