Þjóðin stendur með Ögmundi í Grímsstaðamálinu

 

Hvorki ríkisstjórn Íslands né sú kínverska með auðmanninn Huang Nubo geta enn sem komið er hrósað happi yfir að vera laus við innanríkisráðherrann Ögmund Jónasson.

Ögmundur hefur lagst gegn því í ríkisstjórn að afsalað verði  landréttindum á Íslandi  til kínverska auðmannssins. 

Ég þekki þó tóninn og hin bognu hné á ríkisstjórnarheimilinu hvað þetta og önnur viðlíka mál varðar og veit hversu mikilvægt það er að hafa strax varann á. 

 Ég fullyrði að megin þorri íslensku þjóðarinnar standi með Ögmundi og þeim öðrum sem vilja standa vörð um íslenskar auðlindir, bújarðir og víðerni gegn ásælni erlendra stórvelda. 

 Þegar jarðakaup auðmannsins frá hinu kínverska stórveldi komu upp í haust stóð ég sem landbúnaðarráðherra með innanríkisráðherranum gegn þeim kaupáformum.

Það landaframsal átti þó sterka talsmenn í ríkisstjórn eins og menn muna.

 En þau kaup voru þá stöðvuð og ekki síst var það að þakka vasklegri framgöngu Ögmundar.

Nú þegar framsal á landi Grímstaða á Fjöllum kemur aftur upp þó með öðrum formerkjum sé er mikilvægt að standa í lappirnar en láta ekki hnén bogna.

 Það ætti svo sem ekki að vera erfitt fyrir ráðherra Vinstri grænna  að standa gegn  landaframsali sem þessu  eins og það birtist með skýra stefnu flokksins í auðlinda-,  umhverfis-, náttúruverndar og sjálfsstæðismálum og  láta frá sér heyra.

Jarðakaup Kínverja víða um heim einkum í fátækari löndum valda nú miklum deilum hjá hlutaðeigandi þjóðum.

 Kaup Kínverja  nýverið á stórum búgarði og landbúnaðarlandi á Nýja-Sjálandi hafa vakið upp harðar deilur þar í landi og málaferli. Þar höfðu kínverjar sitt fram með hörðum lögsóknum.

Uppkaup Kínverja á landbúnaðarlandi vekja harðar deilur  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband