Fimmtudagur, 17. september 2020
Aðgát skal höfð
Sammála Þórólfi sóttvarnarlækni um að þessi nýja bylgja veirusmita tengd ákveðnum hverfum og stofnunum í Reykjavík kallar á snöggar og sértækar aðgerðir.
Við búðarborðið
Ég bý í háskólahverfinu og stend mig oft að óvarkárni. Litlu háskólabúðirnar í kring eru þröngar og því miklvægt sóttvarnaraðgerðir séu góðar og samræmdar hjá starfsfólki. Sumt er með grímu, sumt er með hanska, stundum fara berir puttarnir af símanum á vörurnar og kassann til skiftis. Ég fer í Vesturbæjarlaugina og reyni að velja stund utan álagstíma en hugsa það sama og stend mig að óvarkárni
Þetta á reyndar við fleiri búðir og afgreiðslukassa og líka í stórum búðum.
Mín tilfinning er sú að verslunarstjórar þurfi stöðugt að fara yfir smitvarnir í búðum, samræmdar og skýrar reglur hjá starfsfólki. En það getur alveg eins og ég sjálfur gleymt sér í óvarkárni.
Berhent á Hlaupahjólum
Mikill fjöldi hlaupahjóla er stillt upp mjög þétt víða um bæinn. Þetta á ekki hvað síst við hér í Háskólahverfinu.
Varla verður þverfótað á gangstéttum fyrir fólki á þessum hjólum.
Svo góður fararskjóti sem þau eru. þá geta þau líka verið mjög virkir smitberar um allan bæ.
Berhent á hjólinu er því skilað til næsta leigjenda sem líka þeytist um berhentur og svo koll af kolli. Mér finnst kæmi til greina að banna þessi hjól í ákveðnum hverfum og við stofnanir ar sem veiran grasserar.
"Við erum jú öll almannavarnir"
19 ný innanlandssmit: mesti fjöldi frá 9. apríl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.9.2020 kl. 17:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.