Skrifađi Ólafur Ţ. Jónsson í öflugri grein í MBL. 1. Maí 2021
 "Í dag minnist launafólk og ađrir verkalýđssinnar frumherjanna, sem báru gćfu til ađ gera stéttabaráttuna ađ sínum herra, helgađi 1. maí stéttabaráttunni og gerđi rauđa fánann ađ tákni ţeirrar baráttu međ ţakklćti og virđingu.
Frumherjanna, sem fluttu fátćkri alţýđu bođskapinn um ađ taka höndum saman í lífsbaráttunni og heyja hana saman.
„Frelsun verkalýđsins verđur ađ vera verk verkalýđsstéttarinnar sjálfrar,“ eins og Karl Marx orđađi ţađ.
Ţegar á leiđ bćttist í hóp frumherjanna ungt fólk, sem lét sér ekki nćgja ađ berjast fyrir hćrri launum og félagslegum umbótum fyrir stétt sína. Sú barátta var ađ ţess dómi eins og hver önnur hjáverk á leiđinni til framtíđarlandsins, sósíalismans, sem ţá eins og nú bíđur inni í sólglitrandi framtíđinni eftir ţví ađ fólkiđ ţori. 
 
„Veit ţá engi ađ eyjan hvíta/á sér enn von ef fólkiđ ţorir.
 
Svo kvađ Jónas. M. ö. o. ţau vissu ađ ţau ein geta breytt ţjóđfélagsgerđinni, sem ţekkja hana til hlítar.
Ţađ nćgir einfaldlega ekki ađ skynja misréttiđ í ţjóđfélaginu, menn verđa ađ skilja orsakir ţess.

Langt fram á síđustu öld sótti verkalýđshreyfingin ţrótt og baráttuţrek í arfleifđ frumherjanna og lét mikiđ ađ sér kveđa í íslenskum ţjóđmálum.

Auk baráttunnar fyrir vinnu og mannsćmandi launum knúđi hún fram 6 stunda hvíld á togurum, vökulögin svonefndu, 8 stunda vinnudag, orlof handa launafólki og almannatryggingar af ýmsum toga. Margt af ţessu var árangur af löngum og víđtćkum verkföllum. Lögin um atvinnuleysistryggingar voru t.d. knúin fram eftir sex vikna verkfall áriđ 1955 og tóku gildi áriđ eftir.

Ekki má gleyma baráttunni fyrir lífeyrissjóđunum, en skyldugreiđslur í ţá hófust 1970, né baráttunni fyrir félagslegu húsnćđi, en lög um verkamannabústađi voru sett áriđ 1929.

Til ađ ná ţví fram sem ég hef hér upp taliđ ţurfti ţrotlausa og fórnfúsa baráttu og ţađ er öllum hollt ađ hugleiđa viđ hvađa öfl í ţjófélaginu var barist. Ţá eins og nú er ţađ stéttabaráttan sem er hreyfiafl sögunnar.

En verkalýđshreyfingin lét ekki ţar viđ sitja. Hún barđist af hörku gegn afsali íslenskra landsréttinda og gegn erlendri hersetu á Íslandi, einkum á árunum 1945 til 1951, gegn inngöngu Íslands í NATO 1949, gegn inngöngu Íslands í Efnahagsbandalag Evrópu 1962, en svo hét fyrirrennari Evrópusambandsins á ţeim tíma, og fyrir útfćrslu fiskveiđilögsögunnar í fjórum áföngum frá 1952 til 1975.

Á árunum 1968 til 1970 urđu harđvítug verkföll í landinu og stóđu í tvćr til ţrjár vikur í senn. Ţá var ólga á vinnumarkađi, m.a. vegna verulegs atvinnuleysis.

Ţegar kom fram á áttunda áratuginn var sagt skiliđ viđ stéttabaráttuna af hálfu ASÍ-forystunnar og viđ tók stéttasamvinna, vaxandi miđstýring og sérfrćđingaveldi. Međ ţessum breytingum einangrađist ASÍ-forystan frá grasrótinni í verkalýđsfélögunum, sem missti smám saman áhuga á henni, ţví alltaf logađi glóđ stéttabaráttunnar á arni ýmissa verkalýđsfélaga.

Fyrsta marz 2009 ţegar kaupmáttur launa hafđi rýrnađ um 10% á einu ári samdi ASÍ um frestun umsaminnar launahćkkunar í átta mánuđi. Öđruvísi mér áđur brá".

Beinskeyttur baráttumađur- Trúr sannfćringu sinni

Svo skrifađi Ólafur ţ. Jónsson vitavörđur, skipasmiđur og hugsjónamađur beinskeyttur ađ vanda međ yfirgripsmikla ţekkingu á sögu stéttarbaráttu  síđustu ára tuga og alda 

 Viđ Ólafur kynntumst náiđ á fyrstu árum Vinstri Grćnna.

Kröftug vinna hans og barátta ţeirra félaga Árna Steinars Jóhannssonar og Ólafs átti stóran hlut í ađ Vg fékk fulltrúa kjörna á ţing 1999, sama ár og hreyfingin var stofnuđ.

Árni Steinar hafđi veriđ formađur Ţjóđarflokksins og kom til liđs viđ Vg frá ţeim ranni.

Ólafur, eđa Óli Kommi stýrđi ásamt fleirum blađi okkar VG , Norđurstjörnunni í Norđvestur kjördćmi og sá um fjárölflun og  sem var ţar í öruggum höndum. 

Ţeir félagarnir Árni Steinar og Óli voru afar nánir og verđur mér hugsađ til ţeirra saman nú ţegar báđir eru fallnir frá.

Var gott ađ eiga ţá félaga ađ vinum

VG var jú stofnađ um frelsi og mannréttindi fyrir alla, fyrir verndun sjálfstćđis ţjóđarinnar og hlutleysi í deilum stórvelda.  Baráttu fyrir friđi og jafnrétti og gegn ađild Íslands ađ Evrópusambandinu og fyrir úrsögn Íslands úr herveldasamsteypunni Nató. Ólafur var stofnfélagi í VG 1999

Ólafur  var lítiđ hrifinn af samsteypstjórn Samfylkingarinnar og Vg 2009 og keyrđi um ţverbak ţegar forysta Vg sveik mörg sín grunnstefnumál og sótti um ađild ađ ESB í ríkisstjórninni 2009.

Viđ félagar glöddumst yfir ađ tókst ađ stöđva ESB umsóknina og ţá vegferđ sem hún hleypti af stađ.

En áfram kraumađi umsóknin og undirlćgjan gagnvart ESB hélt áfram og gerir enn.

ESB umsóknin ásamt fleiri grundvallar málum ullu miklum pólitískum  darrađardansi innan  Vinstri grćnna á ţessum tíma og síđan uppstokkun í ríkisstjórn í árslok 2011.

 

Ólafi Ţ. Jónssyni, trúr hugsjón sinni  var ţá nóg bođiđ og sagđi sig úr VG 5. janúar 2012 ásamt fleirum úr grasrót heyfingarinnar.  

   Ólafur var einlćgur friđarsinni og mjög andvígur hervćđingu Íslands og takamarkalausri ţjónkun viđ herveldis- og heimsvaldastefnu Bandaríkjanna og annarra á ţeim vettvangi.

Hann vildi ađ Ísland segđi sig úr Nató og stćđi utan ţess stríđsdans  sem siđar varđ stefna hjá of mörgum í flokknum.

Ţótt ýmsum hafi ţótt Óli hrjúfur, var hann okkur sem kynntumst honum afar hlýr og mikill mannvinur.

Glettinn og góđur félagi, hrókur alls fagnađar og vinur vina sinna. Ţađ vissu allir hvar ţeir höfđu Ólaf ţ.Jónsson. 

"Mikiđ óskaplega ert ţú myndarlegur mađur" sagđi Regína Thorarensen viđ Ólaf er ţau hittust af tilviljun á Eskifirđi hún ţá komin á elliheimiliđ ţar og viđ Óli saman á ferđ.

Ólafur og Regína voru á vissan hátt nágrannar um allmörg ár,  hann vitavörđur á Horni en Regína fréttaritari Morgunblađsins á Gjögri í Árneshreppi.

Bćđi orđhvöt og fylgin sér, en höfđu ekki hist fyrr. Og áttu nú gott og hlýtt spjall.  

Mér er eftirminnilegt á einum landsfundi VG ţegar var stöđugt og lágkúrulegt nöldur hjá ýmsum félögum út í ţjóđkirkjuna og kristindóminn.

   Voru fluttar tillögur um ađ flokkurinn VG sem slíkur legđist gegn ţjóđkirkjunni og hin kristna kirkja og ţjóđkirkjan keppti bara viđ ađra trúar söfnuđi um stuđning og starf á hinum "frjálsa markađi". 

Ólafur flutti ţá stutta en snjalla rćđu: " Ţađ hefur veriđ sagt ađ ég sé ekki mikill áđdáandi ţeirra himnafeđga, en ég styđ ţađ ađ hér sé áfram ríkiskirkja, ţjóđkirkja og ég er algjörlega andvígur ţví ađ einkavćđa guđdóminn".

Féll máliđ ţá dautt niđur.

Nú ţegar komiđ er ađ leiđarlokum vil ég ţakka Ólafi fyrir samfylgdina einlćgnina, vináttuna og góđu ráđin og stuđninginn. Samtölin einkum í síma hin síđari ár.

Ég er minnugur ţeirra orđa Ólafs er hann hafđi viđ fréttamann 5.janúar 2012:

 "Ţegar búiđ er ađ víkja Jóni Bjarnasyni úr ráđherra stóli VG vegna baráttu hans gegn ađild ađ ESB á ég ţar litla samleiđ".  "Ertu ţá ađ fara í annan flokk?".

"Nei og ef ţađ yrđi ţá vćri hann mjög rauđur".

"Vaki, vaki vaskir menn,
vođa ber ađ höndum.
Vargagin og vígaklćr
vofa yfir löndum."
(Heiđrekur Guđmundsson)

Voru lokaorđ Ólafs í einni af síđustu greinum hans ţar sem hann hvatti til dáđa.

Ég finn hlýtt og ţétt handtak Ólafs ylja inn í framtíđina. 

Blessuđ sé minning Ólafs Ţ.Jónssonar vitavarđar, skipasmiđs og hugsjónamanns. 

Ólafur verđur borinn til grafar á Akureyri í dag 

Fjölskyldu Ólafs sendi ég einlćgar samúđarkveđjur