Landspítalinn og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs

Hvað hefur breyst á Landspítalanum sl. 12 ár ? 

Jú, sjúkrarúmum hefur fækkað úr 900 í 640 og gjörgæslurýmum úr 18 í 14, en íbúafjöldinn margfaldast á sama tíma. 

 Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og fyrrum aðstoðarmaður fjármálaráðherra um árabil spurði í Silfrinu  með hvössum tón. Borin voru saman viðbrögð við svínaflensu 2009 og Covið nú 2021, Morgunblaðið greinir frá: 

Aðstoðarmaður fjármálaráðherra í áratug spyr 

" Í Silfr­inu á sunnu­dag sagðist Svan­hild­ur Hólm vilja vita hvað hefði breyst á þess­um tólf árum sem gerði það að verk­um að á þeim tíma hafi eng­inn talað um að fara í nein­ar sér­stak­ar aðgerðir til að vernda spít­al­ann vegna þess að hann gæti ekki þolað það álag sem fylgdi far­aldr­in­um". 

„En núna í hvert sinn sem að smit­um fjölg­ar ör­lítið, við erum ekki að tala um að inn­lögn­um er að fjölga stór­kost­lega, þá fer allt í baklás og farið að benda á að hér verði komið á ein­hverju neyðarstigi,“ sagði Svan­hild­ur. 

Spurningin er athyglisverð því að hér spyr aðstoðarmaður núverandi fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins  um langt árabil og þar áður framkvæmdastjóri þingflokksins

 Landspítalinn svarar fyrrum aðstoðarmanni fjármálaráðherrans

"Ríf­lega 900 rúm voru á Land­spít­ala árið 2009 eða 285 rúm á hverja 100.000 íbúa og 18 gjör­gæslu­rými. Í dag eru rúm­in 640 tals­ins eða 175 á hverja 100.000 íbúa og gjör­gæslu­rým­in 14. Hef­ur rúm­pláss­um þannig fækkað um nær helm­ing hlut­falls­lega.

 Eft­ir­far­andi er út­list­un spít­al­ans:

  1. COVID-19 hef­ur staðið í 20 mánuði en far­ald­ur svínaflens­unn­ar var viðfangs­efni á Land­spít­ala í 75 daga.
  2. Svínaflensa er in­flú­ensa sem er vel þekkt­ur sjúk­dóm­ur en COVID-19 er nýr og áður óþekkt­ur sjúk­dóm­ur.
  3. Bólu­setn­ing við svínaflensu hófst strax með góðum ár­angri en bólu­setn­ing­ar við COVID-19 hóf­ust tæpu ári eft­ir að far­ald­ur­inn hófst og ár­ang­ur­inn er ekki jafn góður af þeim bólu­setn­ing­um.
  4. Við svínaflensu var unnt að nota veiru­lyfið Tamiflu sem dró úr veik­ind­um og kom jafn­vel í veg fyr­ir þau. Slík lyf eru ekki fá­an­leg við COVID-19.
  5. Í svínaflensu­far­aldr­in­um lögðust um 130 sjúk­ling­ar inn á spít­al­ann og þurftu 21 gjör­gæslumeðferð. Það sem af er COVID-19 far­aldri hafa 492 sjúk­ling­ar lagst inn á Land­spít­ala og 87 þeirra þurft gjör­gæslumeðferð, sum­ir oft­ar en einu sinni.
  6. Áhrif svínaflens­unn­ar á sam­fé­lagið voru mun minna en COVID-19, þar sem ekki þurfti að beita rakn­ingu, ein­angr­un og sótt­kví. Þessi staðreynd hef­ur um­tals­verð áhrif á starf­semi Land­spít­ala nú.
  7. Árið 2009 voru ríf­lega 900 rúm á Land­spít­ala (285/​100.000 íbúa)og 18 gjör­gæslu­rými. Þau eru nú rúm 640 (175/​100.000 íbúa)og gjör­gæslu­rým­in 14.
  8. Ekki er rétt munað að ekki hafi þurft að fara í sér­stak­ar ráðstaf­an­ir á Land­spít­ala vegna svínaflens­unn­ar. Starf­semi spít­al­ans tók þeim breyt­ing­um þá sem nauðsyn­legt var í far­sótt eins og nú en þær stóðu aðeins yfir í fá­ein­ar vik­ur, sem kann að skýra að ein­hverj­ir muni ekki þá al­var­legu stöðu sem uppi var á þeim tíma".

    Hlaupið hraðar

"Við krefjumst meiri framleiðni" voru skilaboð fjármálaráðherrans til hjúkrunarfólks sem var að sligast undan álaginu og yfirfullri bráðamóttöku.

Hungrið í aukna einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar liggur undir í spurningu framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs.

Þjóðin vill hinsvegar sterkt opinbert heilbrigðiskerfi. 

 


mbl.is Hlutfall rúma á íbúa næstum helmingast á tólf árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband