Katrín taki yfir samningana við ljósmæður

Löngu er  ljóst að  fjármálaráðherra  ræður ekki við samninga og samskiptin við ljósmæður. Þar virðist komin upp þrákelknisleg störukeppni af hálfu samninganefndar ríkisins sem algjör raun er að horfa á. („Engin lausn í sjónmáli“ )

Fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson hefur borið samningsábyrgðina fyrir hönd ríkisins gagnvart ljósmæðrum án nokkurs sýnilegs árangurs og neikvæðan ef eitthvað. Uppsagnir ljóðsmæðra halda  áfram. Það er komið neyðarástand sen verður að takast á við af alvöru.

Ábyrgðin er nú forsætisráðherrans

Forsætisráðherra, Katrín Jakopsdóttir verður að sýna þann myndugleik og ábyrgð að taka samskiptin við ljósmæður af fjármálaráðherranum, en til þess hefur hún fulla heimild til innan ríkisstjórnar.

Hún getur falið ábyrgðina öðrum ráðherra eða farið með hana sjálf.

Neyðarástand sem verður að leysa úr

Ljósmæður hafa verið kjarasamningslausar í fleiri misseri og nú blasir neyðarástand við. Barnshafandi konur búa við aukna óvissu og öryggisleysi.

Landsmenn krefjast þess að samningamálin víð ljósmæður verði tekin úr þessari þrákelknislegu störukeppni stjórnvalda og   sett í jákvæðan og trúverðugan farveg sem skili árangri. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband