Miðvikudagur, 25. mars 2009
Öflugur Landsfundur Vinstri grænna.
Það urðu öllu félagshyggju fólki mikil vonbrigði þegar Samfylkingin gekk beint í faðm Sjálfstæðisflokksins eftir síðustu kosningar. En nú er 18 ára samfelldum stjórnartíma Sjálfstæðisflokksins lokið og er það einlæg ósk þjóðinni til handa að sá flokkur standi utan stjórnar a.m.k. næstu 18 árin.
Gjaldþrot Nýfrjálshyggjunnar, siðferðislega og efnahagslega hefur kallað yfir þjóðina og stóran hluta hins vestræna heims mestu hamfarir af manna völdum á síðustu öldum ef frá eru taldar heimstyrjaldirnar þar sem barist var með vopnum og saklaust fólk lét lífið milljónum saman.
Margir týndu sér í græðginni og hlupu eftir bergmálinu. Það fólk er nú á leið heim til hinna sönnu gilda félagshyggju , samhjálpar og nægjusemi. Þangað sem vinir, vandamenn og fjölskylda, náttúran og nærumhverfið skipti höfuðmáli. Krafturinn og ólgandi löngun til að láta til sín taka í að byggja upp nýja Ísland einkenndi landsfund Vinstri grænna. Heiðarleiki og traust voru einkunnarorð landsfundarins. Samstaða og samhugur- Einn fyrir alla og allir fyrir einn voru m.a. slagorð Ungmennafélaganna og Samvinnumanna. Þau gerum við nú að okkar.Vinstri græn stóðu vaktina og börðust gegn þeim öflum sem leiddu hrunadansinn yfir okkur.
Vinstri græn munu nú af ábyrgð og heiðarleika leiða uppbyggingu næstu ára á grunni nýrra hugsjóna þjóðinni til farsældar.Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.