Klíkuskapur eða leyndarhyggja ?

Einkaflugvelar streyma til landsins með ríka einstaklinga. Ekki fæst uppgefið á hverskonar undanþágum þeir koma eða hvort þeir fara í hefðbundna skimun og sóttkví. Heimildir til undanþága frá sóttvörnum eru ekki sýnilegar eða skilgreindar í reglugerð. 

Enginn ábyrgur?

"Beiðnir um undanþágur frá ferðatakmörkunum stjórnvalda eru yfirfarnar af sérstökum starfshópi sem í sitja fulltrúar utanríkisráðuneytisins, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og Íslandsstofu" Mbl. 15.07 Beðið hefur verið um upplýsingar um hverjir eru í undanþágunefnd en svör ekki fengist.  

Banda­ríkja­menn geta komið hingað til lands með leyfi ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, að sögn Þórólfs Guðna­son­ar sótt­varna­lækn­is. Landið er enn skil­greint sem áhættu­svæði og er far­ald­ur kór­ónu­veiru á upp­leið í ákveðnum ríkj­um. Banda­ríkja­mönn­um er al­mennt ekki leyft að koma til lands­ins.

Að sögn Stef­áns Smára Kristjáns­son­ar, rekstr­ar­stjóra flugaf­greiðsluaðilans Ace FBO, hafa nokkr­ir komið hingað til lands með einka­flugi frá lönd­um þjóða sem hafa al­mennt ekki leyfi til þess að koma til Íslands. Þeir hafa fengið sér­staka und­anþágu. 

Vís­ir greindi frá því í dag að Ter­rence Alan Crews, heimsþekkt­ur banda­rísk­ur leik­ari sem er bet­ur þekkt­ur sem Terry Crews, hafi komið hingað til lands á dög­un­um. Spurður hvort Banda­ríkja­menn hafi komið hingað í einka­flug­vél­um að und­an­förnu seg­ist Þórólf­ur ekki vita það en ef svo er hafi Banda­ríkja­menn­irn­ir fengið leyfi frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu. 

Greint hef­ur verið frá því að banda­ríski leik­ar­inn Terry Crews sé hér á landi. Ekki ligg­ur fyr­ir hvort ferðalagið er til­komið vegna efna­hags­legra mik­il­vægra starfa hans, en þó er ljóst að hann hef­ur notið lífs­ins á ferðamanna­stöðum lands­ins. 

Um­sækj­end­ur, sem telja sig eiga brýnt er­indi hingað til lands, þurfa að leggja fram gögn því til staðfest­ing­ar, en ekki fást upp­lýs­ing­ar um það hjá Útlend­inga­stofn­un hvernig lagt er mat á þau gögn né held­ur hvort eft­ir­lit sé haft með því að ein­stak­ling­ar sem koma hingað til lands séu í raun hér í upp­gefn­um til­gangi. Ekki er þó veitt sér­stök heim­ild til slíks eft­ir­lits í reglu­gerð."

Leyndarhyggja óþolandi

"Mbl.is hef­ur óskað eft­ir upp­lýs­ing­um um það hverj­ir sitja í und­anþágu­starfs­hópn­um, en ekki fengið svör enn".

Heiðarleiki og skilvirk upplýsingagjöf til almennings er mikilvæg forsenda samstöðu í baráttunni gegn Covid faraldrinum.

 Stjórnvöld þurfa að gera hreint fyrir sínum dyrum í þessum efnum


mbl.is Óvíst hvernig mat er lagt á „brýn erindi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband