Sunnudagur, 11. október 2020
Það er engin millileið - Kveðum veiruna niður
Kári Stefánsson var á Sprengisandi og talaði tæpitungulaust
Annaðhvort hemji maður útbreiðsluna eða leyfi veirunni að flakka:
Ég held að millileiðin sem menn eru að tala um sé bara ósköp einfaldlega ekki til.
Og Kári heldur áfram:
Með samstilltu átaki vinnst sigur
Að sleppa veirunni lausri eins og sumir vilja eða reyna að "stýra útbreiðslunni" segir Kári:
Það er hægt að rökstyðja á ýmsan máta þá leið en mér finnst hún ansi óaðlaðandi vegna þess að þú ert raunverulega með því að fórna þeim sem eiga undir högg að sækja, gömlu fólki, því sem er með undirliggjandi sjúkdóma.
Tvöföld skimun á landamærum komin til að vera fyrst um sinn
"Ef þú ætlar að fara þá leið að reyna að hemja þessi smit er alveg nauðsynlegt á landamærum að hafa tvöfalda skimun, sagði Kári.
Fyrirkomulagið um tvöfalda skimun á landamærunum virðist ekki á förum, heldur er nú miðað við að það gildi til 1. desember.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur bent á að miðað við þann fjölda sem hefur greinst með veiruna í þessum skimunum sé ljóst að þær hafi haft tilskilin áhrif. Án þeirra hefðu þau smit getað hreiðrað um sig í samfélaginu.
60 innanlandssmit í gær: 36 innan sóttkvíar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:01 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.