Neyðarkall Alþjóða Rauða Krossins

 "Alþjóðaráð Rauða kross­ins hef­ur sent frá sér neyðarkall, sem Rauði kross­inn á Íslandi tek­ur und­ir, vegna fyr­ir­mæla ísra­elskra yf­ir­valda til rúm­lega millj­ón íbúa Gaza um að yf­ir­gefa heim­ili sín inn­an sól­ar­hrings. 

Title: File:Flag of the Red Cross.svg - Wikipedia
 
Sól­ar­hring­ur ekki næg­ur tími

Í ákall­inu seg­ir að sól­ar­hring­ur sé ekki næg­ur tími til að rýma alla íbúa svæðis­ins, þar á meðal fólk með fötl­un, aldraða, sjúk­linga og veika og særða ein­stak­linga á sjúkra­hús­um.

Auk þess hafi íbú­ar eng­an ör­ugg­an stað til að fara á vegna þess að allt svæðið sé um­setið og ómögu­legt að vita hvar næsta árás muni eiga sér stað. 

Marg­ir, þar á meðal fólk með fötl­un, aldraðir og sjúk­ling­ar, muni ekki geta yf­ir­gefið heim­ili sín. Sam­kvæmt alþjóðleg­um mannúðarlög­um ber að vernda alla al­menna borg­ara, líka þá sem þurfa að verða eft­ir.

Fyr­ir­mæl­in and­stæð mannúðarlög­um

„Fyr­ir­mæl­in sam­ræm­ast ekki alþjóðleg­um mannúðarlög­um. Umsátrið veld­ur því að íbú­ar hafa ekki aðgang að mat, vatni né raf­magni og þegar hernaðaröfl gefa fólki skip­un um að yf­ir­gefa heim­ili sín verður að gera all­ar mögu­leg­ar ráðstaf­an­ir til að tryggja að fólk hafi aðgang að grund­vall­arnauðsynj­um eins og mat og vatni og að fjöl­skyld­ur séu ekki aðskild­ar,“ seg­ir í ákall­inu.  

Alþjóðaráð Rauða kross­ins sé að efla þjón­ustu sína til að veita lífs­bjarg­andi aðstoð, en teymi Rauða kross­ins þurfi hlé á átök­um til að vinna á ör­ugg­an og skil­virk­an hátt. Vegna umsát­urs­ins geti mannúðarsam­tök eins og Rauði kross­inn ekki aðstoðað við að flytja burt þá íbúa sem hef­ur verið skipað að fara. Þarf­irn­ar séu yfirþyrm­andi og mannúðarsam­tök verði að geta aukið við hjálp­ar­starf sitt. 

Íslensk stjórn­völd tali máli fólks­ins á alþjóðavett­vangi

„Skrif­stofa Alþjóðaráðs Rauða kross­ins fékk sömu fyr­ir­mæli um að yf­ir­gefa svæðið, sem og aðrar alþjóðastofn­an­ir. Við höf­um gríðarleg­ar áhyggj­ur af koll­eg­um okk­ar í Gaza og fjöl­skyld­um þeirra. 

Við biðjum ís­lensk stjórn­völd um að tala máli þessa fólks á alþjóðavett­vangi, svo hægt verði að koma í veg fyr­ir stór­kost­leg­ar mann­leg­ar hörm­ung­ar og þján­ingu al­mennra borg­ara,“ að því er fram kem­ur í ákall­inu.

Heims­byggðin verði að grípa inn í til að hjálpa þessu fólki. Stríð sé ekki svarið. Morð á sak­laus­um borg­ur­um og eyðilegg­ing innviða fyr­ir al­menn­ing sé ekki svarið. All­ir aðilar verði að virða alþjóðleg lög um hernað og vernda al­menna borg­ara".

 







mbl.is Senda ákall til Þórdísar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband