Stjórnvöld haldi haus í baráttunni gegn veirunni

Það er sorglegt til þess að vita ef stjórnvöld gangi nú gegn tilmælum sóttvarnarlæknis. Áform um opnun líkamsræktarstöðva og  aðrar  tilslakanir sem auka snertingu eða óvarða nánd milli fólks  á þessum tímapúnkti er óráðlegt að mati sóttvarnarlæknis. Samræmi þarf hinsvegar að vera í tilmælum sóttvarnaryfirvalda

Landið var orðið veirufrítt í byrjun sumars

Með samstilltu og markvissu átaki  var veirunni útrýmt í landinu í byrjun sumars og hertum smitvörnum á landamærum.

Eftirgjöf í sóttvörnum margfaldast út í samfélaginu.  Við þurfum að halda út lengur með hertar aðgerðir segja sóttvarnayfirvöld.

Mörgum þótti los á sóttvarnaraðgerðum fyrst í haust. Sein inngrip í að stöðva útbreiðslu veirunnar voru gangrýnd.

Nú virtist vera komin meiri festa í sóttvarnar aðgerðir og skýrari markmið. Von styrktist um að hægt væri að kveða veiruna niður á ný.

Franska veiran

Þrýstingur ákveðinna afla innan stjórnsýslunnar og  sterkir einkahagsmunir knúðu á um ótímabæra opnun landamæra í sumar sem leiddu til þessarar nýju byglgju.

Tveir franskir ferðamenn sluppu sýktir í gegn og samfélagið fór allt á hvolf á ný. Spurning er, hver ber ábyrgðina 

Tvöföld skimun á landmærum  hefur stöðvað ný smit erlendis frá síðan hún var tekin upp. 

Málsókn í Austurríki

Verið er að höfða skaðabóta mál gegn  fylkisstjórn í Austurríki fyrir slæleg viðbrögð gegn veirunni í vetur. En fjöldi skíðamanna veiktist og báru veikina til heimalanda sinna þ.á.m. Íslands.

Hver ber ábyrgð

Hvað gæti verið upp á teningnum hér ef stjórnvöld væru sökuð um slæleg viðbrögð  eða ótímabærar tilslakanir á sóttvörnum  gegn betri vitund um  hættur og afleiðingar. Ísland er nú með eitt hæsta smithlutfall í Norður Evrópu. 

Samstaðan snýst um að berja niður veiruna

 Samstaða þjóðarinnar snýst um að kveða veiruna sem allra fyrst niður í íslensku samfélagi. Það tókst í vor og getum það aftur núna


mbl.is Smit rakin til nokkurra stöðva
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband