"Grímulaust "

"Vandamálið er að allt of margir treysta því einfaldlega að fólkið í kringum viðkomandi sé ekki með vírus!"
 Athyglisverður pistill frá Snorra Sigurðssyni í Peking. 
"Það á að snúa þessu við og gera einfaldlega ráð fyrir því að allir geti verið virkir smitberar þangað til annað kemur í ljós."
 
Allir beri grímur 
"Enginn á að ganga út frá því að hvorki viðkomandi sjálf(ur) sé ekki með vírus né að sá/sú sem maður hittir sé ekki með vírus. Óttinn við að smitast er enn til staðar í Kína og t.d.
 
ef fólk notar ekki grímu, þá er litið á það sem mikla óvirðingu við náungann." 
 
Staðan þveröfug á Íslandi því miður 
"Ég held að staðan sé í raun þveröfug á Íslandi! Kolla og Tinna Rós fóru um daginn í Kringluna með grímur á sér og hanska og það var hreinlega horft á þær eins og viðundur – ekki af virðingu og þakklæti fyrir að þarna væru þær mögulega að koma í veg fyrir smit – ef önnur þeirra eða báðar hefðu nú fyrir slysni fengið vírus!
 
"Við eigum langt í land"
Ef þú sérð einstakling með grímu, vertu þá þakklát(ur) fyrir þá virðingu sem viðkomandi einstaklingur er að sýna þér og þínu umhverfi með því að mögulega leggja sitt af mörkum til að draga úr líkum á dreifingu á vírus. Við eigum langt í land..."
 
Lífið er smámsaman að færast í eðlilegt horf innan Kína en íbúar mjög á varðbergi.
Kona Snorra og dóttir eru á Íslandi og  fá ekki að koma til Kína að svo stöddu.
 
Pistilinn má lesa í heild sinni á fésbókarsíðu Snorra Sigurðssonar.

Loksins

"Frá og með morg­un­deg­in­um er Íslend­ing­um og öðrum með bú­setu á Íslandi sem koma til lands­ins skylt að fara í tveggja vikna sótt­kví án til­lits til hvaðan þeir eru að koma.".

Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hafa staðið sig frábærlega vel.  Kraftaverkafólk þar á ferð.

Að vinna "stríðið"

 Nú er að stöðva veiruna, skera á smitleiðir erlendis frá og innanlands og vinna "stríðið"


mbl.is Allir landsmenn í sóttkví við heimkomu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað dvelur ?.

Hversvegna eru óþarfa ferðir út og inn í landið ekki stöðvaðar eins og margar aðrar þjóðir nú gera. Innanlandssmitin eru að koma upp í tengslum við þessar óþarfa ferðir. Eftir hverju er beðið

Loka landinu

Þetta hefði mátt gera strax í upphafi veikinnar þegar séð var hvert stefndi. Öll þau sem fá að koma inn í landið  verði sett í tveggja vikna sóttkví eins og margar þjóðir gera nú..

Reiknikúnstir um hve mörg % munu sýkjast eða deyja eru út í bláinn. Að reyna að verðmeta þannig líf fólks eru engin rök í aðgerðum í svona alvarlegu máli

Landlæknir sagði við værum stríði

Ef vantar lagaheildir til að stöðva  þessar ferðir  þarf að útvega hana strax. Heilbrigðisráðherra er herstjórinn


Algjört ósamræmi

Flugvél er að koma frá Munchen með farþega sem voru á skíðum í Austurríki og Ítalíu og verður ekkert eftirlit með þeim við komuna til landsins

"Eng­inn sér­stak­ur viðbúnaður er hjá al­manna­vörn­um vegna farþega sem koma til lands­ins frá München í Þýskalandi. Þetta seg­ir Víðir Reyn­is­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá al­manna­vörn­um, aðspurður. Reglu­legt flug er á milli Kefla­vík­ur og München og er von á að hóp­ur fólks sem var á skíðum á Ítal­íu og Aust­ur­ríki komi til lands­ins á mánu­dag með vél þaðan. Mik­ill viðbúnaður var á Kefla­vík­ur­flug­velli í eft­ir­miðdag­inn er 80 manns komu til lands­ins frá Veróna á Ítal­íu" Mbl

Er nema von að fólki finnist ósamræmi í aðgerðum.


mbl.is Enginn viðbúnaður vegna flugs frá München
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott fordæmi hjá KS

Starfsmenn KS dvelji heima við í tvær vikur eftir heimkomu frá útlöndum

Mjólkursamlag KS. Mynd:ks.is
Mjólkursamlag KS. Mynd:ks.is

"Kaupfélag Skagfirðinga hefur beint þeim tilmælum til starfsmanna sinna sem koma frá útlöndum næstu tvær vikur að dvelja heima í hálfan mánuð eftir heimkomuna. Er þessi ákvörðun tekin í ljósi þess að Kaupfélagið er mjög stór aðili í matvælaframleiðslu á Íslandi. 

Í tilkynningu sem send var út í morgun eru allir þeir starfsmenn sem koma heim frá útlöndum dagana 6.-20. mars beðnir að halda sig heima og hvattir til að fylgja fyrirmælum landlæknis varðandi sóttkví. Í tilkynningunni segir að allir starfsmenn í sóttkví muni halda launum og ekki verði dregið frá veikindarétti þessar vikur.

„Kaupfélag Skagfirðinga er mjög stór matvælaframleiðandi á Íslandi. Verstu afleiðingarnar geta verið þær að það þurfi að koma til lokunar á einhverri starfstöð félagsins að ég tali nú ekki þeim öllum með því að þær séu settar í sóttkví. Það væri dýrt fyrir fyrirtækið og neytendur,“ sagði Magnús F. Jónsson, forstöðumaður Mjólkursamlags KS, í samtali við Feyki. „Það er ljóst að þessi vágestur mun ganga yfir á einhverjum tíma og því lengur sem við getum hindrað að það þurfi að loka framleiðslueiningu, því styttri er tíminn fram að því að þetta er gengið yfir.“

Magnús segir ákvörðunina, sem tekin var af æðstu stjórnendum félagsins, hafa fengið jákvæð viðbrögð. „Auðvitað koma ýmsar spurningar upp sem þarf að svara, taka tillit til og finna svör við jafn óðum og þær eru bornar upp. Í þessari ákvörðun felst ekki síst þau skilaboð til starfsfólks fyrirtækisins að það sé ekki að ferðast til útlanda nema nauðsyn beri til,“ segir Magnús. 

Starfsmenn eru hvattir til að hafa samband við Læknavaktina í síma 1700 eða síma Heilsugæslu fái þeir hita eða sýni einkenni frá öndunarfærum en mæta ekki óboðaðir á sjúkramóttökur. 

Þrátt fyrir að ákvörðun þessi snúi ekki síst að matvælafyrirtækjum kaupfélagssamstæðunnar ná tilmælin til allra starfsstöðva og samstarfsfyrirtækja Kaupfélagsins í Skagafirði, að því er segir í tilkynningunni."


Stöðvum Korónaveiruna

Vonandi er búið að stöðva alveg eða takmarka verulega  hópferðir til og frá landinu, ekki bara Ítalíu. Eru ekki fleiri svæði orðin undir í heiminum?.  Nú er verið  að taka á málum fullum þunga 

Taka þarf upp sjálfstætt og hert landamæraeftirlit á okkar forsendum sem eyþjóðar eins og nú er verið að gera.

Við þurfum að trúa á það að hægt sé að stöðva útbreiðslu  veirunnar í landinu og vinna samkvæmt því. Gott er að hafa skýra  stefnu í "langhlaupinu".


mbl.is Unnið að því að greina á þriðja tug sýna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilbrigðiseftirlitið og kórónaveiran

Hreinlæti, handþvottur, sprittun, hanskar og almenn þrif og aðgæsla eru mikilvæg til þess að hefta útbreiðslu sjúkdóma.

Almannavarnir og landlæknir leggja á þetta ríka áherslu til sóttvarna. Handþvottur og engin faðmlög eða kossaflens að óþörfu.

Reynsulsögur um sóttvarnir

Ég átti erindi  á nokkra staði í gærkveldi og varð raunar nokkuð forviða.

Kom í apótek og spurði hvort ekki væri sótthreinsibrúsi við dyrnar. Starfsfólkið hafði ekki heyrt á það minnst. Engar viðvörunarupplýsingar voru uppi um hreinlæti. 

Ég kom í anddyri og móttökusal á stóru alþjóðlegu hóteli. Hvergi var þar að sjá sótthreinsiflöskur eða leiðbeiningar og upplýsingar til fólks um  þess hluti.

Ég kom á matsölustað þar sem skammtað var á diska úr borði og sumir voru enn með berar hendur að fylla á.

Ég kom í kjötbúð og þar voru enn sumir starfsmenn hanskalausir og berhentir í hrámatnum að skammta.

Ég kom í búð þar sem allar vörur  voru settar með berum höndum yfir strikamerkinguna við afgreiðsluborðið.

Heinlæti og aftur hreinlæti er talið einna mikilvægast til að hefta útbreiðslu hverskonar smits.

Annarsstaðar sem ég átti erindi virtust hlutirnir í góðu lagi.

Erfitt er að gera sér grein fyrir eða vita hvað er raunhæft og rétt að gera í þessum efnum. En til umhugsunar.

Ég heyrði á tal nokkurra ungra vaskra manna sem gerðu hálfgert grín að kórónaveirunni og að þetta væri nú bara smávegis kvef sem ætti ekki að vera gera svo mikið úr.

Viðurkenni alveg að hreinlæti er ekki alltaf mín sterkasta hlið og einfaldara að sjá flísina í augum annarra og ganga sjálfur með hanska og sprittbrúsa í vasanum ef hann fæst .

Nú þarf samstöðu allra

Getur Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga ekki komið þarna sterkar inn. Er það ekki þess  að fylgjast með og setja reglur, upplýsa og ráðleggja í þessum efnum?

 


Samstaðan gegn "kórónuveikinni"

" Haldið ró ykkar, veikin herjar fyrst og fremst á gamalt fólk og þá sem eru sjúkir eða veiklaðir". Mikil huggun fyrir okkur sem eldri erum.

Kórónaveiran og útbreiðsla hennar virðist alvarleg ógn fyrir samfélög heimsins. Íslensk stjórnvöld virðast nú vera að átta sig á alvöru málsins. 

Virkjum eigin landamæravörslu

En þó hefur enn ekki verið tekin upp raunveruleg landamærarvarsla og takmörkun á ferðum fólks til og frá sýktum og áhættu svæðum erlendis.

Markmiðið átti frá upphafi að verja landið. Stefna stjórnvalda í þeim efnum mætti vera mun skýrari.

Komi veiran til landsins á að grípa til allra aðgerða sem fært er til þess að kveða hana niður  og hefta útbreiðslu veikinnar hér innanlands. Undirbúa að takast á við hjúkrun þeirra sem sýkjast. Það verk er nú hafið á fullu. 

Talnaleikfimin

Mikil talnaleikfimi er uppi í umræðunni hjá almannavörnum og stjórnvöldum einstakra þjóða heimsins. Veifað er prósentu tölum um veikindi og dauðsföll innan einstakra aldurshópa, aldraðra, veikra og annarra með skerta mótstöðu. 

Maður fær á tilfinninguna að þetta sé nú ekki svo alvarlegt því dauðsföllin séu aðallega hjá sjúku fólki og þeim sem eru yfir sjötugt osfrv. 

Að sjálfssögðu gerum við sem erum yfir sjötugt okkur grein fyrir að við höfum minna mótstöðuafl gegn sjúkdómum en þau sem yngri eru.

Mér finnst samt skrýtið að ekki skuli beitt formlegum takmörkunum á hópferðum til fyrirfram sýktra svæða erlendis og íslensk landamæravarsla virkjuð. 

Látið er að því liggja að það sé á ábyrgð þeirra einstaklinga sem taka þá persónulegu áhættu að fara í þessar hópferðir m.a. inn á sýkt svæði.   

En þetta fólk kemur aftur til landins og þá eru þessar ferðir ekki lengur einkamál þeirra. Heimkomið eru allir  aðrir undir, vinnufélagarnir, öll félagsleg samskipti, börnin í skólunum, en líka þeir sem eru aldraðir og með skert ónæmiskerfi. Ábyrgðin er svo sett á Almannavarnir, sóttvarna og heilbrigðiseftirlit sem vantar mannskap til að svara í símann 

Almannavernd ríkislögreglustjóra  

 "Al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra lýs­ir yfir áhyggj­um vegna yf­ir­stand­andi verk­falla sem nú eru í gangi og seg­ir þær aðgerðir geta haft áhrif á viðkvæm­ustu hópa sam­fé­lags­ins eins og fólk á hjúkr­un­ar­heim­il­um. Þá geti tak­mörkuð sorp­hirða jafn­framt dregið úr áhrifa­mætti sótt­varnaaðgerða".

Efling hefur orðið við þessari beiðni 

Gætu Almannavarnir ekki beitt sér með sama hætti gangvart takmörkun á hópferðum til fyrirfram vitað sýktra svæða erlendis og hert á eigin landamæraeftirliti um ferðir til og frá landinu.   

Við viljum samstöðu þjóðarinnar líka gagnvart skipulögðu óþarfa áhættuspili.  


mbl.is Almannavarnir lýsa áhyggjum af verkfallsaðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband