"Miklir menn erum vér Hrólfur minn"

Norðmenn frysta ekki greiðslur til UNRWA

Reykjarský yfir suðurhluta Gasasvæðisins eftir loftárásir Ísraela.
Reykjarský yfir suðurhluta Gasasvæðisins eftir loftárásir Ísraela. AFP

Stjórn­völd í Nor­egi hyggj­ast ekki frysta fjár­fram­lög til Palestínuflótta­manna­hjálp­ar Sam­einuðu þjóðanna, UN­RWA, í kjöl­far ásak­ana um að starfs­menn stofn­un­ar­inn­ar hafi með ein­hverj­um hætti átt aðild að árás Ham­as-hryðju­verka­sam­tak­anna á Ísra­el 7. októ­ber.

Íslensk stjórn­völd hafa ákveðið að frysta frek­ari greiðslur til UN­RWA þar til haft hef­ur verið sam­ráð við önn­ur nor­ræn ríki um næstu skref.

Norska sendi­ráðið í Palestínu greindi frá því í gær að ásak­an­irn­ar væru slá­andi og fagnaði til­von­andi rann­sókn­ar á mál­inu. Hins veg­ar væru þær ekki til­efni til að frysta greiðslur.

„Við þurf­um að greina á milli þess sem ein­stak­ling­ar kunna að hafa gert og hvað UN­RWA stend­ur fyr­ir,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu á sam­fé­lags­miðlin­um X.


mbl.is Frysta greiðslur til UNRWA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband