Staða barns við andlát foreldris

Mælt hefur verið fyrir frumvarpi á alþingi sem kveður á um rétt barna og frumkvæðisskyldur velferðarþjónustunnar gagnvart þeim, þegar foreldri eða annar mjög nákominn andast eða er haldið langvinnum og jafnvel banvænum sjúkdómi: Hægt er að nálgast frumvarpið á slóðinni:

Réttur barna sem aðstandendur"

 https://www.althingi.is/altext/149/s/0273.html...

 Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Vilhjálmur Árnason alþm. en meðflutningsmenn eru nánast úr öllum flokkum á alþingi og nýtur frumvarpið víðtæks stuðnings. 

Undanfarin ár hef ég, persónulega hvatt til rannsókna á stöðu barna við andlát foreldris og  hvernig mætti breyta lögum og verkferlum til að styrkja stöðu þeirra og sjálfstæðan rétt til þjónustu og utanumhalds við stóráföll sem andlát foreldris er. 

Málefnið naut frá upphafi öflugs stuðnings Ólafar Nordal þ.v. innanríkisráðherra, en hún lést því miður fyrir  tveim árum frá börnum sínum og eiginmanni. En stuðningur hennar og hvatning á stóran þátt í að mál barna sem missa foreldri sitt er komið þetta langt á dagskrá með umræddu frumvarpi.

Ég fagna því mjög þessu frumvarpi sem er einn liður í því að treysta rétt og velferð barnanna á þeirra eigin forsendum við stóráföll í lífi þeirra. Er mér ljúft að fylgja efni þess að nokkru eftir með fáeinum orðum.

Mikil vakning er nú í samfélaginu um að styrkja stöðu og velferð þessara barna og er frumvarpið einn liður í þeirri ferð  

Það er óafturkræft áfall fyrir barn, þegar foreldri þess andast og gjörbreytir tilveru þess og stöðu í lífinu.

Talið er að milli 70 og 90 börn missi foreldri sitt á ári hérlendis en verið er að afla óyggjandi talna um þann fjölda. 

Rannsóknir hafa sýnt að það skiptir miklu máli fyrir  sjálfsmynd barnsins, þroska og velgengni á öllum æviskeiðum að haldið sé vel utan um það við slík stóráföll og því veittur stuðningur og öryggi allt til fullorðinsaldurs.

Eftirlifandi foreldri og aðrir nánir aðstandendur leggja mikið á sig fyrir barnið, en þau þurfa sjálf einnig  á öllum persónulegum stuðningi að halda.

Á undanförnum 4 árum hafa verið gerðar rannsóknir og úttekt  á stöðu barna þegar andlát foreldris ber að, hvernig utan um þau er haldið og hvort þeim sé tryggður eigin réttur til stuðnings og sorgarmeðferðar á barnskeiðinu til fullorðinsára eins og það þarf.

Dr. Sigrún Júlíusdóttir prófessor og forstöðumaður Rannsóknastofnunar í barna- og fjölskylduvernd hefur stýrt þessum rannsóknum af miklum metnaði ásamt fjölmörgum öðrum vísindamönnum og fagfólki í heilbrigðis- og velferðargeiranum.

Rannsóknaniðurstöðurnar hafa verið gefnar út í skýrsluformi og  byggir umrætt lagafrumvarp m.a. á niðurstöðum þeirra. Einnig eru sóttar fyrirmyndir í það sem gert er í nágrannalöndum okkar.

Rannsóknirnar leiða í ljós miklar brotalamir á utanumhaldi og stuðningi við börn í þessum aðstæðum hér á landi. Engir skipulegir verkferlar eru til staðar gagnvart börnum við andlát foreldris. Lögverndun  á rétti og þjónustu þessara barna er mjög veik svo og skyldur starfsfólks og stofnana sem að þeim eiga að koma. 

Það sem er gert við þessar sérstöku aðstæður barna hvílir að stórum hluta á framtaki einstaklinga í heilbrigðis- og velferðarþjónustunni, aðstandendum barnsins og presta. Er þar margt vel unnið.

Rannsóknirnar sýna einnig mikilvægi þess að virkja stórfjölskyldu barnsins, ekki aðeins meðan á veikindum stendur eða við andlátið, heldur einnig og ekki síður árin eftir andlát allt til fullorðinsára. Er það mikilvægur þáttur í sorgarúrvinnslu barns.

Það gildir ekki hvað síst um fjölskyldu hins látna foreldris, ömmur og afa, systkini hins látna og aðra nána sem skipta miklu máli fyrir þroska og sjálfsmynd barnsins. 

Rannsóknir dr. Sigrúnar sýna einnig að í alltof mörgum tilfellum hverfur fjölskylda látins foreldris út úr  daglegri tilveru barnsins innan fárra ára, ef ekki eru ræktuð bein, virk tengsl, samskipti og upplýsingagjöf.

 Rannsóknir dr. Sigrúnar benda einnig til þess að það þurfi  mun ákveðnari lagaramma, en nú er við andlát foreldris til þess að tryggja virkan frumrétt barnsins til fjölskyldu sinnar og uppruna þar með talið fjölskyldu hins látna foreldris.

  Krafa er því gerð í frumvarpinu um að hugað sé strax að grunnskipulagi og varðveislu virkra tengsla innan fjölskyldunnar við barnið  allt frá andláti foreldris til fullorðinsára barnsins. 

Þessu frumvarpi er ætlað að treysta eigin rétt barnsins við andlát foreldris og árétta frumkvæðisskyldur gagnvart því.

Jafnframt er kveðið á um formlega verkferla sem ber að stilla saman og fylgja eftir gangvart börnum  þegar langvarandi veikindi eða andlát foreldris ber að höndum.

Frumvæðisskyldan er fyrst hjá lækninum, heilbrigðisþjónustunni  sem sér um og fylgir barninu eftir ásamt skólunum og félagsþjónustunni. Er hér stuðst við skipulag heilbrigðis- og velferðarþjónustu við þessar aðstæður barna í nágrannalöndum okkar.   

Flutningsmönnum frumvarpsins og öllum þeim sem hafa komið að undirbúningi og samningi þess eru færðar þakkir.

 Vonandi fær þetta frumvarp vandaða og góða meðferð og verður afgreitt sem lög fyrir lok vorþings í ár.

  

 


Vegagerð að Bakka 5 milljarðar á ríkissjóð

Talið er að jarðgöng og vegagerð að kisilverinun á Bakka við Húsavík muni kosta ríkissjóð allt að 5 milljörðum króna og fari nær 20% fram úr kostnaðaráætlun. Er þetta vegur að einni verksmiðju, einum kolabrennslu vinnustað og er ekki ætlaður almennri umferð, enda var hann aldrei á neinni samgönguáætlun

Svo eru menn að velta fyrir sér og fjargviðrast yfir kostnaði vegna vegalagningu  á Vestfjörðum og Ströndum.

Varanlegur vegur um Barmahlíð í Reykhólasveit myndi hleypa upp allri samgönguáætlun, jarðgöng undir Klettsháls, jarðgöng milli Súðavíkur og Ísafjarðar er eitthvað sem engin má nefna í náinnu framtíð. Umræðan er hvorki sanngjörn né sannfærandi


mbl.is Bakki kostaði ríkið 4,2 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband