Verkalýðsfélag Kaldrananeshrepps 1949

merki kaldrananeshreppsKjarasamningur milli Verkalýðsfélags Kaldrananeshrepps í Strandasýslu og atvinnurekenda í Kaldrananeshreppi, undirritað á Drangsnesi 23. júlí 1949 er um margt athyglisverður.

Þar er kveðið á um tímakaup karla í dagvinnu, eftirvinnu og næturvinnu við hin ýmsu störf, flokkuð eftir líkamlegu erfiði og ábyrgð, uppskipun, útskipun og aðra almenna skilgreinda vinnu .
Sömuleiðis er kveðið á um kaup kvenna við almenna vinnu, dagvinnu, eftirvinnu og næturvinnu.
 Það kaup er almennt nokkru lægra en karla

Jafnréttisákvæði - Sömu laun fyrir sömu vinnu
Hinsvegar stendur þetta afdráttarlausa jafnréttisákvæði í 3.gr 

“ Vinni kona við útskipun eða aðra þá vinnu sem venja er til að karlmenn einir vinni, skal greiða þeim sama kaup og karlmönnum”.

Þrátt fyrir  kerfisbundinn kynjaðan launamun karla og kvenna var í þessum kjarasamningi kveðið skýrt á um sömu laun fyrir sömu vinnu.
Ákvæðið vísaði aðeins í aðra áttina en vísaði samt ákveðið veginn.
 Kjarabarátta síðari ára hefur einmitt miðað að því hefja upp kaup og kjör starfa sem hafa verið skilgreind sem “kvennastörf”, svo sem umönnun barna, aldraðra, sjúkra og samfélagsleg hjúkrun og velferðarstörf.  
Merkilegt nokk var kennarastarf hlutfallslega vel launað fyrir hálfri öld eða svo. 

Við framhaldsskóla og sérskóla fylgdu kennarastarfinu jafnvel íbúðir og ýmis hlunnindi. Sama var um lækna, hjúkrunarfólk  og presta  t.d    

En kjölfestan í þessum störfum var einmitt undirstaða jöfnuðar og  velferðar í byggðarlögum vítt og breitt um landið.

Í mörgum þessum störfum virðist launajöfnunin hafa farið niður á við,- úr karlaviðmiðun í kvenviðmið og jöfnuðurinn farið í öfuga átt, andstætt hugsjónum kjarasamningsins í Kaldrananeshreppi 1949.

 Unglingar 12 til 16 ára aðilar að kjarasamningi
Víkjum aftur að kjarasamningi Verkalýðsfélags Kaldrananeshrepps.  
Þegar komið er að kaupi drengja og stúlkna á aldrinum 14 til 16 ára er engin greinarmunur gerður á kynjum.
Dagvinna, eftirvinna og næturvinna tilgreind skilmerkilega.
Sama er með börn og unglinga á aldrinum 12 til 14 ára.  
Þau eru einnig aðilar að þessum samningi.
Þá var gert ráð fyrir að öll sem vettlingi gæti valdið ynnu, þegar svo bar undir.  
Og til að létta á framfærslu heimilanna og kenna ungu fólki að taka þátt með fullorðnum og læra að vinna. “ Vinnan göfgar jú manninn".

Matar- og kaffitímar skýrir
10. grein segir:
 "Dagvinna reiknast frá kl. 7 að morgni til kl.6 að kveldi.
Eftirvinna frá kl. 6 að kveldi til kl. 10 að kveldi

Næturvinna frá klukkan 10 að kveldi til kl.7 að morgni.
Á matartíma skal ekki reikna kaup, en kaffitími greiðist með fullu kaupi.
 Matar og kaffitímar skulu teknir reglulega og ákveðist  þannig:
 Kaffi kl. 9- 9,30 árdegis.
Matur kl. 12 – 1. Kaffi kl. 3,30- 4 síðdegis.
Matur kl. 7 – 8 síðdegis. Kaffi kl. 10- 10,30 að kveldi, kaffi kl. 3- 3,30 að nóttu . Kaffi kl. 6,30- 7 að morgni.
Sé unnið í matar og kaffitímum skal sú vinna greiðast með 100% álagi".
12. gr.
"Sé unnið 2 klukkustundir fyrir eða eftir kaffitíma  skal greiðast fullur kaffitími.
 Þó má enginn verkamaður eða kona taka sama kaffitímann nema hjá einum atvinnurekanda"

"Háttvísi verkstjóra jafnt á vinnustöð sem utan"

17. gr. "Atvinnurekendur skuldbinda sig til að láta verkstjóra sína gæta fyllstu varúðar og aðgætni við alla vinnu að svo miklu leyti  sem valdsvið þeirra nær".

18. gr."Atvinnurekendur skuldbinda sig til að hafa ekki í þjónustu sinni verkstjóra sem ekki geta tamið sér sæmilega háttvísi í orði og umgengni við verkafólk, jafnt á vinnustað sem utan". (leturbr. jb).
19. gr
"Slasist verkamaður eða kona við vinnu eða til og frá vinnustað skal hann eða hún halda fullu kaupi eigi skemur en 6 virka daga. 
Vinnuveitandi kostar flutning hins slasaða til heimilis eða sjúkrahúss ef læknir telur flutning nauðsynlegan".

 "Full dýrtíðaruppbót"
20. gr.
"Á allt kaup samkvæmt samningi þessum skal koma full dýrtíðaruppbót samkvæmt vísitölu Hagstofunnar næsta mánuð á undan".
23. gr.
"Kaup- og kjarasamningur þessi gildir  frá 15. júlí  1949 og áfram þar til annarhvor aðili segir honum upp með eins mánaðar fyrirvara." 

Undir kjarasaminginn rita.F.h. atvinnurekenda Jón P. Jónsson, Kristján Einarsson og Guðmundur Þ. Sigurgeirsson. F.h. Verkalýðsfélagsins, Torfi Guðmundsson, Elías Jónsson, Helgi Sigurgeirsson, Skúli Bjarnason og Jóhannes Jónsson.

Verkalýðsfélag Kaldrananeshrepps var stofnað 17. júní 1934. Föðurbræður mínir þeir Halldór og Jóhannes Jónssynir frá Asparvík eins og reyndar aðrir Strandamenn báru ríka réttlætiskennd í brjósti og beittu sér með öðrum í kjara baráttunni. Verkalýðsfélagið hefur nú sameinast Verkalýðsfélagi Vestfirðinga.

"Höfum við gengið til góðs"

 Annað hvort eiga allir samningar sem gerðir eru að vera "dýrtíðartryggðir" eða engir. Þar verður að ríkja jöfnuður á báðar hliðar en ekki bara á annan veginn sem nú er.

Sannarlega hefur margt gott gerst í kjaramálum síðan Verkalýðsfélag Kaldrananeshrepps samdi 1949.

Engu að síður veltir maður fyrir sér hvað hefur áunnist og hvað hefur tapast  frá þeim tíma er þessir framsýnu samningamenn sömdu um kaup og kjör á Drangsnesi 23. júlí 1949. 

 

 


" Hópíþrótt" sem Nató kann

Mogginn er alvöruþrunginn og gamansamur þessa dagana. Fulltrúum hans var boðið á "íþróttaæfingu hjá Nató" :

"Hópíþrótt sem NATO kann"

Freigáturnar Mecklenburg-Vorpommern (F218) og HDMS Hvidbjørnen (F360) sjást hér taka …
Freigáturnar Mecklenburg-Vorpommern (F218) og HDMS Hvidbjørnen (F360) sjást hér taka sér stöðu fyrir aftan freigátuna HDMS Niels Juel (F363) undan ströndum Færeyja. Að baki þeim sést færeyska strandgæsluskipið Brimil. Morgunblaðinu var nýverið boðið að fylgjast með kafbátaleitaræfingu þessara skipa og nutu þau aðstoðar úr lofti. Morgunblaðið/Árni Sæberg

"Kaf­báta­leit er hópíþrótt

þar sem mörg ólík vopna­kerfi og her­sveit­ir Atlants­hafs­banda­lags­ins (NATO) vinna sam­an sem ein sterk heild. Til að hægt sé að elta uppi kaf­bát und­ir yf­ir­borðinu þarf allt að ganga sem skyldi og koma skip, bát­ar, þyrl­ur og flug­vél­ar að verk­efn­inu. Og þessa íþrótt kann NATO afar vel. Þetta sagði Stephen G. Mack, undiraðmíráll í banda­ríska sjó­hern­um, í sam­tali við Morg­un­blaðið, um síðastliðna helgi.

„Og ég myndi segja að NATO væri mjög sterk­ur leikmaður í þess­ari íþrótt. Leik­ur­inn er mjög margþætt­ur og því er afar mik­il­vægt að þjálfa vel og reglu­lega. leturbr. JB

Ef horft er um öxl þá höf­um við með tím­an­um náð góðum tök­um á kaf­báta­hernaði og það sést á æf­ing­um sem þess­ari......“ 

Lofsvert er að geta brugðið fyrir komiskum, leikrænum tilburðum íþróttafréttamanns þegar talað er um að ná góðum árangri í "kafbátarhernaði"

Gott er til að vita að Natóskipin geti leikið sér og keppt innbyrðis í íþróttinni, "kafbátahernaður" og láti þar við sitja


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband