ESB krefur Ísland um milljarða króna í "fátækrasjóði" sína

Evrópusambandið er í miklum fjárhagskröggum og í örvæntingu krefur það EFTA löndin um stórauknar greiðslur í s.k. þróunarsjóði sína.

En þessar greiðslur eru af ESB hálfu ein af forsendum fyrir EES samningnum. Kjarninn greinir ítarlega frá málinu: Vilja milljarða frá Íslandi

Hvorki hefur gengið né rekið í samningum um greiðslur EFTA landanna til ESB fyrir árin 2014 til 2019. En samkvæmt kröfum Evrópusambandsins er Íslandi ætlað að greiða 6,5 milljarða króna fyrir tímabilið sem er um þriðjungs hækkun frá fyrra tímabili.

"Dýr myndi Hafliði allur" eins og sagt var ef við værum gengin inn í sambandið og þyrftum að greiða hlutfallslega af tekjum okkar miðað við önnur ríki sambandsins  

Brüsselvaldið telur sig í þessu sem öðru geta sett einhliða fram kröfur og hótanir, annars sé EES samningurinn uppí loft.

Vonandi láta Eftalöndin  Ísland, Noregur og Lichenstein ekki ESB kúga sig til undirgefni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband