Mánudagur, 14. maí 2018
Fjöldamorð á Gaza
Tugir óvopnaðra Palestínumanna hafa ferið felldir af Ísraelsher og þúsundir borgara særst Hvað gerir alþjóðasamfélagið? Hvað gerir ríkisstjórn Íslands.
Eiga Ísraelsmenn að komast upp með að fremja fjöldmorð á Palestínumönnum án þess að nokkur hreyfi legg né lið?
![]() |
Blóðbað á Gaza |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 14. apríl 2018
Að ausa fé í Brüsselskrifstofu !
Svo fáráanlegt sem það er stefnir ríkisstjórnin á að stórauka fjármagn og mannafla til sendiráðsskrifstofunnar hjá ESB og EES í Brüssel. Væri ekki nær að segja upp EES samningum og setja kraftinn í tvíhliðasamninga í stað þess að púkka upp á löngu trénaðan ESB/ EES samning
![]() |
Sendiráðið í Brussel verður styrkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 5. mars 2018
Rislítil ræða landbúnaðarráðherra á Búnaðarþingi
Búnaðarþing var sett víð hátíðlega athöfn í Súlnasal Hótel Sögu í morgun. Kjarkleysi landbúnaðarráðherra gagnvart kröfum ESB olli miklum vonbrigðum
Formaður Bændasamtakanna, Sindri Sigurgeirsson flutti kraftmikla ræðu þar sem lögð var áhersla á mikilvægi íslensks landbúnaðar hollustu matvæla og nýtingu og verndun náttúrulegrar landgæða og traustrar búsetu um allt land.
Stjórn Bændasamtakanna hafði sent landbúnaðarráðherra skriflegar spurningar um hver væri afstaða hans til krafna ESB um innflutning á hráum ófrosnum kjötvörum og afléttingu tollverndar. Hvoru tveggja mun veita ESB ríkjum heimild til hömlulítils innflutnings á landbúnðarvörum til landsins, sem þó væru framleiddar hér á landi á umhverfisvænan og heilbrigðan hátt.
Vildi formaður Bændasamtakanna að stjórnvöld tækju upp beinar viðræður við pólitíska forystu ESB til þess að tilkynna og treysta þennan fullveldisrétt Íslands og að Alþingi réði ferð í matvæla- og fæðuöryggi þjóðarinnar. Mikilvægt væri að við hefðum sjálf vald til að geta verndað einstæð eigin búfjárkyn okkar gegn framandi erlendum sjúkdómum.
Ræða ráðherra Kristjáns Þórs Júlíussonar olli miklum vonbrigðum. En þar var því lýst yfir að hann hygðist leggja fyrir Alþingi tillögur til breytinga á matvælalöggjöfinni þar sem fallist væri á allar kröfur Evrópusambandsins um frjálsan innflutningu á hráum ófrosnum kjöyvörum og ógerilsneyddri mjólk og hráum eggjum.
Lítt myndi ráðherra reyna að sporna gegn óheftum innflutningi á landbúnaðarvörum til landsins með tollvernd eins og þó flestar aðrar þjóðir gera.
Undirgefni ráðherra gagnvart kröfum ESB og framsal á fullveldisrétti Íslendinga til að ráða sínum eigin málum sem varða sjálfsákvörðunarrétt var hreint ótrúleg.
Ég trúi því ekki að það verði framlag ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur til afmælishátíðar 100 ára fullveldis þjóðarinnar að framselja til ESB valdið til að ákveða um fæðu og matvælaöryggi Íslands.
Það var athyglisvert að Meri Remes, fulltrúi finnsku Bændasamtakanna sem ávarpaði þingið hvatti bændur og stjórnvöld til að standa fast á fullveldisréttinum í hráakjötsmálinu. Flutti hún mál sitt á fallegri íslensku
Meri Remes minnti jafnramt á að það gæti blásið kalt um fæturna í þeirri baráttu og afhenti hún þykka finnska ullarsokka til að klæðast í stríðinu sem framundan væri í þessum efnum.
Var ólíkt að heyra til hennar í hvatningu til íslenskra bænda en landbúnaðarráðherra ríkisstjórnarinnar sem virtist hafa það eitt til að leggjast marflatur fyrir kröfum ESB.
Var mér hugsað til Haraldar Benediktssonar fyrrverandi formanns Bændsamtakanna, en við stóðum þétt saman og höfnuðum þessum kröfum ESB, þegar ég var ráðherra og hann formaður samtakanna.
Haraldur sem 1. þingmaður Norðvesturkjördæmis gegnir nú lykilsstöðu á Alþingi og allir unnendur íslensks landbúnaðar hljóta að horfa m.a. til hans eftir þessa ótrúlegu ræðu flokksbróður hans
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 21. febrúar 2018
Barnasáttmálinn og velferð barna
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er ein merkasta samþykkt sem alþjóðasamfélagið hefur sett sér.
Sáttmálinn kveður á um fortakslausan og sjálfstæðan rétt barns sem einstaklings til skilgreindra eigin mannréttinda og verndar sem hverju samfélagi ber skylda til uppfylla og standa vörð um. Alþingi Íslendinga samþykkti Barnasáttmálann fyrir sitt leyti 2013 og verulegur hluti hans hefur þegar verið leiddur í íslensk lög og framkvæmd, þótt enn megi gera miklu betur á ýmsum sviðum hans.
Til framtíðar
Barnasáttmálinn vísar veginn til framtíðar en sum lönd og samfélagshópar eru tregari en aðrir til að mæta strax öllum kröfum hans. Þannig er það því miður oft hjá einstaklingum og hópum sem ekki geta varið eða sótt sjálft rétt sinn og í þessu tilviki eru það börnin.
Velferð og þarfir barna eru forgangsmál
Það er forgangsmál að treysta réttarstöðu og bæta þjónustu við börn m.a. á sviði heilbrigðisþjónustu, sálgæslu, mannúðar mennta,- og félagsþjónustu svo dæmi séu nefnd. Erfið staða margra barna og unglinga í dag er hrópandinn í íslensku samfélagi og ber þar margt til.
Fyrsta boðorð í þeim efnum er að virða mannréttindi þeirra sem einstaklinga, þarfir og velferð. Það er síðan samfélagsins að uppfylla skyldur sínar við börnin, mæta þörfum þeirra og tryggja velferð og þroska hvers og eins.
Umboðsmaður barna
Frumvarp til laga sem kveður á um að banna umskurð drengja liggur nú fyrir alþingi.
Umboðsmaður barna hefur sent frá sér álit um málið en þar segir:
" Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna sem samþykktur var á Íslandi 2013 er nokkuð afdráttarlaus þegar kemur að réttindum barna gagnvart slíkri aðgerð ". ( Umboðsmaður barna á Íslandi styður umskurðarfrumvarpið )
Undir þessi sjónarmið umboðsmanns barna er tekið heilshugar.
Sjálfsagt er að kanna hvort ekki séu nú þegar fyrir hendi bein ákvæði í íslenskum lögum sem tryggja réttarstöðu barns í þessum efnum og sem gæti þurft að skýra og virkja betur.
Tryggja þarf réttarstöðu barna með lögum
Einnig má velta fyrir sér hvort lagaákvæði sem tryggja sjálfstæða réttarstöðu barna eigi betur heima t.d. í barnalögum eða lögum um heilbrigðisþjónustu, en þar má taka á mannréttindum barns og skyldum samfélagsins gagnvart því með heildstæðum og afdráttarlausum hætti
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 11. desember 2017
Velferð barna forgangsmál
Gott hjá Ásmundi Einari Daðasyni nýjum félagsmálaráðherra að setja börnin í forgrunn. Velferð barna og unglinga, þarfir þeirra, og utanumhald er brýnt að taka á og styrkja.
Þetta eru góðar áherslur sem koma fram í viðtali við nýja félagsmálaráðherrann. Ásmundi Einari er óskað velfarnaðar í starfi.
![]() |
Velferð alls samfélagsins í húfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.12.2017 kl. 09:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 4. desember 2017
Guðmundur Ingi - "Ráðherra náttúru landsins"
"Ég verð að sjálfsögðu umhverfisráðherra allra landsmanna en kannski fyrst og fremst náttúru landsins" sagði nýr umhverfisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson í viðtali við ( Rúv. 03.12. Verður fyrst og fremst ráðherra náttúrunnar )
Náttúruvernd og umhverfismál hafa oft lent á hliðarlínunni í pólitískum ákvarðanatökum á undanförnum árum. Virðing fyrir náttúrunni og framtíðarsýn hefur oft verið takmörkuð og lotið í lægra haldi fyrir skammatíma gróðasjónarmiðum. Það er gott að náttúran hafi fengið góðan talsmann í ríkisstjórn
Óheppinn formaður Vestfjarðarstofu
Það var dapurt að heyra nýjan formann Vestfjarðarstofu á Ísafirði hnjóða í umhverfisráðherrann fyrir fram og draga trúverðugleika hans í efa. ( Hefur áhyggjur af nýjum umhverfisráðherra. Rúv 03.12.)
Vafasamt er í hvers umboði formaður Vestfjarðarstofu getur látið slík orð falla í garð ráðherrans, en það er alveg klárt að hann er hvorki að styrkja ímynd Vestfjarða né gera umræðunni gagn með þeim.
Einstæð náttúra Vestfjarða
Vestfirðir státa af einum dýrustu náttúruperlum landsins og einstæðu lífríki sem við öllum berum okkar ábyrgð á. Að sjálfsögðu er byggðin og búsetan hluti af þeirri heildar mynd allri.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 24. nóvember 2017
Að standa í lappirnar á þjóðrétti Íslendinga
Það vantar pólitíska forystu í landbúnaðarráðuneytið til að fara með hagsmuni og ábyrgð Íslands á alþjóðavettvangi.
Nýfallin er dómur Eftirlitsstofnunar Efta um að við þurfum að fara að viðskiftakröfum ESB og heimila innflutning á hráum ófrosnum kjötvörum og öðru hrámeti úr í landbúnaðarafurðum.
Viðbrögð ráðuneytisins var að bugta sig og beygja fyrir þessu erlenda valdboði með ráðherrann þar í fararbroddi.
EES samningurinn hefði aldrei verið samþykktur á Alþingi ef landbúnaður, fiskveiðar og matvæla- og dýraheilbrigði hefði ekki verið þar undanskilinn.
Vissulega var þessi innflutningur á hráu ófrosnu kjöti ein af kröfum Evrópusambandsins fyrir inngöngu Íslands í Sambandið.
Undir það voru margir ESB aðildarsinnar reiðubúnir að gangast.
Það þarf ekki að koma á óvart að einn harðasti ESB sinninn í ríkisstjórn skuli sem landbúnaðarráðherra fagna þessum Eftadómi og útvíkka áhrif hans sem mest.
Staðreyndin er hinsvegar sú, að Ísland er ekki aðili að stefnu ESB í landbúnaðarmálum og því hefur dómurinn ekki lögsögu yfir stefnu og aðgerðum íslenskra stjórnvalda í þeim málaflokki, né heldur byggða og búsetu málum.
Enn fremur er kveðið á um í 13. grein EES samningsins að aðildarríki geti gripið til aðgerða "til verndar heilsu manna og dýra" í sinu heimalandi.
Ísland er fullvalda ríki og hlýtur sjálft að meta til hverra aðgerða það telur nauðsynlegt að grípa til í því skini.
Efta dómstóllin kvað upp úrskurð sinn á hreinum tæknilegum, viðskiptalegum forsendum eins og um væri að ræða iðnaðarvöru í alþjóðlegri samkeppni.
Það er svo sem eðlilegt því hann hefur ekki lögsögu í málum sem varða fullveldisákvarðanir Íslendinga eða málum sem ekki heyra á neinn hátt undir dóminn.
Það sést best á að hann forðast að taka afstöðu til 13. greinar EES samningsins um sjálfstæðan rétt þjóða til grípa til aðgerða "til verndar heilsu manna og dýra".
Við erum líka aðilar að alþjóðlegum samningum um verndun einstæðra búfjártegunda og dýra afbrigða sem gætu verið í útrýmingarhættu. Það gildir einnig um byggð og búsetu og verndun menningar á dreifbýlum svæðum Þannig má áfram telja. Það er á ábyrgð hverrar þjóðar að axla þar ábyrgð á eigin forsendum.
Það er því í sjálfu sér fagnaðarefni að Efta-dómurinn skuli ekki fara inn á svið sem hann hefur enga lögsögu yfir.
Lögin voru sett á Alþingi Íslendinga 2009 við innleiðingu matvælalögjafar ESB.
Þar var kveðið á um að viðhalda banni á innflutningi á hráum kjötvörum, mjólk og eggjum.
Lögin vöru samþykkt mótatkvæðalaust.
Þau lög standa þar til og ef Alþingi breytir þeim.
Til þess að svo verði gert þarf meiri og aðrar röksemdir en dóm Efta dómstólsins varðandi viðskipti með almennar framleiðslu- og iðnaðarvörum.
Íslensk stjórnvöld þurfa að standa fast í þessu máli, ákveðið og pólitískt og allsekki gefa neinar væntingar um að því verði breytt.
Ég efast um að nokkrir raunverulegir pólitískir valdsmenn í Brüssel hafi sannar hugmyndir um þetta mál.
Heldur séu það eingöngu lægra settir embættismenn landanna sem "lifa og hrærast í skriffinsku kerfinu" drifin áfram af íslenskum innflutningsfyrirtækjum sem sjá sér mikla gróðavon í að rústa innlendu dýraheilbrgigði og íslenskum búfjárkynjum og þar með innlendri matvælaframleiðslu og búsetumynstri.
Ég get nefnt dæmi sem tekist var á um í minni ráðherra tíð þegar setja átti bann á útflutning á saltfiski frá Íslandi til ESB landa.
Þá var setttur pólitískur starfshópur undir forystu Atla Gíslasonar alþingismanss og hæstaréttarlögmanns og rætt beint við pólitíska ráðamenn í Brüssel. Og eftir nokkra fundi fékkst bannið féllt niður.
Þetta mál um bann við innflutningi á hráu kjöti þarf öfluga pólitiska forystu sem hefur bæði sjálfstraust og styrk til að taka það út úr embættiskerfinu og verja og sækja pólitiskt á grundvelli fullveldisréttar Íslendinga.
Þeim sjónarmiðum þarf að koma beint og milliliðalaust til æðstu valdamanna ESB.
Ef það gengur ekki þá þarf krefjast endurskoðunar á EES samningnum ef þurfa þykir.
Það ætti þó ekki að vera nauðsynlegt til þess að tryggja okkar eigin fullveldisrétt sem við ráðum sjálf sem þjóð eins og í þessu máli.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 1. nóvember 2017
Náttúruvernd og umhverfismál ?
Það vakti athygli hve náttúruvernd og umhverfismál fengu lágan sess í áherslum flokkanna við síðustu alþingiskosningar.
Gjarnan var frekar veist að þeim frambjóðendum sem héldu þeim áherslum á lofti.
Sumir rugluðu saman aukinni skattheimtu og hugsjónum náttúruverndar.
Sérstöðu hafði þó Björt framtíð með umhverfisráðherrann Björt Ólafsdóttur í fararbroddi. En þau héldu best fána umhverfisins á lofti og því að náttúran skyldi njóta vafans í verkum mannanna.
Svo sannarlega er hægt að hrósa Björt fyrir frammistöðuna og áræðnina sem hún sýndi í þágu náttúrunnar á stuttum ferli sínum sem ráðherra.
Nú hefur Björt framtíð þurrkast út af þingi og mörgum unnendum fjölbreyttar íslenskrar náttúru er órótt um að söm verði örlög hugsjóna náttúruverndar í störfum nýkjörins alþingis.
Vonandi að svo verði ekki, en þá þurfa þingmenn heldur betur að taka sig á.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.11.2017 kl. 09:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 26. október 2017
Gefum Katrínu Jakobsdóttur tækifæri
Stærsti flokkurinn fær trúlega fyrstur stjórnarmyndunarumboðið eftir kosningar. Bjarni Benediktsson mun reyna stjórnarmyndun með Samfylkingu, Framsóknarflokkunum báðum sem væntanlega sameinast eftir kosningar og Viðreisn. Bjarni Benediktsson hefur þegar klúðrað tveimur ríkisstjórnum. Nú er komið að Katrínu Jakobsdóttur að fá keflið. Það verða kjósendur að gera á kjördag
Miðvikudagur, 25. október 2017
Strandveiðarnar
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn lögðust hart gegn strandveiðunum á þingi.
Strandveiðarnar brutu leið gegnum kvótakerfið og opnuðu fyrir smærri báta til veiða frá minni sjávarbyggðum vítt og breitt um landið. Lögin um strandveiðar voru samþykkt á alþingi 19. júní 2009 og fyrsta strandveiðileyfið var gefið út við mikinn fögnuð.
Ætlun mín sem sjávarútvegsráðherra var að halda áfram og stórauka hlut strandveiðiflotans.
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn lögðust harkalega gegn strandveiðilögunum á þingi og framtíð þeirra verður í óvissu undir stjórn þessara flokka, sem vilja strandveiðarnar feigar. Því fékk ég að kynnst sjálfur.
Strandveiðarnar hleyptu nýju lífi í minni sjávarbyggðir og væri betra ef þeim hefði verið fylgt eftir eins og hugur minn stóð til.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2017 kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)