Kjarasamninga við heilbrigðisstarfsfólk og Covid

Það þýðir lítið að gera áhættumat á getu heilbrigðisstofnana að takast á við nýja bylgju Covid 19 faraldurs með kjarasamninga í uppnámi og yfirvofandi verkfallsaðgerðir.

Kjarasamningar  lausir í meir en ár

Kjarasamningar við hjúkrunarfræðinga hafa verið lausir  síðan í mars á sl. ári. Þeir samningar voru settir á með þvingunum. Í baráttunni við Covid faraldur  kom rækilega í ljós hve öflugt starfsfólk í heilbrigðisþjónustu er mikilvægt. 

Ljúka kjarsamningum við hjúkrunarfólk

Það hlýtur nú að vera næsta skref að styrkja innviði heilbrigðiskerfisins og þar á meðal að ná kjarasamningum við hjúkrunar stéttirnar,

Hjúkrunarfræðingar hafa nú aflað sér verkfallsheimildar. Það er mjög óvarlegt af hálfu stjórnvalda að tefla í tvísýnu þessum árangri sem hefur náðst í báráttunni við Covid 19 með kjarasamninga í uppnámi. 

Ríkið ber ábyrgð á kjarasamningum við hjúkrunarfólk

Þótt samningsaðilar séu tveir þá er það ríkisvaldið sem ber ábyrgð á að samningar séu gerðir. Ég held að flestum landsmönnum finnist það móðgun við heilbrigðisstarfsfólk eftir veturinn að ganga ekki frá samningum.

Ætti ekki að bíða með áhættuinnflutning á ferðamönnum þar til þeir samningar eru í höfn?

Bíða með áhættuinnflutning ferðamanna

Varla getur Landspítalinn eða heilbrigðiskerfið gert áhættumat gangvart nýrri bylgju faraldurs  með kjarsamninga við starfsfólkið uppí loft og yfirvofandi verkföllum heilbrigðisstétta.  Hér þarf ábyrga og skynsamlega forgangsröðun stjórnvalda


Kvíði og reiði vegna bráðræðis stjórnvalda

"Ekki ríkir einhugur innan heilbrigðiskerfisins um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að opna landið á ný. Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. 

„Þessi ákvörðun um að opna landið er mjög umdeild. Það sýnist sitt hverjum. Margir af mínum kollegum eru mjög hugsi um þetta og jafnvel reiðir að þetta skuli vera gert,“ sagði Már í viðtali á Morgunvaktinni í morgun." Segir marga reiða yfir því að landið verði opnað

Valda kvíða og öryggisleysi

Það er mjög alvarlegt að fá þá tilfinningu að sóttvarnir og heilbrigðismál þjóðarinnar séu settar póitískt til hliðar í yfirlýsingakeppni milli einstakra ráðherra.

Mikilvægt að halda trausti þjóðarinnar  

Vissulega er staðan atvinnu- og félagslega alvarleg en  kvíði og vantraust á aðgerðir stjórnvalda í veirumálinu eru miklu alvarlegri fyrir þjóðarsálina.

Þessa ákvörðun stjórnvalda og forgangsröðun þarf að endurskoða.

Útrýmum veirunni fyrst á Íslandi og náum eðlilegum samskiptum innanlands.

Bíðum svo átekta

Ljúkum fyrst kjarasamningum við hjúkrunarstéttirnar


Óðagot ráðherra getur orðið dýrkeypt

Íslensk Erfðagreining gæti skimað alla Íslendinga á örfáum dögum, einangrað smitbera og útrýmt veirunni. 

Það er til lítils að skima alla ferðamenn inn í landið ef enn finnst hér smit.

Frekjan í ráðherrunum

Sóttvarnalæknir er greinilega ekki sáttur með frekjuna og yfirganginn í ráðherrum sem hver reynir að yfirbjóða annan.  Þórólfur segir þær hugmyndir sem kynntar voru af ráðherrum um skimun við komuna til landsins í stað sóttkvíar „nokkuð í þeim anda sem hann hafi verið að hugsa. Kórónuveiran sé ekki á förum, ný smit munu greinast innanlands"

Sóttvarnalæknir vill greinilega ekki fórna góðum árangri og heilsu landsmanna fyrir bráðræði pólitíkusa. 

 Ætti þá ekki að útrýma veirusmitum á Íslandi fyrst, hreinsa landið örugglega, ef hægt er að veiruprófa hundruð þúsunda ferðamanna með ásættanlegu öryggi

 Skima alla ferðamenn og hengja á þá "rakningarapp"

 Kári Stefánsson segir að reynslan und­an­farnar vikur sýndi að fram­kvæm­an­legt væri að skima alla ­sem kæmu til lands­ins. Íslensk erfða­grein­ing hafi náð að prófa allt að tvö þús­und manns á dag og hægt ætti að vera að marg­falda þá afkasta­getu.

Skima alla á Íslandi fyrst

Fyrsta skrefið hlýtur samt að vera að tryggja að ekkert smit sé í landinu. Það gagnast ferðamönnum lítið að vera skimaðir á flugvellinum og veikjast svo af Íslendingum.

Þótt fólk hafi verið prófað fyrir einhverjum vikum síðan getur það hafa tekið smit síðan. Kári Stefnánsson getur skimað alla þjóðina á hálfum mánuði.

Það vantar einhverja brú í þessi plön og yfirlýsingar.

Mér finnst þurfa að gæta samræmis í þessum málum. Nú komast bara fáir í skimun hérlendis, hjá heilsugæslustöðvum verður fólk að vera fárveikt með mikil einkenni til þess að komast í sýnatöku. Hjá Íslenskri erfðagreiningu er lokað fyrir og allt sagt upppantað langt fram í tímann.

 Í Wuhan í  Kína á að prófa alla íbúana 11 miljónir á 10 dögum

Yfirvöld í Wuhan í Kína, þar sem krórónuveiran greindist fyrst undir lok síðasta árs, ætla að taka sýni af öllum borgarbúum í ljósi nýrra kórónuveirusmita sem þar hafa greinst að undanförnu. 

"Gert væri ráð fyrir að það tæki um tíu daga að taka sýni úr borgarbúum sem eru ellefu milljóna

Fórnum ekki góðum árangri fyrir hégómagirnd pólitíkusa

Það hlýtur að vera fyrsta mál okkar að útrýma veirunni hér á landi áður en hafið er tilraunastarf með sýkta eða ósýkta ferðamenn. 

 


"Að rækta garðinn sinn"

Mér verður hugsað til franska skáldsins og heimspekingsins Voltaire og Birtings frá 1759
 Fyrir nokkrum vikum var það einskonar "tískukrafa" að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Og það ekki seinna en í gær. Góð rök voru færð.

Hver heimsráðstefnan á fætur annarri var haldin með skrautbúnum þjóðhöfðingjum og frægu fólki sem þeyttist um í einkaþotum heimshornanna á milli.

Hver reyndi að yfirbjóða annan í loforðum og yfirlýsingum. Nú þyrfti að bjarga heiminum. 

Reyndar var ekki hvað síst velt vöngum yfir klæðnaði "toppanna" sem mættu á þessum fínu ráðstefnum fyrir framan myndavélarnar  heimspressunnar.

Og vissulega var staðan graf alvarleg  þótt deilt væri um hvernig.
Stærsta mengunin og loftslagsváin tengdist ekki hvað síst  aukinni flugumferð, ferðalögum fólks og flutningum á vörum heimshorna á milli. Ná þyrfti strax niður olíunotkun og eyðslu annars jarðefnaeldsneytis.

Skyndilega er breytt heimsmynd. Neyðarástandi var lýst yfir  af náttúrinni sjálfri. Heimsfaraldur sem ógnar bæði lífi og efnahag íbúa alls heimsins.

Og hvað  gerist. Tilveran snýst svo gjörsamlega við nánast á einni nóttu.

Nýtt neyðarástand skapaðist. Bannsett olíunotkunin  dróst gríðarlega saman, olíuverðið nálgaðist núllið. Verð á jarðefnaeldsneyti féll. Flugvélaflota heimsins lagt

Hagkerfi heimsins og lífskjör fólks sem byggði á jarðefnaeldsneyti, ferðalögum og flutningum hrundi. Íbúar hnattarins standa fram fyrir gríðarlegri ógn og gjörbreyttri heimsmynd. Staðan er graf alvarleg og ekki séð fyrir endan á hvernig fer

Heimurinn, sömu "skrauthúfurnar" sem vildu lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum fyrir nokkrum vikum á breið þotunum sínum, standa nú á öndinni hvernig megi bjarga flugfélögum og koma flugferðum heimsins, olíunotkununni og allri fartinni í fyrra horf. 

Allt kapp virðist lagt á að komast aftur á þann púnkt sem við vorum á fyrir kórónufaraldurinn: að geta ferðast um heiminn á breiðþotum og ræða neyðarástand í loftslagsmálum.

Við viljum nefnilega komast sem fyrst aftur í hersveitir Don Quiote að berjast við vindmyllurnar.

Birtingur Voltaire, franska skáldsins og heimspekingsins kom út 1759 og var lengi vel bönnuð í mörgum löndum.

Birtingur og félagar lenda í miklum  ævintýrum, þrengingum og svallferðum um heiminn. Þeir dvelja um tíma  meðal annars í hinu eilífa ríki nautnanna "Eldóradó".

Birtingur og höfundurinn Voltaire finna þó friðinn og tilgang lífisns í enda bókarinnar. Lokaorð Birtings gætu svo vel átt við í dag:

 "Maðurinn á að rækta garðinn sinn"


Veirusmitin

Fróðlegt væri að vita hver er stefna íslenskra sóttvarna í almennum sýnatökum framundan og ná hugsanlegum smitberum, en mjög fá sýni voru tekin í gær, aðeins um 70.
 
Norðmenn ætla að "testa" minnst 5% þjóðarinnar á viku fyrir kórónaveirunni. Markmiðið er að finna alla smitbera, einangra og beita víðtækri sóttkví. Stórátak verður gert í sýnatökum
 
Má ekki sofna á verðinum
Þótt vel hafi tekist til þá má ekki sofna á verðinum. Áframhaldandi fjöldasýnataka og einangrun smitaðra hlýtur að vera lykil atríði í að kveða veiruna niður.
 
Fjöldasýnataka og einangrun smitaðra
Víðtæk sýnataka styrkir öryggistilfinningu fólks og treystir samstöðuna. Hún sannfærir okkur einnig um að unnið sé áfram af kappi við að kveða veiruna niður
 
"– De skal drive med testing og finne alle dem som er bærere av smitte, og da isolere disse. De skal også drive smittesporing for dem som de har vært i kontakt med, forteller Guldvog".

Varlega með veiru eldinn!

Ýmsir ráðherrar eru farnir að setja óeðlilega pressu á sóttvarnarlækni og heilbrigðisyfirvöld með hvatvísum  yfirlýsingum sínum um
" opnun landsins".
Það er verið að leggja mikið undir í að bæla niður og úttrýma veirunni hér á landi. Við viljum ekki að kóronaveiran blossi upp að nýju. 
 
Skilyrðislaus sóttkví
Lokun landamæra og skilyrðislaus sóttkví eru liðir í þeim aðgerðum að bæla veiruna niður
 Gríðarlegar efnahagsaðgerðir eru settar í gang til að ná þessum markmiðum
Stór hluti þjóðarinnar á heilsu og frelsi daglegs lifs síns undir að sóttvarnir haldi.
Samfélagið allt á sitt undir að það takist.
 
Óðagot utanríkisráðherra 
Bæði utanríkisráðherra og fjármálaráðherra hafa verið með ótímabærar yfirlýsingar um að opna landið fyrir hinum og þessum þjóðum, en það ber að fara mjög varlega í þeim efnum.
Opna á sum lönd en ekki önnur er flókin aðgerð og er umræða  sem fara verður gætilega í á svo viðkvæmum tímum.
Slíkur "ráðherra  þrýstingur" getur skapað falskar væntingar sem þeir síðan geta litla ábyrgð borið á.
( utanríkisráðherra við ruv : " Kemur vel til greina að opna á ferðir milli Norðurlanda)
   
Eigum að lúta leiðsögn Sóttvarna 
Með slíku yfirlýsingum einstakra ráðherra er verið að taka fram fyrir hendur á sóttvarnar- og heilbrigðisyfirvöldum sem hafa verið í forsvari fyrir öllum aðgerðum til þessa og bera hina faglegu og samfélagslegu ábyrgð.
Þeim hefur tekist vel og markmiðið er skýrt :
að útrýma veirunni á Íslandi
Umræddum ráðherrum er ekkert vandara um en öðrum að halda sig heima á Íslandi og geta talað við kollega sína erlendis í síma eða um fjarfundabúnað.
 
Heilbrigðisráðherra  hefur tekið faglega á málum 
Heilbrigðisráðherra hefur í öllum sínum yfirlýsingum og tali unnið út frá gefnu áliti sóttvarnarlæknis, almannavarna og landlæknis sem hefur verið til fyrirmyndar.
Mér finnst heilbrigðisráðherra ætti að stöðva frumhlaup þessara ferðaglöðu ráðherra sem eru með yfirlýsingum sínum að skapa falskar væntingar eða þrýsting sem þeir hafa ekkert umboð til.
 
Ferðatakmörkunum milli landa verður aflétt á faglegum og heilbrigðislegum forsendum þegar að því kemur og ekki í neinu kapphlaupi
Gleðilegan baráttudag verkalýðsins 1. Maí

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband