Efnahagslegt sjálfstæði Íslendinga og kröfuhafarnir


Það er nú alltaf að verða ljósara og ljósara hvað það er mikilvægt að láta
ekki undan áróðri og þrýstingi erlendra kröfuhafa í þrotabú gömlu bankanna.
Hér er gríðarmikið í húfi fyrir landsmenn en allt í allt telja krónueignir
þrotabúanna  þriggja um 900 milljaðra.  Málið snýst um það hvort hinir erlendu
kröfuhafar eigi að njóta undanþágu frá gjaldeyrislögum landsins og fá
forgang til þess að geta skipt þessum krónum sínum í gjaldeyri. En einnig um
eignarhaldið á nýju bönkunum, en stórhættuleg eru þau áform að selja
fjárfestum þó íslenskir séu hluti kröfuhafanna í Arion banka og
Íslandsbanka og greiða þeim með erlendum gjaldeyri.

Kröfuhafarnir mega ekki ráða ferðinni
Heiðar Guðjónsson hagfræðingur rekur þessa umræðu á mjög skilmerkilegan hátt með
grein í Fréttablaðinu  5.mars sl.:
“ Erlendir kröfuhafa mega ekki ráð ferðinni“.
Víkur hann að þeirri umræðu sem er  í dag um að kröfuhafarnir selji hluti sína á
miklum afslætti.!
Og Heiðar spyr: „Afsláttur frá hverju, það er ekkert verð á þessum bönkum“.
Eða hver veit það verð.? Og hver veit um raungildi íslensku krónunnar í
slíkum viðskiftum, þegar í gildi eru gjaldeyrishöft og neyðarlög.
 „ Það er ekki jafnvægi á utanríkisviðskiftum sem þýðir að krónan er of sterk, ef
eitthvað er. Allt tal um afslátt er því einungis til að afvegaleiða
umræðuna“
, segir Heiðar.

 Kröfuhafarnir eru engir „Íslandsvinir“
Og fjármögnum á skuldum Orkuveitu Reykjavíkur er allt í einu orðinn hluti af
uppgjöri við vogunarsjóði  erlendu kröfuhafa bankanna sem standa í umdeildum nauðasamningum.
Heimilin í landinu, fyrirtækin stór og smá vita hvað nauðsamningar og
gjaldþrot þýða. Erlendu kröfuhafarnir sem hér telja sig eiga hundruð ef
þúsund milljarða kröfu á Íslendinga eru engir Íslandsvinir komnir til að
þiggja gefins lopapeysur heldur alþjóðlegir, harðsvíraðir peningamenn  vogunarsjóða sem
hugsa fyrst og fremst um að hrifsa til sín allt sem þeir geta. Þeir eru
nafnlausir og andlitlausir, enginn veit í raun hverjir þeir eru.
Og Heiðar mælir sterk varnaðarorð:
 „Fjölmiðlafulltrúar kröfuhafa, lögfræðingar þeirra og bankamenn vinna að hagsmunum umbjóðenda sinna en ekki hagsmunum íslensku þjóðarinnar. Þeir reyna kerfisbundið að draga úr
trúverðugleika þeirra sem standa á rétti þjóðarinnar og reyna að afvegaleiða
umræðuna. Við verðum að standa fast á rétti okkar og ekki leyfa afglöpum í kringum Icesave að endurtaka sig"

Efnahagslegt sjálfstæði er í húfi
Ég tek undir varnaðarorð Heiðars.  Að leiða þrotabú gömlu bankanna í gjaldþrot er þekkt og gagnsæ leið.    Endanlegt uppgjör við erlendu kröfuhafana og niðurstaða nauðasamninganna
er líklega ásamt ESB umsókninni eitt stærsta hagsmunamál almennings og getur ógnað framtíð og efnahagslegs sjálfstæðis Íslendinga, ef ekki er fast á málum haldið.
Liggur kannski  beinn þráður milli hnjáliðamýktarinnar í samningum við fulltrúa
hinna erlendu kröfuhafa og umsóknarinnar að ESB?.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband