Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Laugardagur, 1. ágúst 2015
ESB þvingar Íslendinga í viðskiptastríð við Rússa?
Viðskipti við Rússland og aðrar Austur -Evrópuþjóðir hafa verið Íslendingum mikilvæg áratugum saman. Við minnumst þorskastríðanna og viðskiptabanns Breta og annarra núverandi ESB þjóða á Íslendinga á þeim árum. Þá reyndust viðskiptin við fyrrum Sovétríkin okkur afar dýrmæt sem og jafnan síðan.
Í bankahruninu 2008 áttum við hauk í horni i Rússum þegar öflugustu ríki Evrópusambandsins beittu okkur hryðjuverkalögum og einangrunartilburðum í samskiptum.
Viðskiptaþvinganir í pólitískum tilgangi ganga gegn alþjóðalögum
Íslendingar hafa jafnan verið andvígir viðskipaþvingunum og bönnum í pólitískum tilgangi enda stríða þær almennt gegn alþjóðalögum. Skemmst er að minnast þess þegar ESB fékk samþykkt lög á Evrópuþinginu 2011 til að geta beitt Íslendinga viðskiptabanni og efnahagslegum refsiaðgerðum vegna lögmætra makrílveiða okkar. Um slíkt leyti settu ESB viðskiptabann á Færeyinga vegna makríl og síldveiða þeirra. Íslensk stjórnvöld stóðu þá þögul hjá og áttu hlut að því að neyða Færeyinga til einskonar nauðasamninga við ESB í fiskveiðum 2013.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra er margsaga í yfirlýsingum sínum um hlut Íslendinga í viðskiptaþvingunum á Rússa. Með kápuna dinglandi á báðum öxlum, segir hann eitt hér og annað þar sbr meðfylgjandi frétt. Engar upplýsingar um breytta stöðu Íslands
Viðskiptaþvinganir á aðrar þjóðir er alvarleg pólitísk aðgerð og er í trássi við alþjóðalög og samninga sem Ísland er aðili að.
ESB hótaði Íslendingum viðtækum efnahagsþvingunum vegna makrílveiða
Ég sem sjávarútvegsráðherra mótmælti hótunum ESB um viðskiptahindranir á Íslendinga 2011 vegna makrílveiða okkar sem hreinni lögleysu. Makrílveiðar Íslendinga stöðvuðu ESB umsóknina frekar en nokkuð annað.
Það er kannski táknrænt að nú reynir ESB að eyðileggja makrílsölu okkar til Rússlands með því að binda veikgeðja íslensk stjórnvöld við yfirgang sinn í Ukraínu og þvinganir og hótunaraðgerðir sínar gegn Rússum
Almennar viðskiptaþvinganir er stórpólitísk aðgerð og hlýtur að eiga að bera fyrirfram undir Alþingi en ekki hlýða í blindni bréfaskriftum ESB- þjónkandi stjórnendum utanríkisráðuneytisins.
Evrópusambandið gefur yfirlýsingar fyrir Íslands hönd
Evrópusambandið er hins vegar ekki í vafa um hver afstaða Íslands á að vera gagnvart Rússum og gefur út yfirlýsingar í nafni íslensks utanríkisráðherra sbr. meðf. frétt og yfirlýsingu frá The Council of EU fyrir Íslands hönd
Declaration by the High Representative on behalf of the EU on the alignment of certain third countries concerning restrictive measures in view of Russia's actions destabilising the situation in Ukraine: Ukraine
Council of the EU 07/2015 | 17:00
On 22 June 2015, the Council adopted Council Decision (CFSP) 2015/971[1]. The Council Decision extends existing measures until 31 January 2016.
The Candidate Countries Montenegro* and Albania* and the EFTA countries Iceland, Liechtenstein and Norway, members of the European Economic Area, as well as Ukraine align themselves with this Decision.
They will ensure that their national policies conform to this Council Decision.
The European Union takes note of this commitment and welcomes it.
[1] Published on 23.6.2015 in the Official Journal of the European Union no. L 157, p. 50.
Utanríkisráðherra vonar að Rússar taki ekkert mark á yfirlýsingum hans
Utanríkisráðherra Íslands vonar að Rússar taki ekkert mark á þessum hótunum og yfirlýsingum sem ESB gefur fyrir hans hönd. Hann segir að ekkert hafi breyst í samskiptum ríkjanna. Samt tekur hann þátt í harðorðum yfirlýsingnum og aðgerðum ESB gagnvart Rússum en vonar að enginn taki mark á honum í þeim:( Engar upplýsingar um breytta stöðu Íslands)
Höldum góðu viðskiptasambandi við Rússland
Ég tek undir með þingmanninum Ásmundi Friðrikssyni sem hvetur til þess að Íslendingar dragi sig út úr stuðningi við Evrópusambandið um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum.
- Hvaða erindi eigum við í þann slag þvert á hagsmuni okkar og áratuga gott viðskiptasamstarf?: (Vill að Ísland hætti að styðja viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi)
Eigum enga aðild að deilu ESB og Rússlands í Ukraínu
Við eigum ekki að láta undan kröfum ESB um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum þótt við séum ekki sammála stefnu þeirra og yfirgangi í Úkraínu né heldur útþenslustefnu og ófriði Evrópusambandsins í austurátt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 16. júlí 2015
Barátta hjúkrunarfræðinga
Ég styð heilshugar baráttu hjúkrunarfræðinga og lýsi megnri vanþóknun á framgöngu stjórnvalda, einkum ráðherra, í þeirra garð. Þar er notað nokkuð annað orðaval en sömu menn höfðu í frammi um kjarabaráttu lækna fyrr á árinu.
Barátta hjúkrunarfræðinga og annarra sérhæfðra starfsmanna sjúkrahúsa og heilsugæslu landsmanna snýst ekki aðeins um kaup og kjör, heldur ekki síður um menntun, aðbúnað, vinnutíma og skilning, samfélagslega stöðu og virðingu fyrir ábyrgð og verkum þeirra í íslensku velferðarsamfélagi.
Fjármálaráðherra talar niður til hjúkrunarfólks og kallar störf þeirra og baráttu lagalega loftfimleika í háðslegum tón.
Heilbrigðisráðherra stóð að niðurskurði og lokun heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni og sameiningu þeirrar starfsemi sem eftir var undir framkvæmdastjórn í fjarlægum landshornum. Ráðherra talar eins og hann beri þar enga ábyrgð og skammast út í fjölmiðla fyrir að lýsa ástandinu eins og það er.
Ég man vel þegar við Atli Gíslason og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir börðumst á þingi gegn niðurskurðinum og kerfisbreytingunni hjá síðustu ríkisstjórn. Áformin um að loka heilbrigðisstofnunum t.d. í Vestmannaeyjum og á Sauðárkróki voru þá stöðvuð í ríkisstjórn. Hins vegar runnu þau í gegn hjá núverandi stjórnvöldum.
Með lokun og skerðingu starfssemi á landsbyggðinni færðist aukinn þungi á þjónustu Landsspítalans sem engan veginn var undir það búinn. Álagið og afstaða stjórnvalda og umræðan öll er starfsfólki gríðarlega erfið. Hjúkrunarfólk leggur sjálft sig undir í að veita góða þjónustu við þungbærar aðstæður.
Hjúkrunarfræðingum og öðru sérhæfðu starfsfólki heilbrigðisþjónustunnar sem nú á í deilum við ríkið er misboðið með því virðingarleysi og þeim hroka sem því er sýndur af hálfu stjórnsýslunnar.
Þar á bæ virðast menn hafa lítinn skilning á því að þjónustan, ímyndin og traustið sem sjúklingar og allur almenningur ber til heilbrigðisþjónustunnar hvílir á sérfræðiþekkingu en ekki síst á hug, höndum og hjörtum þeirra einstaklinga sem þar vinna.
Allur þessi tilfinningalausi barningur stjórnvalda er hinsvegar liður þeirra í grundvallarkerfisbreytingu heilbrigðisþjónustunnar sem unnið hefur verið að á undanförnum árum og nú síðast með auknum þunga.
Markaðsvæðing og einkavæðing hafa verið töfraorðin. Liður í að undirbúa þann farveg er að hleypa ríkjandi skipulagi í upplausn, gera sem flesta óánægða með sinn hlut, bæði starfsfólk og sjúklinga. Síðan kemur einkavæðingin, starfsmannaleigurnar, verktakavæðingin, eins og frelsandi englar.
Kannski komu raunveruleg áform upp á yfirborðið í dag þegar stjórnvöld heilbrigðismála hótuðu hjúkrunarfólki og landsmönnum með erlendum starfsmannaleigum. Fólk verður að geta talað íslensku segir deildarstjóri gjörgæsludeildar Landspítalans.
Er nema von að metnaðarfullum og ábyrgum hjúkrunarfræðingum blöskri hótfyndn ráðherra.
Það er hugsanlegt að einkavæða lækna að hluta og borga þeim sem verktökum fyrir læknisstörf sín. Ég er þó ekki hlynntur þeirri breytingu.
Þú vakna- Þú borða- Þú sofa !
Verður það hlutskipti íslenskrar heilbrigðisþjónustu að starfsfólk á vegum erlendra starfsmannaleiga gangi að beði sjúklinga og geti lítið annað gert en veifað spjöldum: Þú sofa, Þú vakna, "Þú borða"?
Rétt er að árétta þá staðreynd að í baráttu hjúkrunarfræðinga er ekki aðeins verið að takast á um þjónustustig heldur einnig virðingu, aðbúnað, vinnutíma, kjör, traust og mannlega reisn í heilbrigðisþjónustu landsmanna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.7.2015 kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 13. júlí 2015
Hafa ESB- flokkarnir séð nóg til að iðrast ?
Væri ekki rétt að spyrja Jóhönnu og Steingrím, oddvita siðustu ríkisstjórnar um ESB umsóknina sína?
Jóhanna kallaði eftir sérstakri flýtimeðferð inn í ESB svo hægt væri að taka upp Evru. Þá myndi allur vandi Íslands leysast.
Vandi Grikklands sem og lög og reglur Evrópusambandsins var ljós þegar ESB umsóknin var lamin í gegnum þingið 2009.
Með ESB umsókninni - þvert á stefnu og gefin loforð - var stjórnarstarfið og samfélagið sett í uppnám þegar í raun þurfti á allri samheldni að halda.
Til allrar hamingju tókst að stöðva ESB- umsóknina áður en meira tjón hlaust af, en tapaður tími,orka og fjármunir sem hefðu betur verið nýttir til annars.
Nú keppist hver álitsgjafinn og ESB sinninn á fætur öðrum við að sverja af sér fortíðina og boðsferðirnar til Brüssel en hneykslast hástöfum á hörku og ófyrirleitinni forystu ESB.
Við fögnum hverjum þeim sem sjá ljósið og viðurkenna mistök sín.
En hvenær ætli að forystumenn Samfylkingar, Vinstri grænna og Bjartar framtíðar hafi séð nóg af "ESB-pakkanum" til að geta beðið kjósendur sína og þjóðina alla afsökunar og staðið saman að afturköllun ESB- umsóknarinnar?
Það er bragur að viðurkenna mistök sín og iðrast.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 10. júlí 2015
Sigmundur Davíð- Tusk og Evrópustofa
Forsætisráðherra mun í Brüssel væntanlega tilkynna Tusk forseta leiðtogaráðs Evrópuþingsins um lokun Evrópustofu, áróðurs og kynningmistöðvar ESB hér á landi. Stækkunardeild framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins setti Evrópustofu á stofn hér á landi í kjölfar ESB umsóknarinnar. Starfsleyfi hennar hér var hluti af þeim skuldbindingum sem Ísland gekkst undir sem umsóknarríki að Evrópusambandinu.
Þrátt fyrir að núverandi ríkisstjórnarflokkar hafi lofað fyrir kosningar að eitt fyrst verk þeirra yrði að loka Evrópustofu og starfsemi á hennar vegum hér á landi er hún enn á fullu, nærri tveimur og hálfu ári eftir að ríkisstjórninn tók við.
Síðasti landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði skýrt um um lokun Evrópustofu: " og telur óhæfu að stækkunardeild ESB haldi úti starfsemi hér þar sem lagst er á sveif með einu stjórnmálaafli gegn öðrum. Evrópusambandinu verði gert að loka kynningarskrifstofu þess hér".
Ég efast ekki um vilja Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætissráðherra til þess að afturkalla umsóknina með afdráttarlausum hætti, ekki aðeins meðan núverandi ríkisstjórn situr heldur einnig fyrir hönd íslenskra stjórnvalda til lengri tíma.Sigmundur fundaði með Donald
Þannig að ESB sé gert það fullljóst að sú umsókn sem send var af stað sumararið 2009 sé steindauð og verði ekki sem slík endurvakin, hver svo sem ríkisstjórn verður hér á landi á næstu árum. Það má ekki skiljast svo við þetta mál að næsta ESB sinnuð ríkisstjórn geti haldið umsóknarferlinu áfram eins og ekkert hafi í skorist.
Mikilvægt er að það sé staðfestur skilningur beggja aðila.
Hve oft kom ekki fyrrverandi utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson skælbrosandi heim af fundum æðstu manna ESB, sem höfðu klappað honum á öxlina og sagst skilja vandamál hans en undirstrikað "það erum við sem ráðum ferð".
Forystumenn Evrópusambandsins sögðust líka "virða ákvörðun Grikkja í þjóðaratkvæðagreiðslu" en það erum við sem ráðum.
Ljóst er af fréttaflutningi að Sigmundar Davíð í ferð sinni til Brüssel hefur verið skeleggur fyrir hönd Íslands.
Hinsvegur vekur það ugg og nokkra furðu að hvergi er vitnað beint í orð Junkers eða Tusk hver skilningur þeirra er á málinu.
Vantar skriflega yfirlýsingu beggja aðila frá fundinum
Eðlilegt væri að fá sameiginlega skriflega yfirlýsingu eftir fundinn og staðfesta þannig skilning beggja aðila að umsóknin hafi verið varanlega afturkölluð.
Þar með sé undirritun Össurar utanríkisráðherra og Jóhönnu forsætisráðherra á umsóknina 2009 lýst dauð og ómerk og ekki lengur í gildi.
.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 9. júlí 2015
Sigmundur Davíð í Brüssel
Sigmundur Davíð á að krefjast þess að fá í hendur umsóknarblaðið um inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Síðan á Sigmundur að rífa umsóknarblaðið í sundur í augsýn þeirra og biðjast afsökunar á því að hún skuli nokkurn tíma hafa verið send.
Umsóknin var hvort eð er send á fölskum forsendum á sínum tíma. Fyrirvarar alþingis fylgdu ekki með umsókninni né heldur var uppfyllt eitt af meginskilyrðum umsóknar sem kveður á um að fyrir liggi skýr vilji þjóðarinnar til að ganga í Evrópusambandið þegar sótt er um.
Misvitrir pólitíkusar
Nú segja menn að Grikkland hafa komist í ESB og fengið að taka upp evru á fölskum og ósönnum forsendum. Þar sé upphaf vandans. Misvitrir pólitíkusar hafi þar vélað um, segir Össur Skarphéðinsson fyrrvverandi utanríkisráðherra. Þar er ég honum sammála.Pólitíkusar sekir en ekki almenningur
Sama leikinn átti að leika hér með ESB umsókninni. Hver man ekki eftir yfirlýsingum Jóhönnu Sigurðardóttur um að allur vandi Íslands leystist ef það fengi flýtimeðferð til að taka upp Evru. "Misvitrir pólitíkusar" þar og rétt hjá Össuri.
Nú skammast allir sín sem hlut áttu að máli að sækja um aðild að ESB og eru á harða hlaupum í flótta.
Það væri sjálfsögð kurteisi og vinarbragð hjá forystumönnum ESB að skila Sigmundi Davíð beiðni Össurar um inngöngu Íslands í Evrópusambandið og byggja upp samskipti Íslands og ESB á hreinu borði. ( Fundar með leiðtogum ESB)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 8. júlí 2015
Hver vill nú sækja um aðild að ESB ?
Sú var tíðin að ESB sinnar á Íslandi gengu um sperrtir með þanin brjóst um ganga Alþingis og kaffistofum opinberra stofnanna sem og í stjórnum ýmissa samtaka atvinnulífs og sveitarfélaga. Hundruðum saman flykktist fólk til Brüssel í boði Evrópusambandsins til að upplifa dýrðina.
Innganga Grikklands í ESB og upptaka Evru verður grísku þjóðinni dýrkeypt. Margir sérfræðingar segja að eina raunhæfa leið Grikkja þegar til lengri tíma er litið sé úrsögn úr Evrópusambandinu sem er því miður flókin leið og torfarin.
Grikkir eiga allan minn stuðning í þeirri frelsisvegferð.
ESB- sinnar á Íslandi á flótta
Hver ESB sinninn á fætur öðrum hér á Íslandi treður nú fram og afneitar ESB trúnni. Egill Helgason í góðum pistlum, Stefán Ólafsson prófessor fyrrum ráðgjafi Jóhönnustjórnarinnar, Svanur Kristjánsson og nú síðast Össur Skarphéðinsson sjálfur fyrrverandi utanríkisráðherra. Össur minn góði félagi og andstæðingur talar með nokkru yfirlæti án þess að minnast beint á félaga sína í Jóhönnustjórninni um "afleiðingar gjörða misvitra pólitíkusa" í Grikklandi og hjá ESB.
Ég velti því fyrir mér hvenær Jóhanna sjálf og Steingrímur sem keyrðu ESB umsóknina í gegnum þingið 2009 troði upp og biðji íslensku þjóðina afsökunar.
Frelsarinn sagði jú af alvarlegu tilefni: "Faðir fyrirgef þeim, þeir vita ekki hvað þeir gjöra"
Kannski er nú komminn tími fyrirgefninga í ESB málum Íslendinga?
Stöndum með grísku þjóðinni
Með játningum og afturhvarfi æ fleiri ESB sinnanna er ef til vill komin samstaða um afdráttarlausa afturköllun umsóknarinnar sem send var illu heilli sumarið 2009, en sem betur fór tókst að svæfa nánast í fæðingu. Örlög grísku þjóðarinnar og gríðarlegur vandi eru því miður þessa stundina háð gjörðum "misvitra pólitíkusa" Evrópusambandsins
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 6. júlí 2015
Sigur lýðræðisins í Grikklandi
Gríska þjóðin hafnaði einhliða úrslitakostum Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í þjóðaratkvæðagreiðslu.
62% sögðu nei við kröfum ESB
Forystumenn ESB og AGS höfðu hótað grísku þjóðinni einangrun og að setja efnahag landsins í rúst ef þeir höfnuðu kröfum þeirra. Það var m.a. krafist mikils niðurskurðar elli- og örorkulífeyris, stórfelldrar hækkunar virðisaukaskatts á nauðsynjavörum m.a. á lyfjum og umfangsmikils niðurskurðar í opinberri þjónustu og víðtækri einkavæðingu samfélagsstofnana og þjónustu sem nú er á vegum hins opinbera.
"Hryðjuverkárás" ESB og AGS gegn Grikkjum
Öllum sem vildu vita var ljóst að Grikkland gat ekki borgað þær kröfur sem sem ESB og AGS kröfðust. Þau neyðarlán sem Grikkland hefur fengið að undanförnu hafa runnið beint aftur til evrópskra banka í stað þess að byggja upp og styrkja innviði Grikklands og gera þeim kleyft að byggja sig upp að nýju.
Alexis Tsipras forsætisráðherra Grikklands kallaði kröfur og hótanir ESB-leiðtoga beina hryðjuverkaárás á Grikkland.
Er okkur skemmst að minnast þegar Bretland með stuðningu AGS og ESB setti hryðjuverkalög á Ísland haustið 2008.
Ætlun þeirra var að knýja Íslensku þjóðina til uppgjafar og hlýðni við ESB-valdið. Þökk veri neyðarlögunum og að við vorum utan ESB með eigin mynt náðu áform þeirra ekki fram að ganga. Þá skipti vinátta grannþjóða eins og Færeyinga og Pólverja miklu máli. Ljóst er að vandi Grikklands er mikill.
Kúgunarstefna ESB og AGS hefur beðið skipbrot í þjóðaratkvæðagreiðslu Grikkja. Hvort það er næg lexía til að þetta ofurvald sjá að sér og bjóði Grikkjum viðráðanleganlega samninga kemur í ljós á næstu dögum.
Íslensk stjórnvöld styðji Grikki
Íslensk stjórnvöld eiga þegar í stað að mótmæla framkomu leiðtoga ESB-ríkjanna sem nú hóta Grikkjum. Ríkisstjórnin á að lýsa yfir stuðningi við grísku þjóðina og styðja sjálfstæðisbaráttu hennar með beinum hætti, pólitískt og efnahagslega. Þjóðaratkvæðagreiðsla Grikkja er einstök og mikilvæg hvatning til lýðræðisins og fordæmi fyrir aðrar þjóðir.
Kjarkur Grikkja og þor og sjálfsvirðing mun hafa gríðarlega áhrif á vitund og sjálfstæðisbaráttu þjóðanna í Evrópu og slá til baka, tímabundið a.m.k., yfirgang og kúgun Brüsselvaldsins.
- Hvar værum við stödd, ef áform ESB-sinnanna á Ísland um að troða Íslandi inn í ESB hefðu náð fram að ganga með aðildarumsókninni 2009?
Sem betur fór tókst með einörðum aðgerðum að stöðva þann feril í tíma.
Utanríkisráðherra Íslands á þegar í stað að krefjast staðfestingar á því frá Brüssel að umsókn Íslands hafi verið endursend eins og íslensk stjórnvöld hafa beðið um.
Þeir stjórnmálamenn sem enn flytja tillögur á Alþingi Íslendinga um að halda til streitu umsóknar- og aðlögunarferli Íslands að ESB ættu að sjá að sér og að biðja þjóðina afsökunar og afturkalla þann tillöguflutning.
Hjarta lýðræðis slær í Grikklandi
Það hafa orðið kaflaskil í þróun ESB.
Grænland sagði sig úr ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrst þjóða.
Þá var samþykktum ESB breytt til þess að slíkt yrði nánast ómögulegt.Norðmennn höfnuðu aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í kjölfarið breytti ESB samþykktum sínum þannig að umsóknarríki verður að innleiða öll lög og reglur ESB áður en samningsköflunum er lokað.
Nú hefur efnahagslegum þvingunarkröfum ESB á eitt aðildarríki verið hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Gríska þjóðin vill sjálf ákvarða um framtíð sín líka þegar erfiðleikar steðja að. Hvernig ESB bregst nú við skýrist á næstu dögum.
Staðreyndin hinsvegar er sú að ein elsta lýðræðisþjóð heims, Grikkland vísar áfram veg lýðræðisins og gefur fordæmi sem er öllum þjóðum mikilvæg og verður einstök hvatning til framtíðarinnar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 30. júní 2015
Kafteinn Pírata gegn ESB - Styðjum Grikki
Íslensk stjórnvöld eiga nú þegar að lýsa yfir fullum stuðningi við grísku þjóðina og bjóða fram pólitískan stuðning á alþjóðavettvangi í sjálfsstæðisbaráttu þeirra gegn stórríkinu ESB.
Hótanir og yfirgangur Evrópusambandsins í garð Grikkja er af sama meiði og hryðjuverkalögin sem voru sett á Íslendinga haustið 2009 í bankahruninu hér á landi.
Stjórnvöld á Grikklandi, þessa elsta lýðræðisríki heims hafa nú kallað þjóðina beint að borðinu í þjóðaratkvæðgreiðslu.
Talsmenn mannréttinda fordæma ómannúðlega heimtufrekju og yfirgang forystu ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart Grikkjum.
Íslenskum stjórnvöldum ber skilyrðislaus skylda til að afturkalla refjalaust umsóknina um inngöngu í Evrópusambandið og fá staðfesta kvittun frá Junker og Merkel um að hún hafi verið send til baka.
Samstaða gegn yfirgangi ESB
Þeir einstaklingar og íslensk stjórnmálasamtök sem enn flytja tillögur á alþingi um áframhald beiðni um inngöngu í ESB ættu snarast að sjá að sér og biðjast afsökunar.
Það var gott hjá Birgittu Jónsdóttur kafteins Pírata að kalla eftir samstöðu Íslendinga til stuðnings Grikkjum gegn ESB.
Birgitta Jónsdóttir: Sýnum grísku þjóðinni samstöðu
Mér hefur ávalt fundist Birgitta vera einlægur ESB andstæðingur og stæði með okkur sem viljum að Ísland standi utan þess félagsskapar.
Birgitta sem kafteinn Pírata tók af öll tvímæli um afstöðu sína til Evrópusambandsins á alþingi í dag og fordæmdi aðför ESB að Grikklandi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 7. júní 2015
Hátíðarkveðjur á sjómannadaginn
Föðurland vort hálft er hafið,
helgað margri feðra dáð.
Þangað lífsbjörg þjóðin sótti,
þar mun verða stríðið háð.
Ég sendi sjómönnum og fjölskyldum þeirra hátíðarkveðjur á sjómannadaginn.
Þessar ljóðlínur úr sálmi Jóns Magnússonar lýsa svo vel hinni eilífu sókn og baráttu eyþjóðar fyrir sjálfstæðri tilveru sinni.
Það voru sjómennirnir og fiskvinnslufólkið sem breytti auðlind fiskimiðanna í dýrmæta útflutningsvöru sem skóp okkur gjaldeyri og var undirstaða sjálfsstæðis, framfara og velsældar íslensku þjóðarinnar.
Við minnumst með virðingu og þökk allra þeirra sem létu líf sitt í hildarleiknum við öldur hafsins. Við minnumst þeirra sem tóku lokaslaginn í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar við útfærslu fiskveiðilögsögunnar og sigursins í þorskastríðinu við Breta og aðrar Evrópuþjóðir.
Þá stóð íslenska þjóðin sameinuð í lokabaráttunni fyrir fullveldinu og vann sigur.
Og áfram eru það sjómennirnir og auðlindir hafsins sem stöðvuðu áform svikulla íslenskra pólitíkusa sem reyndu allt hvað þeir gátu til að svifta þjóðina sjálfstæði sínu og troða Íslandi í Evrópusambandið. Þar voru á ferð pólitíkusar sem jafnvel gengu þvert á loforð og fyrirheit sem þeir höfðu gefið kjósendum sínum og þjóðinni.
Það er með ólíkindum að til séu þeir menn íslenskir sem vilja framselja yfirráð fiskveiðiauðlindarinnar, frumburðarrétt þjóðarinnar til erlends ríkjasambands.
"Föðurland vort hálft er hafið þar mun verða stríðið háð"
Þessi orð eiga vel við í vörn og sókn í hinni eilífu baráttu fyrir fullveldi Íslands. Þar eru íslenskir sjómenn í fylkingarbrjósti.
Til hamingju með daginn
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 2. júní 2015
Danir vilja endurskoða ESB aðild
46% Dana vilja semja upp á nýtt um aðild að ESB á meðan 33% vilja óbreytta aðild og 21% taka ekki afstöðu. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem Nordstat gerði fyrir danska alþingisvefinn, Altinget.dk. (46 procent vil genforhandle dansk EU-medlemskab)
Þeir flokkar sem eru gangrýnir á aðild að ESB eða eru henni beinlínis andvígir sækja mjög á í nýbirtum skoðanakönnunum.
Þannig er t.d. Enhedslisten, sem er lengst til vinstri í dönskum stjórnmálum mjög gagnrýninn og reyndar andvígur veru Dana í ESB. Hann mælist nú með um 10% atkvæða og 17 þingmenn og bætir við sig 5 þingsætum.
Leiðtogi Enhedslisten Johanne Schmidt-Nielsen er langvinsælust af formönnum dönsku flokkanna, vel fyrir framan forsætisráðherrann Helle Thorning Schmidt. (Røde partiledere er langt mere populære end blå)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)