Sunnudagur, 28. janúar 2024
Utanríkisráðherra Íslands var fljótur til og einn með þeim fyrstu í heiminum til þess að frysta greiðslur til flóttamanna hjálpar Sameinuðu þjóðanna í Palestínu.
- Aumt er og sorglegt -
Hryllilegt ef sannur er grunur um þátttöku einstaklinga í þeirra röðum í voðaverkum á Gaza og Israel.
Yfirmenn hjá Sameinuðu þjóðunum hafa lýst því yfir að þessar ásakanir verði rannsakaðar ofan í kjölinn, sem verður vonandi gert ásamt viðeigandi ráðstöfunum .
Grimmdarverk einna réttlæta ekki grimmdarverk annarra
Hér er um að ræða gífurlega neyð tug þúsunda ef ekki hundruðþúsunda saklausra almennra borgara í Palestínu.
Það er varla mannúðlegt eða hreystilegt að það fyrsta sem gripið sé til er að stöðva framlög til neyðarsamtaka og neyðarhjálpar almennra borgara í Palestinu.
Saklaust fólk fellur þúsundum saman á degi hverjum af hungri, vosbúð og sprengiárásum.
Hafin er rannsókn á vegum Alþjóðadómstólsins hvort verið sé að fremja þjóðarmorð á Gaza og kallað eftir tafarlausu vopnahléi.
Krafan um vopnahlé og frið
Væri ekki réttara að íslensk stjórnvöld leggi allt á vogarskálarnar til þess að koma á vopnhléi og friði, frekar en að stökkva strax til með þessum hætti að stöðva neyðarhjálp sem ráðherra gerir jafnvel að ósönnuðu máli um voðaverk einstaklinga innan þessara hjálparsamtaka
Væri ekki ágætt að draga andann og fylgja dæmi t.d. Norðmanna sem við höfum oft átt samleið með.
Erlent | mbl
| 28.1.2024
| 8:04
Norðmenn frysta ekki greiðslur til UNRWA
Reykjarský yfir suðurhluta Gasasvæðisins eftir loftárásir Ísraela. AFP
Stjórnvöld í Noregi hyggjast ekki frysta fjárframlög til Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNRWA, í kjölfar ásakana um að starfsmenn stofnunarinnar hafi með einhverjum hætti átt aðild að árás Hamas-hryðjuverkasamtakanna á Ísrael 7. október.
Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að frysta frekari greiðslur til UNRWA þar til haft hefur verið samráð við önnur norræn ríki um næstu skref.
Frétt af mbl.is
Frysta greiðslur til UNRWA
Norska sendiráðið í Palestínu greindi frá því í gær að ásakanirnar væru sláandi og fagnaði tilvonandi rannsóknar á málinu. Hins vegar væru þær ekki tilefni til að frysta greiðslur.
Við þurfum að greina á milli þess sem einstaklingar kunna að hafa gert og hvað UNRWA stendur fyrir, segir í yfirlýsingu á samfélagsmiðlinum X.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.