Innlegg í kjarasamninga og " þjóðarsátt"

"Hinir ríku verða ríkari og fátækir fátækari"

Snýst "þjóðarsáttin" og "stöðugleikinn" um  að þessi þróun haldi áfram?

Í nýrri skýrslu " Oxfam"  um tekju og eignaskiptingu í heiminum á síðustu árum kemur þetta aukna misrétti fram  

"Einkavæðing, skattleysi stórfyrirtækja og ofurríkra einstaklinga eykur fátækt og misrétti í heiminum". 

Hvernig ætli að það sé hér?. 

Mun launþegahreyfingin hér landi krefjast leiðréttinga í yfirstandandi kjarasamningum og kröfum til ríkisvaldsins?. 

"Fimm auðugustu menn veraldar hafa meira en tvöfaldað ríkidæmi sitt síðan árið 2020.

Stór hluti mannkyns hefur orðið fátækari á sama tíma.

Hjálparsamtökin biðja ríki heims að berjast gegn áhrifum hinna ofurríku á skattastefnu þeirra.

Auðæfi fimmmenninganna fóru úr 405 milljörðum bandaríkjadala fyrir fjórum árum í 869 milljarða á seinasta ári samkvæmt skýrslu Oxfam sem kemur út í sömu viku og ráðstefna Alþjóðaefnahagsráðsins, World Economic Forum, hefst í svissneska fjallaþorpinu Davos.

Ríkidæmið hefur vaxið þrátt fyrir margvíslegar ógnir sem hafa steðjað að efnahag heimsins frá upphafi áratugarins, þannig að næstum fimm milljarðar manna eru fátækari núna en fyrir fjórum árum.

Áhyggjur af aukinni mismunun

Oxfam lýsir áhyggjum af aukinni mismunun í heiminum sem drifin sé áfram með láglaunastefnu fyrirtækja, skattaforðun og einkavæðingu ríkisfyrirtækja. Þannig færist völd til einokunarfyrirtækja sem geti stjórnað launum fólks, matvælaverði og aðgengi að lyfjum.

Allt hafi verið gert til að fyrirtæki greiði eins litla skatta og mögulegt sé og dragi þannig úr tekjum ríkissjóða.

Oxfam segir skatta á fyrirtæki í OECD-löndunum hafa lækkað úr 48 af hundraði árið 1980 í 23,1 prósent árið 2022. Samtökin hvetja ríki heims til að leggja auðlegðarskatt á milljóna- og milljarðamæringa, þaki á laun stjórnenda stórfyrirtækja og að einkafyrirtæki í einokunarstöðu verði brotin niður í smærri einingar."

Ljóst er að Alþingi og ríkisstjórn ræður ekki við að stýra kjarajafnrétti og öflugri almannaþjónustu í landinu.

Stjórnvöld leggjast flöt fyrir einkavæðingunni,"Grátkór hinna ríku"  skattaundanskotum hinna stórauðugu  og  deilir út alamannaeignum og náttúruauðlindum til vina sinna, sjálftökuliðsins  og "fjárfesta"   -hinir ríku verða ríkari-

Traustið er því sett á verkalýðsfélögin. 

 


mbl.is Fimm ríkustu hafa tvöfaldað auðæfi sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband