Lækkum orkuverð til almennings í gróðanum

"Hagnaður Lands­virkj­un­ar á fyrstu níu mánuðum árs­ins nam 103 millj­ón­um banda­ríkja­dala eða rúm­um 13 milj­örðum króna, en var 61 millj­óni dala á sama tíma í fyrra, eða átta millj­arðar króna." 

"Landsvirkjun hagnast um 13 milljarða króna"

Þetta kom fram í fréttum frá forstjóra Landsvirkjunar í dag.

Methagnaður Landsvirkjunar og samt er heildsöluverð til almenningsveitna hækkað! 

Það er mjög gott að rekstur Landsvirkjunar gangi vel.

Þess vegna er það þeim mun óskiljanlegra að Landsvirkjun stór hækki heildsöluverð til almenningsveitna á sama tíma.

Sú hækkun mun svo ganga áfram í veldisvexti til almennings og smæri atvinnufyrirtækja í landinu. 

Gróðinn gangi til almennings með lægra orkuverði

 Nú, þegar skorað er á alla aðila í atvinnulífi og þjónustu að halda aftur af verðhækkunum og styrkja grunn atvinnulífsins.

Þá er kjörið tækifæri og skylda Landsvirkjunar  að lækka heildsöluverð á raforku  til alnmenningsveitna

Raforka til stóriðju lýtur öðrum lögmálum um verð og er bundin m.a. álverði sem hefur stórhækkað. 

" Upplifðu orkuna í okkur" Orku þjóðarinnar

Landsvirkjun er í eigu þjóðarinnar og fjármálaráðherra fer með hlutabréfið. Það er í raun fáránlegt að Landsvirkjun hækki heildsöluverð til almenningsveitna og moki samtímis inn arði og kyndi þar með verðbólguna.   

 


mbl.is Landsvirkjun hagnast um 13 milljarða króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband