Röggsöm stjórn forseta Alþingis

Það var hárrétt hjá Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur forseta þingsins að taka hið umdeilda og illa unna mál: uppstokkun ráðuneyta, útaf dagskrá þingsins um hádegisbilið í dag og taka til umræðu önnur brýnni mál. Þetta gerði hún þvert á vilja forsætisráðherra.
Mörgum hefur ofboðið hvernig formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa verið með hótanir og stóryrði  í garð Alþingis um að það verði að afgreiða þetta mál og hitt á tilgreindum tíma, óháð því hversu seint það kemur fram eða er illa unnið.
 Lengst gekk nú forsætisráðherrann, "sáttasemjarinn", Jóhanna Sigurðardóttir, þegar hún steytti hnefann framan í alþingismenn í gær á þingi og setti þeim afarkosti, hótaði næturfundum og sumarþingum ef Alþingi afgreiddi ekki refjalaust illa unnin gælumál hennar umyrðulaust.
 Sá tími á að vera liðinn að forsætisráðherra geti með geðþóttaákvörðun skipað þinginu fyrir. Virðing og staða þingsins er ekki hvað síst undir framgöngu forseta þess komin.
Mér hefur fundist þingforseti, Ásta Ragnheiður Jóhannnesdóttir hafi oft staðið sig mjög vel við erfiðar aðstæður.
Forsætisráðherra hefur keyrt þingsályktunartillöguna um að leggja niður Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið og Efnahags- og viðskiftaráðuneytið fram af miklu offorsi og í fullkominni andstöðu við nánast alla þá aðila sem málið snertir.
Forseti Alþingis verður að geta tekið í taumana og staði vörð um Alþingi og störf þess. Það gerði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir í dag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband