Hvers vegna er Evrópustofu ekki lokað ?

Fyrir ári var því lýst yfir að Evrópustofu yrði lokað frá og með 1. júní 2014. Var sú ákvörðun tekin í kjölfar yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar  að viðræðum um aðild að ESB væri hætt og umsóknin yrði formlega dregin til baka.  Utanríkisráðherra var glaðbeittur og víghreifur í yfirlýsingum sínum og þjóðin dáðist að hugrekki og krafti  leiðtogans, sem myndi þvo snarlega burt  smánarblettinn sem umsóknin  svo sannarlega er.

Því miður hefur ríkisstjórnin enn heykst á að efna þau loforð sín. Og nú er upplýst að áróðursmiðstöð Evrópusambandsins, Evrópustofa muni starfa áfram næsta árið a.mk.

Í stað þess að loka hefur starfsemi Evrópustofu  færst aftur í aukanna og nú síðast með sérstöku  kynningarátaki  og áróðursferð um landið.

Eitt meginhlutverk Evrópustofu er samkvæmt eigin skilgreiningu:" vettvangur virkrar umræðu um aðildarumsókn Íslands að ESB, þróun sambandsins og framtíð".

Í hringferðinni um landið er boðið er upp á ókeypis kvikmyndasýningar sérstaklega fyrir börn og dreift merkjum ESB,   húfum   og borðum sem sérstaklega er ætlað fyrir börn.

Evrópustofa er rekin á ábyrgð erlends ríkjasambands og furðulegt ef hún færi leyfi til hópáróðurs meðal barna á Íslandi:

Í fréttatilkynningu frá Evrópustofu segir:

Í júnímánuði efna Evrópustofa og Bíó Paradís enn á ný til Evrópskrar kvikmyndahátíðar – en að þessu sinni verður boðið upp á brot af því besta í evrópskri kvikmyndagerð hringinn í kringum landið dagana 1.- 10. júní. Enginn aðgangseyrir verður á hátíðina“.

Hvar fékk áróðursstofnun ESB leyfi til þessa?.

Morgunblaðið tekur Evrópustofu  til umfjöllunar  í leiðara í dag:

"Þó að fyrri ríkisstjórn hafi gert hlé á aðlögunarviðræðunum við Evrópusambandið og núverandi ríkisstjórn hafi framlengt þetta hlé og hafi ekki í hyggju að vinna að áframhaldandi aðlögun, heldur áróðurinn fyrir aðild áfram. Eitt skýrasta dæmið um þetta er sú furðulega ákvörðun að framlengja starfsemi Evrópustofu um eitt ár, en starfseminni átti að ljúka í lok næsta mánaðar.

Evrópustofa hóf starfsemi hér á landi í tengslum við aðildarumsókn Íslands að ESB og er starfrækt í þeim tilgangi að bæta ímynd ESB í hugum Íslendinga og reyna að sannfæra Íslendinga um ágæti ESB og um ágæti aðildar Íslands að ESB. Þetta er með öðrum orðum áróðursskrifstofa.

Áróðurinn er margvíslegur. Fyrr í þessum mánuði stóð Evrópustofa til að mynda fyrir kvikmyndasýningum um allt land þar sem enginn aðgangseyrir var rukkaður en merkjum ESB haldið á lofti. Evrópustofa styrkir líka ýmiskonar starfsemi þeirra háskólamanna sem leggja baráttunni fyrir aðild Íslands að ESB lið og Evrópustofa stendur fyrir hátíðahöldum – vitaskuld einnig með ókeypis aðgangi – á þeim degi sem kalla má þjóðhátíðardag Evrópusambandsins.

Áframhaldandi starfsemi þessarar áróðursskrifstofu er hluti þess vanda að Ísland skuli enn vera umsóknarríki um aðild að Evrópusambandinu. Á meðan sú staða er uppi verður áróðrinum haldið gangandi, jafnt af Evrópustofu sem öðrum áhugasömum um inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Eina leiðin til að losna við þennan áróður er að Ísland losni úr þeirri stöðu.

 Landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins var skýr

Á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins 21.-24. febrúar 2013 í aðdraganda alþingiskosninga var hinsvegar ályktað mjög afdráttarlaust um að hætta aðlögunarviðræðum við ESB og loka Evrópustofu,  áróðursmiðstöð sambandsins hér á landi:  Orðrétt segir:"

„Landsfundurinn mótmælir íhlutun sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í stjórnmálaumræðu þjóðarinnar og telur óhæfu að stækkunardeild ESB haldi úti starfsemi hér þar sem lagst er á sveif með einu stjórnmálaafli gegn öðrum.  Evrópusambandinu verði gert að loka kynningarskrifstofu þess hér".

Stækkunardeild Evrópusambandsins rekur Evrópustofu en auk þess er Evrópusambandið með eigin sendinefnd og fjölmenna sendiskrifstofu sem að þeirra sögn hefur stöðu sendiráðs og sendiherra í samræmi við Vínarsáttmálann um réttindi og stöðu sendiráða og öll áróðursstarfsemi bönnuð.  

Hvenær ætlar ríkisstjórnin að standa við eigin orð og loka Evrópustofu og draga umsóknina til baka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband