Ţriđjudagur, 12. mars 2013
M A K R Í L L- Aukum hlut smábáta og landvinnslu
Brýnt er ađ auka stórlega hlutdeild og magn til smábáta í veiđum á makríl, efla dagróđra og landvinnsluna á makrílnum. Ţetta kemur fram í ágćtri grein Unnsteins Ţráinssonar, smábátasjómanns á Hornafirđi á vef samtakanna 27. febr sl.:
Síđastliđiđ sumar stunduđu vel á annan tug smábáta fćraveiđar á makríl. Eftir mikla vinnu síđastliđinna ára, gengu veiđarnar nú vel og skiluđu góđum árangri, segir Unnsteinn sem er einn af frumkvöđlum í ţessum veiđum. Makrílveiđar smábáta í brennidepliÁ síđustu árum hefur göngumynstur makríls breyst međ ţeim hćtti ađ hann hefur gengiđ upp á landgrunniđ, fast upp ađ ströndinni, fyllt firđi og voga hringinn í kringum landiđ. Á flestum bryggjusporđum í landinu hefur fólk mokađ upp makríl.
Makríllinn á veiđislóđ smábátanna
Ţađ er mikil breyting frá ţví sem var í upphafi ţegar makríllinn hélt sig djúpt undan suđaustur- og austurlandi. Makríllin hefur nú gengiđ upp í miklu magni á hefđbundin miđ smábátasjómanna og annarra dagróđrarbáta sem koma međ aflann daglega í land til vinnslu. Ţađ hefur jafnframt sýnt sig ađ landvinnsla á makríl, heilfrysting og flökun skila afar góđum virđisauka fyrir minni útgerđir, fiskvinnslur í landi og vinnufúsar hendur. Ţegar makríllin gekk fyrst á miđin og inn á grunnslóđina höfđu smábátasjómenn ekki ţróađ veiđitćki eđa aflađ sér reynslu í veiđum og vinnslu makríl viđ slíkar breyttar ađstćđur. Nú hefur ţađ tekist og landvinnsla á makríl tvö síđustu ár var mjög ábatasöm skilađi góđri vöru sem og veitti atvinnu í landi, einmitt ţegar dró úr veiđum og vinnslu á öđrum fiski. Fyrir skólafólk í sjávarbyggđunum var vinnsla á ţessum fiski gríđarlega mikilvćg. Leyfi ég mér einnig ađ nefna frumkvöđla eins og Sjávariđjuna á Rifi og útgerđ Guđmundar Runólfssonar í Grundarfirđi, en fleiri hafa gert mjög góđa hluti í ţessum efnum. Ţessar stađreyndir ţarf ađ hafa allar í huga ţegar aflaheimildum í makríl verđur úthlutađ í vor á einstaka veiđiflokka.Landvinnsla á makríl
Ég lagđi sem ráđherra strax áherslu á ađ smćrri bátum og ísfisktogurum vćri ćtlađur umtalsverđ hlutdeild í makrílveiđunum og heildar magn til ţeirra útgerđa aukiđ. Áriđ 2010 lagđi ég til a.m.k. 3000 tonn til smábátanna í makríl. Ađ vísu höfđu ţeir ţá ekki ţróađ veiđar og vinnslutćkni til ađ taka allt ţađ magn. En smábátasjómenn voru snöggir ađ ná tökum á hlutunum. Ekki órađi mig ţá fyrir ţví ađ makríllinn mundi ganga í svo miklu magni inn á grunnslóđina inn á víkur og firđi hringinn í kringum landiđ eins og raun var á. Ţessar forsendur bćđi réttlćta og krefjast ţess ađ ţađ magn sem úthlutađ er til smábáta og annarra dagróđrabáta verđi stóraukiđ frá ţví sem veriđ hefur. Landssamband smábátaeigenda hafa sett fram rökstuddar óskir í ţeim efnum.Framleiđsla í hágćđaflokki
Dagróđrar og landvinnsla á makríl skiftir gríđarmiklu máli fyrir afkomu minni útgerđa, fiskvinnslna og vinnu landverkafólks í sjávarbyggđum víđa um land. Sú vara sem ţannig er framleidd reynist einnig í hágćđaflokki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:21 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.