Harmakvein Samfylkingarinnar

jb_s_og_js.jpgAðild að Evrópusambandinu hefur verið eina mál Samfylkingarinnar sl.10 ár. Hverfi umsóknin hangir flokkurinn í lausu lofti. 

Ýmsir forystumenn Samfylkingar skjálfa á beinum af ótta við að ríkisstjórnin standi við flokkssamþykktir sínar og gefin fyrirheit og afturkalli umsóknina.

Hafa þeir það eitt fram að færa í máli sínu að hóta klofningi í öðrum flokkum enda hefur hún mikla reynslu í þeim efnum: "Slit á aðildarviðræðum munu kljúfa Sjálfstæðisflokkinn og leiða til falls ríkisstjórnarinnar"

Samfylkingin er eins og lyfjasjúklingur, titrandi með sjóntruflanir ef hún fær ekki ESB skammtinn sinn að morgni.

Hver vill framselja fiskimiðin til Brüssel?

Eina von Árna Páls og fylkingar hans í Samfylkingunni er hinsvegar að losna við ESB-umsóknina og verða mögulega stjórntækur. Árni Páll verður að frelsa Samfylkinguna úr þeirri dauðagildru sem Jóhanna Sigurðardóttir steypti flokknum og fyrrverandi ríkisstjórn í með ESB-umsókninni.  

Það verður enginn feitur á undirlægjuhætti og Brüsseldekri næstu árin og Árni Páll verður að sýna fram á að hann er enginn taglhnýtingur þvermóðsku Jóhönnu Sigurðardóttur.

Samfylkingin getur ekki vænst stuðnings frá ASÍ eða Félagi atvinnurekanda.-  Hvernig ætla menn þar á bæ að berjast fyrir inngöngu í ríkjasamband sem er með gjaldmiðil sinn í uppnámi og  20- 50% atvinnuleysi ungs fólks.

Vilt þú að Ísland gangi í Evrópusambandið? 

Viðræðum við ESB er lokið. Kröfur ESB liggja fyrir. Hægt er að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þær nú þegar.

Ekki verður lengra gengið í eftirgjöf  á grundvelli samþykktar Alþingis fra 16. júlí 2009.

 Vilt þú að Ísland gangi í Evrópusambandið? Er spurningin sem átti að spyrja þjóðina um vorið 2009 áður en farið var í aðildarviðræður.

 Þeirrar spurningar er einnig hægt að spyrja í dag ef meirihluti þings leggur það til.

Við getum hinsvegar ekki staðið áfram sem umsóknarríki á forsendum sem komnar eru í strand og löngu brostnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband