Dýrafjarðargöng- Til hamingju Vestfirðingar og allir landsmenn

Dýrafjarðargöng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar  voru tekin í notkun fyrir umferð í dag, 25.október. Opnun gangnanna  er stór atburður á samgöngumálum Vestfirðinga sem og allra landsmanna.

Gerð gangnanna virðist hafa gengið afar vel og verkið unnist á skömmum tíma og staðist vel áætlun. Göngin eru gríðar  mikilvægur áfangi í samgöngum um alla Vestfirði.

Til hamingju Vestfirðingar og landsmenn allir

Dynjandisheiði kallar

 En stórvirki bíða óþreyjufull eftir að komast í gang eins og nýir vegir eða jarðgöng um Dynjandisheiði, Barðaströnd og um Reykhólasveit.

Súðavíkurhlíð     

Nú er að fylgja vel eftir. Mér verður hugsað til íbúa Súðavíkur sem hafa mátt búa við langtíma lokunum á veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur vegna snjóflóða hættu. 

(Súðavíkurhlíð hefur verið lokað ellefu sinnum á árinu | RÚV)

Að gera göng og varanlegar vegabætur milli Ísafjarðar og Súðavíkur hlýtur að vera næsta verk í jarðgöngum á Vestfjörðum. Í því framkvæmda átaki sem nú er í gangi hljóta göng um Súðavíkurhlíð að vera í algjörum forgangi.


Stjórnvöld haldi haus í baráttunni gegn veirunni

Það er sorglegt til þess að vita ef stjórnvöld gangi nú gegn tilmælum sóttvarnarlæknis. Áform um opnun líkamsræktarstöðva og  aðrar  tilslakanir sem auka snertingu eða óvarða nánd milli fólks  á þessum tímapúnkti er óráðlegt að mati sóttvarnarlæknis. Samræmi þarf hinsvegar að vera í tilmælum sóttvarnaryfirvalda

Landið var orðið veirufrítt í byrjun sumars

Með samstilltu og markvissu átaki  var veirunni útrýmt í landinu í byrjun sumars og hertum smitvörnum á landamærum.

Eftirgjöf í sóttvörnum margfaldast út í samfélaginu.  Við þurfum að halda út lengur með hertar aðgerðir segja sóttvarnayfirvöld.

Mörgum þótti los á sóttvarnaraðgerðum fyrst í haust. Sein inngrip í að stöðva útbreiðslu veirunnar voru gangrýnd.

Nú virtist vera komin meiri festa í sóttvarnar aðgerðir og skýrari markmið. Von styrktist um að hægt væri að kveða veiruna niður á ný.

Franska veiran

Þrýstingur ákveðinna afla innan stjórnsýslunnar og  sterkir einkahagsmunir knúðu á um ótímabæra opnun landamæra í sumar sem leiddu til þessarar nýju byglgju.

Tveir franskir ferðamenn sluppu sýktir í gegn og samfélagið fór allt á hvolf á ný. Spurning er, hver ber ábyrgðina 

Tvöföld skimun á landmærum  hefur stöðvað ný smit erlendis frá síðan hún var tekin upp. 

Málsókn í Austurríki

Verið er að höfða skaðabóta mál gegn  fylkisstjórn í Austurríki fyrir slæleg viðbrögð gegn veirunni í vetur. En fjöldi skíðamanna veiktist og báru veikina til heimalanda sinna þ.á.m. Íslands.

Hver ber ábyrgð

Hvað gæti verið upp á teningnum hér ef stjórnvöld væru sökuð um slæleg viðbrögð  eða ótímabærar tilslakanir á sóttvörnum  gegn betri vitund um  hættur og afleiðingar. Ísland er nú með eitt hæsta smithlutfall í Norður Evrópu. 

Samstaðan snýst um að berja niður veiruna

 Samstaða þjóðarinnar snýst um að kveða veiruna sem allra fyrst niður í íslensku samfélagi. Það tókst í vor og getum það aftur núna


mbl.is Smit rakin til nokkurra stöðva
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Réttur fólks til lífs og heilsu"

"Réttur fólks til lífs og heilsu trompar önnur réttindi" sagði forsætisráðherra, Katrín Jakopsdóttir á Alþingi í dag þegar rætt var um sóttvarnir. Ég er sammála forsætisráðherra. Og hún hefur verið einörð í þeirri afstöðu. ( Grímulausar umræður en grímur í sætunum)

"Covið veiran kann hvorki að lesa lög né reglugerðir og gerir engan greinarmun á tilmælum og bönnum" sagði sóttvarnarlæknir á dögunum. 

Vill að veiran bíði eftir nýjum sótvarnalögum !

Sigríður Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallaði eftir umræðu og tafarlausum breytingum á sóttvarnalögunum. Hún hefur opinberlega efast um  valdheimildir stjórnvalda til sóttvarna aðgerða sem nú er beitt og nauðsyn þeirra:

 „Ekki seinna vænna myndi ég nú segja að löggjafinn taki til umræðu hér sóttvarnaraðgerðir og þær lagaheimildir og forsendur sem menn hafa verið að beita hingað til". 

Ýmsir þingmenn og jafnvel ráðherrar í ríkisstjórn hafa gagnrýnt sóttvarnaraðgerðir og dregið í efa mikilvægi þeirra og hvort þær standist stjórnarskrá. Eiga þeir eins og veiran erfitt með að lesa reglur og skilja tilmæli sóttvarnaryfirvalda og fara eftir þeim. 

Forsætisráðherra telur að veiran bíði ekki eftir nýjum sóttvarnarlögum

„Þá má segja að réttur fólks til lífs og heilsu trompi auðvitað ýmis önnur réttindi, og það er stóra niðurstaðan í þessari greinargerð sem ég hef boðist til að fara ítarlega yfir hérna í þinginu. Því að þrátt fyrir að Íslendingar hafi gengið skemur í ýmsum sóttvarnarráðstöfunum en velflest önnur Evrópuríki, skemur þegar horft er til þess hvað hefur verið gert hér. Nægir bara að nefna ríki þar sem sett hefur verið útgöngubann, börnum hefur verið haldið heima og beitt miklum ferðatakmörkunum. Ég vil endilega eiga þá umræðu hér og hef boðið hana fram hvenær sem er þegar þingið kallar.“ segir Katrín.

Þjóðarsamstaða

Eftirgjöfin á landamærunum í sumar hefur orðið þjóðinni dýrkeypt. En þá slapp veiran á ný inn í landið.

Þau sem knúðu tilslökunina fram þá  hljóta nú að hugsa sinn gang. 

Veiran les hvorki lög né tilmæli. Veiran er heldur ekki til í neina samninga um hverjir veikjast og hverjir deyja eins og sumir halda.

Nú gildir þjóðarsamastaða um að berja veiruna niður eiuns hratt og kostur er. 

 


Það er engin millileið - Kveðum veiruna niður

Kári Stefánsson var á Sprengisandi og talaði tæpitungulaust 

Annaðhvort hemji maður út­breiðsluna eða leyfi veirunni að flakka:

„Ég held að milli­leiðin sem menn eru að tala um sé bara ósköp ein­fald­lega ekki til.“

Og Kári heldur áfram:

Með samstilltu átaki vinnst sigur

 Að sleppa veirunni lausri eins og sumir vilja eða reyna að "stýra útbreiðslunni"  segir Kári:

„Það er hægt að rök­styðja á ýms­an máta þá leið en mér finnst hún ansi óaðlaðandi vegna þess að þú ert raun­veru­lega með því að fórna þeim sem eiga und­ir högg að sækja, gömlu fólki, því sem er með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma.

Tvöföld skimun á landamærum komin til að vera fyrst um sinn

"Ef þú ætl­ar að fara þá leið að reyna að hemja þessi smit er al­veg nauðsyn­legt á landa­mær­um að hafa tvö­falda skimun,“ sagði Kári.

Fyr­ir­komu­lagið um tvö­falda skimun á landa­mær­un­um virðist ekki á för­um, held­ur er nú miðað við að það gildi til 1. des­em­ber.

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir hef­ur bent á að miðað við þann fjölda sem hef­ur greinst með veiruna í þess­um skimun­um sé ljóst að þær hafi haft til­skil­in áhrif. Án þeirra hefðu þau smit getað hreiðrað um sig í sam­fé­lag­inu.


mbl.is 60 innanlandssmit í gær: 36 innan sóttkvíar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rafskutlur og Covid - Veiran

Rafskutlur til leigu standa hér á öllum götuhornum.  Ungt fólk hoppar upp á þær berhent og afhendir síðan næsta manni berhentum.  Mér var hugsað til skíðalyftanna í Austurríki sem voru sagðar hafa smitað tugi ef ekki hundruð manna.

Notum  hanska !

   Væri ekki rétt að gera kröfu um varnaðarskilti á þessi leiguhjólum að nota vettlinga eða hanska til að draga úr smithættu. Þetta eru góð farartæki en ég bý í miðju svona hverfi með rafskutlur til leigu út um allt. Fólk þeytist á milli og í nánast öllum tilvikum berhent. Við erum öll almannavarnir


Virkja þarf ASÍ, VR og SVÞ í baráttunni gegn Veirunni

 Virkja þarf samtök stéttarfélaga og samtök verslunar og þjónustu í baráttunni gegn útbreiðslu Covid.  Leiðbeina þarf starfsfólki og stjórnendum. Nauðsyn er á samræmdum aðgerðum til að stöðva útbreiðslu veirunnar. 

Það er ekki hægt að ætlast til að lögreglan fari inn í hverja búð eða vinnustað til áréttingar. 

Við hjónin erum í áhættuhóp og förum helst ekkert  þar sem  umferð fólks er.  Við þurftum nauðsynlega í bankann okkar í gær og hringdum.  Okkur var sagt að panta tíma og koma nákvæmlega á mínútunni og þá þyrftum við nánast enga umgengi við annað fólk. Opið væri á tveim stöðum í borginni.  Við mættum á tilsettum tíma og þá var slatti af fólki inn í  litla rýminu í bankanum og aðeins dyraverðirnir með grímu.

Við biðum úti en var síðan vísað inn í gegnum nokkurn hóp af fólki sem beið afgreiðslu og inn til ráðgjafans sem settist bak við borð og án grímu. Við vorum að sjálfsögðu með grímu 

Allt afgreiðslufólk var án grímu. Þegar við gengum út var áfram nokkur hópur fólks í forrými bankans og flest grímulaust sem sagðist ekki vita að hefði þurft að panta tíma. Því var þá svarað að það gilti ekki fyrr en á morgun

Okkur leið hálf illa þegar við komum út.

Víðast er þetta í góðu lagi en.

Mér varð hugsað til virkni hjá forystu Stéttarfélaga og stjórnenda verslunar og þjónustu fyrirtækja. Mér var hugsað til  Heilbrigðiseftirlitsins. Það þarf að virkja alla. 

Það er bæði öryggi starfsmanna og viðskiptavina í húfi að vera vakandi yfir sóttvörnum og fjarlægðarreglum.

T.d. bara í Kringlunni  er þetta sitt á hvað með sóttvarnir og grímur eftir verslunum.

 

   


Kínalistinn.

Mikið er ég ánægður með þann heiður að vera á "Kínalistanum". Það sýnir að maður er einhvers virði.

Þetta er eins og í þorrablótsgrínum eða sveitarannálum. Ef maður er ekki nefndur eða tekinn fyrir þá er það svekkelsi, reyndar hálfgerð niðurlæging.-  Var ég virkilega svona lítils virði. 

 Sveitaannáll Kínverja um merka Íslendinga er ábyggilega hið forvitnilegasta plagg og fróðlegt að sjá hvað þar er tínt til.

Ekki er þó víst að hann sé settur saman af viðlíka skopskyni og Þorrablótsannállinn. 

Og nú hugsar hver í sínu horni - hvers vegna komst ég ekki á Kínalistann?

Auðvitað er þetta ekkert grín

 Ég var reyndar svo lánssamur fyrir mörgum árum að komast á einhvern varúðarlista hjá íslenskum stjórnvöldum fyrir að vera herstöðvarandstæðingur og hafa mótmælt við íslenska sendiráðið í Noregi 1970.

Sömuleiðis var hér rekin Upplýsingaþjónusta Bandaríkjanna áður en tölvutæknin kom til, sem vissi sitt af hverju. 

Hinsvegar lenti ég sem ráðherra á afar svörtum lista Evrópusambandsins yfir verstu andstæðinga aðildar Íslands að ESB og á þeim lista er ég enn. 

Kannski hef ég þess vegna verðskuldað að komast á Kína listann. Hver veit.


mbl.is 411 Íslendingar á skrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband