Vinnubrögð Landsnets sérstakt vandamál

Forstjóri Landsvirkjunar gangrýnir Landsnet fyrir léleg vinnubrögð og slaka stjórnsýslu  í útvarpsviðtali í morgun eða þannig skil ég orð forstjórans:

"Að þá hefur Landsnet í raun og veru ekki fengið að byggja eina einustu línu ( síðan  það var stofnað 2003 j.b.) ef frá er talið að tengja nýjar virkjanir Landsvirkjunar við Búðarháls og við Þeistareyki. Og það er í rauninni alveg ótrúlegt miðað við hvað samfélagið hefur breyst og bara gamlar byggðalínur ganga úr sér".  

Hér hlýtur að vera eitthvað meiriháttar að í stjórnsýslu og vinnubrögðum Landsnets.

Landsnet er opinber þjónustustofnun í eigu almennings. 

Nánast hvarvetna þar sem Landsnet hefur komið að hafa vinnubrögð og framganga fyrirtækisins valdið deilum. Vinnubrögðin hafa verið talin oft ófagleg og einkennast af frekju og yfirgangi.

   Var stofnun þessa fyrirtækis óþörf á sínum tíma? Hefur það aðeins leitt til aukins kostnaðar og silkihúfupýramída í raforkumálum landsmanna?

Allavega gengur það ekki að þjónustufyrirtæki í almannaþágu veki hvarvetna upp deilur og ásakanir um léleg vinnubrögð.

Stjórnvöld hljóta að taka tilvist og stjórnsýslu Landsnets til fullkominnar endurskoðunar frá grunni.

 

Raforkuskortur, segir forstjóri Landsvirkjunar

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband