Orkutilskipun ESB - Afsal á auðlindum

Utanríkisráðherra tilkynnti að ríkisstjórnin hyggðist fallast á kröfur ESB og afhenda þeim yfirráð og stjórnun orkumála á Íslandi.

 "Íslenskt ákvæði" og ESB ! !

Reyndar átti að samþykkja  með sýndar fyrirvara til að líta betur út inanlands, "íslenskt ákvæði": Þegar kæmi krafan um útflutning rafmagns um sæstreng  bauð hann að Alþingi myndi fjalla sérstaklega um það.

Svo vel þekki ég til í samningum við ESB frá minni ráðherratíð  að þar eru engir raunverlulegir fyrirvarar eða undanþágur til í orðabók ESB.  

Slíkt er blekking og það veit utanríkisráðherra mæta vel. 

Hráakjötið og ESB

Nægir að minnast innleiðingu Matvælalöggjafar ESB þar sem Alþingi Íslendinga taldi sér heimilt að setja  inn "Íslenskt ákvæði" til verndar hreinleika og heilsu íslensks búfjár og  standa vörð um hollustu innlendra matvæla.

En sá fyrirvari var samþykktur á Alþingi 2009 samhljóða, án mótatkvæða. 

Nú virðist það vera hlutskipti Alþingis að stimpla niðurstöðu kærudóms ESB og samþykkja umrætt undanþáguákvæði samkvæmt skipun frá ESB. 

Hafna ber orkupakka ESB

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að leggja fyrir Alþingi þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Tillagan inniheldur fyrirvara um að sá hluti er snýr að flutningi raforku yfir landamæri komi ekki til framkvæmda nema með aðkomu Alþingis á nýjan leik. Leggja til orkupakka með fyrirvara

Við getum sett okkar eigin lög um einhver þau ákvæði sem þar stendur og eru til bóta  en undanþágur og fyrirvari er alvarleg sjálfsblekking.

"Karlaveldið í ESB"

Og Karlveldið í ESB kann að taka á móti kvenforsætisráðherrum. 

Samkvæmt fréttum  Ríkisútvarpsins  fengu forsætisráðherrar Íslands og Bretlands ólíkar viðtökur í Brüssel í gær.

Bretar standa í miklum hremmingum að ná fullveldi sínu til baka frá ESB og Theresa May stendur í ströngu við karlaveldið í Brüssel.

 "Katrín kysst og knúsuð á leiðtogafundi ESB

 "Minna hlegið á blaðamannafundi May " 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands  kemur með skilaboð utanríkisráðherra og iðnaðarráðherra um að þau vilji innleiða Orkupakka ESB númer 3 og afhenda þar með yfirráð orkumála Íslendinga til Brüssel.

Auðvitað gleðjast allir "Junkerarnir" og "Tuskarnir" og "Macronarnir"  í Brüssel.

Þetta með hráakjötið og barátta Íslendinga fyrir því að varðveita einstök íslensk  búfjárkyn og hollustu innlendra matvæla er svona auka atriði!

Katrín hefur sterka stöðu sem hún þarf að beita

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur bæði pólitískan styrk og stöðu til að hafna alfarið Orkupakka 3 og gera utanríkisráðherra, Guðlaug Þór Þórðarson afturreka með sína ESB þóknun og undirlægju.

Katrín hefur stöðu til að  afneita kröfum ESB um innflutning á hráu ófrosnu kjöti. Þar með yrði stuðlað að vernd íslenskra búfjárins og hollustu innlendrar matvælaframleiðslu.

Eins og oft áður: " Vilji er allt sem þarf".  

 


"Árinni kennir illur ræðari"

 
Traust til Alþingis og Borgarstjórnar Reykjavíkur hrynur. 
 
Hver mun þar kenna öðrum um í stað þess að líta af hógværð í eigin barm

"Traust til Alþingis hefur hrunið niður að und­an­förnu og er nú um 18 pró­sent þjóð­ar­innar sem treystir því. Það er um 11 pró­sentu­stigum minna en þegar þjóð­ar­púls Gallup mældi það síð­ast. 

Frá þessu greindi RÚV í kvöld.

Banka­kerfið mælist með 20 pró­sent traust, og hefur und­an­farin ára­tug verið í neðsta sæt­inu, en er nú í þriðja neðsta sæti. Minnst er traustið til borg­ar­stjórnar Reykja­víkur og Alþing­is. Borg­ar­stjórn með 16 pró­sent og Alþingi 18, eins og fyrr seg­ir".

Alþingi og Borgarstjórn Reykjavíkur njóta minnst trausts almennings, sem eru alvarleg skilaboð til þeirra sem þar stýra ferð.

Nú þarf hver að líta í eigin barm en ekki stöðugt horfa til þóftunautar síns og kenna honum um eins og við munum þó vafalaust verða vitni að,  því miður.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband