Þetta er meðal þess sem fram kom í stefnuræðu Kristrúnar Frostadóttur, nýkjörins formanns Samfylkingarinnar, á landsfundi flokksins sem fram fer um helgina.
Löðrungar Jóhönnustjórnina - lofar sjálf heiðarleika
Hér löðrungar Kristrún, nýr formaður Samfylkingarinnar forvera sína og ESB sinnana í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem sótti um inngöngu í ESB með aðild VG, þvert á stefnu og kosningaloforð þess flokks:
"Allt leysist með inngöngu í ESB" voru kjörorð formanna Samfylkingar og VG í rikisstjórn Jóhönnu 2009.
Hvenær ætli að VG hafi þrek til þess að taka sama uppgjör innan sinna raða, játa mistökin og fara aftur í kjarnann sem hreyfingin var stofnuð um.
Breytingarnar, sem Kristrún talaði fyrir snúast um að fara aftur í kjarnann með því að leggja ofuráherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, það er húsnæðismál, heilbrigðismál, samgöngur, góða atvinnu og kjör fólks.
Enda er það ekki töfralausn.
En það er löngu kominn tími til, að hennar mati, að uppfæra og endurnýja umræðuna um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu,
"það gangi ekki að þylja upp tveggja áratuga gömul rök sem byggja á kynningu sem flokkurinn stóð fyrir skömmu eftir aldamót".
Og þess vegna segi ég það hér: Samfylkingin mun ekki setja fulla aðild að Evrópusambandinu fram sem forgangsmál nema að undangengnu víðtæku samtali og uppfærðri yfirferð og rannsókn á kostum og göllum aðildar.
Það sama á við um stjórnarskrána".
Kristrún sagði kröfuna um allt eða ekki neitt í stjórnarskrármálum ekki hafa skilað árangri.
Breyta þurfi um nálgun og viðurkenna að breytingar á stjórnarskrá munu kalla á málamiðlanir og breitt samstarf flokka á þingi.
Nú hefur málið verið algjörlega stopp í tíu ár.
Hvernig getum við komist eitthvað áfram? Við étum ekki fílinn í einum bita það ætti að vera orðið ljóst að það er ekki raunhæft.
Lofar heiðarleika í stjórnmálum
ESB umsóknin og "nýja" stjórnarskráin - hvorutveggja rekið áfram af miklum óheiðarleika 2008- 2013 voru hrein skemmdar verk og svik sem vonandi verða ekki endurtekin.
"Við lofum skýrri stefnu og heiðarleika" voru orð nýs formanns Samfylkingarinnar og til hamingju með þá yfirlýsingu og nýjan formann, Kristrúnu Frostadóttur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.