Mistök að sameina Kennaraháskólann og Háskóla Íslands?

Þegar Kennaraháskólinn var lagður niður og settur inn í Háskóla Íslands með lögum 2007 voru margir sem vöruðu við.

Ég og fleiri óttuðumst að starfsmenntunin sem kennari á gólfinu með nemendum og fjölskyldum þeirra myndi bíða lægri hlut í samkeppninni innan Háskóla Íslands um áherslur og þróun.

Þar myndi fólk fara að lifa eigin lífi og framgangur, áhersla á rannsóknir, "vísinda" greinaskrif  og samkeppninsssjóðir myndu um of ráða ferð á kostnað "kennaramenntunarinnar" sjálfrar og starfsþjálfunar. 

Það að ná góðum árangri sem kennari með nemendur sína í kennslustofum myndi ekki reiknast til framgangs í nýju umhverfi innan Háskóla Íslands með sama hætti og áður.

Nú þekki ég ekki þróunina frá þessum tíma og margt gott vafalaust áunnist,  en ég minni hér á þau varnarorð sem þá voru uppi gegn því  að leggja niður Kennaraháskólann.

Í þeirri umræðu var jafnframt bent á að þessi umdeilda breyting myndi fyrst fara að hafa veruleg áhrif í menntuninni sjálfri innan skólanna  eftir 10 til 15 ár, þegar þeir sem  báru upp i kennsluna frá þeim tíma kæmust á aldur.

Hægt er að velta fyrir sér hvort það að loka Íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni án þess að gera tilhlýðilegar ráðstafanir gangnvart íþróttakennslu í landinu hafi aukið framboð á góðum íþróttakennurum?.

Mitt mat er að rétt væri fyrir alla aðila að rifja upp þau varnaðar orð sem voru höfð uppi þegar Kennaraháskólinn var lagður niður.

Var eitthvað þá sem við misstum og væri ástæða til að kalla aftur fram

 

" 40% fimmtán ára nemenda á Íslandi búa ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi. Þetta kemur fram í niðurstöðum úr PISA-könnuninni 2022 sem voru birtar í dag.
Lesa meira "

 


mbl.is Árangur íslenskra barna hrapar í Pisa-könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband