Laugardagur, 26. maí 2018
Vilja gera Sigríði safnstjóra að heiðursborgara Skagafjarðar
Sigríður Sigurðardóttir safnstjóri Byggðasafnsins Skagfirðinga hefur lyft grettistaki í menningarmálum Héraðsins á 30 ára starfsferli sínum. Byggðasafnið í Glaumbæ, söfnun og varðveisla muna, rannsóknir, fornleifar eru eitt af stærstu kennileitum Skagafjarðar. Glaumbær er einn vinsælasti áningarstaður ferðmanna landsins.
Yfirlýsing framboðs VG og óháðra í Skagafirði um að gera Sigríði að heiðursborgara fyrir vel unnin störf er mjög vel við hæfi. Vonandi fáum við að njóta atorku Sigríðar og fagþekkingar um mörg ókomin ár.
![]() |
Vilja gera Sigríði að heiðursborgara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.