Hrafnseyrarræða Illuga

Það er hárrétt hjá Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra að hin umboðslausa ESB umsókn hefur fjötrað umræðuna um þróun samskipta og samtarfs Íslendinga og annarra þjóða utan ESB sem innan. Heimurinn er fyrir Ísland stærri en hinn lokaði klúbbur  27 Evrópusambandsríkja sem stefna að myndun eins sambandsríkis :

„Við Íslendingar verðum að horfa til þessa alls af mikilli alvöru. Við hófum aðildarviðræður við ESB á mjög veikum pólitískum grunni, með klofið þing og klofna ríkisstjórn. Viðræðurnar sigldu í strand á síðasta kjörtímabili og á síðasta þingi var lögð fram tillagan um formleg slit viðræðnanna, sem ekki tókst að afgreiða"., sagði ráðherra í ræðu sinni.

Umsóknin um aðild að ESb er stærsti pólitískur afleikur íslenskra stjórnvalda síðan við fengum fullveldi 1918 og mesta ógn við sjálfstæði þjóðarinnar.  Sem betur fer tókst að afstýra því að samið væri af sér í grundvallar sjálfstæðis og hagsmunum málum þjóðarinnar og samningsferlinu var siglt í strand.

En umræðan var hneppt í fjötra: 

"Því miður hefur umræðan um þessi mál setið föst, hún er í fjötrum þeirrar hugsunar að upplýst umræða geti ekki farið fram án þess að samningur liggi fyrir".

Til þess að losa um þá fjötra lagði  menntamálaráðherra áherslu á að ljúka því máli sem ríkisstjórnin hóf á Alþingi sl. vetur  með tillögu sinni um afturköllun þessarar umboðslausu ESB-umsóknar.

Illugi áttar sig á því að orð duga skammt, það eru verkin sem tala. 

Afturköllun umsóknarinnar 

Það er óþolandi staða að Ísland sé áfram umsóknarríki um aðild að ESB. Með umsóknina inni er umræðan "bundin í fjötra" eins og menntamálráðherra orðar það.

Núverandi umsókn getur ekki haldið áfram nema að Alþingi  breyti þeim fyrirvörum sem það hefur sjálft sett. Enginn þingmeirihluti er nú fyrir slíku sem betur fer.

 Þjóðin á að taka afstöðu fyrirfram um hvort hún vill afsala sér fullveldinu og ganga í Evrópusambandið og síðan er framhaldið, samningagerðin úrvinnsluatriði. Það er vitað hvað er í "pakkanum".

Vonandi er þess langt að bíða að komi meirihluti fyrir því á Alþingi að leggja þá spurningu fyrir þjóðina hvort hún vill afsala sér fullveldinu og ganga í Evrópusambandið.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband