Laugardagur, 27. janúar 2024
Samtök atvinnurekenda ráða ekki við samningshlutverk sitt
Því miður virðist ljóst að forysta Samtaka atvinnurekenda ræður ekki við hlutverk sitt að halda utan um ráðandi öfl í Samtökunum.
Þrátt fyrir yfirstandandi kjarasamninga og sameiginlegar yfirlýsingar um að standa vörð um kjör og kveða niður verðbólgu dynja hækkanir á vörum, þjónustu, fyrirtækja og opinberra aðila eins og enginn sé morgundagurinn.
Flestir telja sig gætað hækkað verð á þjónstu og vörum nú um árarmótin til þess að vega upp verðbólgu síðustu mánaða og hækkunum sem vænta megi á nýju ári.
Er það nema vona að hinn reyndi verkalýðsforingi Vilhjálmur Birgisson segi að nánast tilgangslítið sé að reyna að semja við þessa óábyrgu forystu atvinnurekenda, forystu sem virðist ekki hafa nein tök á baklandi sínu.
Þar leikur lausum hala sjálftökulið sem telur sig ekki þurfa að standa við neina samninga og hleypur öllum væntingum sínum jafnóðum út í verðlagið og með tilbúna arðsemiskröfu eigenda sinna að vopni.
Nú þurfa Samtök atvinnurekenda og forysta þeirra að taka rækilega til í sínum ranni til þess að þau geti sem samtök verið raunverulegur samningsaðili um kaup og kjör og sem geti staðið við gerða samninga
Leggur til 0% hækkun launa í eitt ár
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, leggur til að engar launahækkanir verði á vinnumarkaði í 12 mánuði gegn því að opinberir aðilar falli frá öllum gjaldskrárhækkunum sínum sem urðu að veruleika um síðustu áramót og fyrirtæki sem eigi aðild að SA geri slíkt hið sama þegar kemur að verðhækkunum sem komið hafa til á sama tíma.
Þetta kemur fram í viðtali í Spursmálum þar sem Vilhjálmur er gestur Stefáns Einars Stefánssonar.
Segir Vilhjálmur að langstærsta viðfangsefni núverandi kjaraviðræðna sé að finna lendingu sem tryggir verðstöðugleika og lægri stýrivexti. Hins vegar sé á kristaltæru að launafólki á almennum vinnumarkaði muni ekki sjá eitt um að axla byrðarnar þegar kemur að því verkefni.
Viðtalið við Vilhjálm má sjá og heyra í heild sinni hér:
Leggur til 0% hækkun launa í eitt ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.