"Fleiri fyrirtæki hafa brugðist við kallinu en fyrr í janúar tilkynnti meðal annars Byko að verðlistar myndu ekki hækka næstu sex mánuði hið minsta. Í tilkynningu Byko sagði að BYKO lítur á það sem sitt hlutverk að axla ábyrgð í baráttunni gegn verðbólgu, í ljósi stærðar sinnar og áhrifa í byggingariðnaði.
Skyldi þetta hafa staðist?
Hvað með leigufélögin, eru þau ekki aðilar að S.A.
Hagnaður Landsbankans eykst milli ára
Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins 2024 nam 16,1 milljarði króna eftir skatta.
Hagnaður Landsbankans á öðrum ársfjórðungi nam 9 milljörðum eftir skatta, samanborið við 6,7 milljarða á sama tímabili árið 2023.
Arðsemi eiginfjár var 11,7% á öðrum ársfjórðungi samanborið við 9,5% á sama tímabili í fyrra. Hreinar vaxtatekjur jukust einnig milli ára en hagnaður af þjónustutekjum dróst eilítið saman."
Gat ekki Landsbankinn lækkað vesti á útlánum sínum á eigin forsendum eða lækkað þjónustugjöld frekar en hækka arðsemi eigin fjár um 3 milljarða og hagnað á fyrstu mánuðum ársins um 3 milljarða.?
Aukning út-og innlána
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu sex mánuði ársins er sterkt og öll fjárhagsleg markmið sem bankinn hafði sett sér náðust. Arðsemi er í samræmi við markmið og kostnaðarhlutfallið er með því lægsta sem gerist. Vaxtatekjur eru sterkar en vel hefur tekist til við ávöxtun á lausafé bankans, segir Lilja um ársfjórðungsuppgjörið.
Útlán jukust um 7% frá áramótum, eða um 107,7 milljarða.
Útlán til einstaklinga jukust um 23,5 milljarða. Útlán til fyrirtækja jukust um 84,2 milljarða.
Innlán jukust um 9,5% frá áramótum, eða um tæpa 100 milljarða. Innstæður á sparireikningum í appi jukust um 48%.
Lausafjárhlutfall bankans var 177% í lok annars ársfjórðungs samanborið við 165% í lok sama tímabils í fyrra.
Það er býsna slitin plata og eykur ekki trúverðugleika að kenna stöðugt öðrum um í stað þess að líta í eigin barm.
Launþegasamtök, Neytendasamtök og forysta S.A. eiga að krefjast þess að aðilar innan Samtaka Atvinnulífsins sem og opinberir aðilar standi við gerða samninga og haldi órökstuddum verðhækkunum vöru og þjónustu í skefjum.