"Að segja satt"

" Þið verðið að segja mér satt"

söng Ingibjörg Þorbergs í Aravísum.

Þessi orð koma í hugann þegar hlustað er á boðskap jafnvel fyrrverandi ráðherra um aðild að ESB.

Skilyrðin liggja öll fyrir.

Um þau verður ekki samið. ESB ræður þar för. 

Hvernig ætti líka samband sem stefnir að einu sameinuðu ríkjasambandi að eltast við hinar og þessar varanlegar undanþágur?

Draumórar gömlu ESB -sinnana  

Rök sem höfð voru uppi við umsóknina 2009 um að "kíkja í pakkann"  og ákveða svo eftir á hvort aðild er samþykkt eða ekki voru annaðhvort ótrúleg vankunnátta um aðildarferlið  eða vísvitandi blekking þeirra sem héldu því þá fram.

Blekkingin  fólst í því að segja ekki satt. 

Og enn  dettur einhverjum í hug að halda áfram  í þeim blekkingarleik frá 2009.

Árið er hinsvegar 2024 en ekki 2006. Eftir því sem ég veit þá var  inntöku reglum ESB breytt.

Nú verður að innleiða allar lög og reglur ESB eða skuldbinda í lögum hvenær það yrði gert áður en "samningum telst lokið"

 Stækkunarbók ESB segir:

 " Aðildarviðræður snúast um skilyrði fyrir og tímasetningar á upptöku umsóknarlands á lögum og reglum ESB,framkvæmd þeirra og beitingu sem fylla  ( 2009) 90 þúsund blaðsíður.
Um þessar reglur er ekki hægt að semja.".
 
Þessi skilyrði voru svo ítrekuð af stækkunarstjóra ESB  og samninganefndarmönnum viðræðum sem ég átti sem ráðherra og við erindreka þeirra.
 
 "Hótel California" söng The Eagles
.
Umsókn um aðild að ESB var fyrirvaralaus á sínum tíma og samkvæmt 49 kafla samþykkta ESB.
Í henni felst samþykki fyrir því að undirgangast  öll lög og reglur ESB og þær ákvarðanir sem  Framkvæmdastjórnin síðar tekur. 
Umsóknin var síðan afturkölluð eða "sett á ís" 
 
Spurning um þjóðaratkvæðgreiðslu snýst því aðeins um hvort  viltu þu ganga í ESB eða ekki.
 
Aravísur - að segja satt
Þau sem enn halda að hægt sé að sækja um aðild að ESB og velja úr bitunum ættu að hlusta á Aravísur Ingibjargar Þorbergs:
- "Því er sykurinn sætur?
- Afi, gegndu, hver skapaði Guð?
- Hvar er heimsendir amma?
- Hvað er eilífðin, mamma?
- Pabbi, af hverju vex á þér skegg?
- Því er afi svo feitur?
- Því er eldurinn heitur?
- Því eiga ekki hanarnir egg"?
 
 "Þið eigið að segja mér satt"
 
Skilmálarnir liggja fyrir. 
Árið er 2024
Nýjar "könnunarviðræður" eru einfaldlega ekki til í orðabókinni

Kristrún klók - ekkert ESB

"ESB er ekki brýnasta málið á dagskrá nýrrar ríkisstjórnar"

sagði Kristrún  Frostadóttir strax eftir að hún var kosin formaður Samfylkingarinnar: 

 "Velferðarmál, heilbrigðismál, aldraðir og öryrkjar, menntamál og málefni barna, jafnvægi í ríkisfjármálum eru forgangi.

Var þar mikill samhljómur  með Ingu Sæland og hennar fólki í Flokk fólksins

Kristrún ætlar sér að vera lengur en eitt kjörtímabil í pólitík.

Fer ekki í "sjálfsmorðsleik"

Kristrún hefur  vonandi engan áhuga á sjálfsmorðsleiðangri forvera sinna Ingibjargar Sólrúnar og Jóhönnu Sigurðardóttur. Þær báðar steyptu flokk sínum Samfylkingunni fram af hengifluginu í hruninu 2008 og svo með blindri löngun og baráttu fyrir inngöngu í Evrópusambandið árin á eftir.

Hremmingar Samfylkingarinnar áður

Eftir þessar hremmingar Samfylkingar í ESB- og eftirhrunsmálum  lá við að flokkurinn þurrkaðist út af þingi 2017 með einungis 5,7% atkvæða og þrjá þingmenn.

Flokkur fólksins ítrekað lýst andstöðu við ESB aðild

Flokkur fólksins hefur ítrekað lýst andstoðu við inngöngu í ESB og flutt tillögur á þingi um að draga umsóknina frá 2009  formlega til baka.

Flokkur fólksins vildi færa stjórnmálin inná heimili fólksins og að viðfangsefnum dagsins. Inga Sæland hefur verið sjálfri sér samkvæm í þeim efnum

Blautir draumar ESB sinna eiga þar lítið erindi,

 Nýjar áherslur Samfylkingar 

Kristrún Frostadóttir hefur unnið þrekvirki með Samfylkinguna.  Þar vóg þungt nýjar áherslur og að ESB umsókn væri í raun tekin af dagskrá. 

Með því að taka ESB umsókn af dagskrá unnust fjöldi atkvæða vinstra fólks. Ég virði dugnað Kristrúnar 

 Vonandi stendur Kristrún við þau orð sín um ESB

Gömlum ESB - krötum sárnar 

 Það var mjög sérkennilegt viðtal "ESB - þríeykisins" á Stöð 2 í kvöld

Heimir Már Pétursson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Þorsteinn Pálsson  grátbáðu um nýja ESB umsókn. 

Nú eru þau ekki hver sem er

Öll bæði virk í Samfylkingunni og Viðreisn

Afbrýðisemi í garð Kristrúnar.

Annað hvort voru þau Ingibjörg Sólrún og Þorsteinn Pálsson að reyna að spilla fyrir stjórnarmyndun þeirra  þriggja sem nú tala saman eða afbrýðisemi í garð Kristrúnar og hornreka Viðreisnar sveið.

Grátkór ESB 

 Vantaði bara Jóhönnu, Steingrím og Össur í "settið" með Heimi Má og ræða hinn glataða ESB draum.

 

 


- Pólitískt lík sem bíður greftrunar

Darraðardans á Alþingi 16.júlí 2009 um ESB

Atkvæðagreiðslan á Alþingi 18.júlí 2009 um aðildarumsókn að Evrópusambandinu kemur upp í hugann nú þegar vangaveltur eru um hvort ný ríkisstjórn beiti sér fyrir að endurnýja umsóknina að ESB

Forsætisráðherra hljóp milli borða í þingsal

Eftirá er myndin spaugileg en var ekki þá.

Forsætisráðherra Samfylkingar Jóhanna Sigurðardóttir  hljóp þá milli borða í þingsal til þess að fylgjast með atkvæðagreiðslu einstakra þingmanna.

Kallaði einstaka þingmenn VG á eintal út úr salnum meðan á atkvæðagreiðslu stóð, ýmist hótaði eða lofaði.

Ljóst var að mjótt yrði á munum 

ESB sinnar í öllum flokkum höfðu þrælskipulagt sig saman undir forystu formanna ríkisstjórnarflokkanna.

  Jóhanna,forsætisráðherra  hafði kallað mig á einkafund rétt fyrir atkvæðagreiðsluna og hótaði mér í bak og fyrir annars vegar ef ég greiddi atkvæða gegn og hinsvegar lofaði gulli og grænum skógum ef ég samþykkti.

ESB- umsóknin var aldrei "ríkisstjórnarmál" 

Stjórnsýslulega var Þingsályktunartillagan um aðild að ESB hvorki ríkisstjórnar mál né meirihlutamál ríkisstjórnarflokkanna.

Þótt forysta ríkisstjórnarflokkanna hafi viljað líta svo á eftir á. 

Einn ráðherra var algjörlega á móti málinu í ríkisstjórn. 

Hópur þingmanna VG, annars ríkisstjórnarflokksins lýsti fyrirfram andstöðu.

Hafði tillagan því aldrei meirihluta þingmanna ríkisstjórnarinnar á bak við sig  

Utanríkisráðherra sem fékk að flytja málið í eigin nafni varð því að treysta á stuðning þingmanna úr öðrum flokkum. 

Hart var tekist á um málið innan þingflokks VG.  

 Formaður VG sem studdi ESB umsóknina afar eindregið lýsti áhyggjum að þessi ágreiningur innan þingflokksins um grundvallarmál gæti stefnt lífi ríksstjórnarinnar í voða og síðar einnig fyrir VG.

Hvoru tveggja koma á daginn.

 ESB umsóknin varð næstu ár eins og pólitískt lík í kistu sem beið greftrunar 

  Þingmenn og fjöldi forystufólks VG og þeir sem borið höfðu fram hugsjónir VG í byrjun yfirgáfu hreyfinguna eða urðu óvirk.

VG er nú horfið af þingi og við lá að örlög Samfylkingarinnar hefðu orðið þau sömu fyrir nokkrum árum vegna m.a. ESB umsóknar 

Atkvæðagreiðslan 16.júlí 2009 fór "uppíloft". 

Þingsályktunar tillagan var samþykkt með 33 atkvæðum- 28 þingmönnum VG og Samfylkingar og 5 atkvæðum þingmanna stórnarandstæðinga úr Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki og Hreyfingunni. 

Nei sögðu 28 þingmenn þar á meðal 5 þingmenn VG

Núverandi formaður Viðreisnar tók ekki afstöðu. 

Tveir þingmenn sátu hjá  við loka afgreiðsluna.

Þar á meðal núverandi formaður Viðreisnar sem valdi þá að fylgja flestum félögum sínum í Sjálfstæðisflokknum og  styðja ekki aðildarumsókn að ESB.

Er skondið að hún skuli nú einn helsti talsmaður aðildar að ESB

Ekkert hefur það gerst síðan sem gerir aðild að ESB fýsilega nú en þá.

Fyrir lok kjörtímabilsins 2013 höfðu 5 þingmenn VG af 14 sagt skilið við flokkinn og átti ESB umsóknin og það sem á eftir fylgdi stærstan þátt í því sem og  erfiðleikunum og  trúnaðarbrestinum sem fylgdu næstu árin.

 Varnaðarorð

Þessi upprifjun og varnaðarorð eru hér rituð  til þeirra flokka sem gæti dottið í hug að setja ESB umsókn aftur á dagskrá.   


" Að svíkja sína huldumey"

Fyrsta hreina vinstristjórn lýðveldisins gerði léleg lífskjör, aukið atvinnuleysi og tapað fullveldi að meginverkefni sínu 16. júlí 2009 þegar ríkisstjórnarmeirihlutinn á alþingi samþykkti að senda aðildarumsókn til Evrópusambandsins.

Lífskjör á Íslandi eru langtum betri en í þorra ríkja Evrópusambandsins.

Atvinnuleysi er lægra á Íslandi og hagvöxtur meiri.

Innganga í Evrópusambandið fæli í sér stóraukna skuldabyrði ríkissjóðs vegna björgunarsjóðs evru-ríkja.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir vinnur gegn hagsmunum almennings í bráð og lengd með því að halda ESB-umsókninni til streitu."

Félagshyggja, fullveldi og náttúruvernd eru óaðskiljanleg í stjórnmálum.

Aldrei kom fram að það væri ófrávíkjanleg krafa Samfylkingar fyrir ríkisstjórn á þeim tíma að sótt væri beint um aðild að ESB.

Enda var Samfylkingin í neinni slíkri aðstöðu til þess að setja afarkosti eftir að Vg bjargaði þeim út úr hrunstjórninni. 

Hins vegar vissum við um sterkan hug þeirra í þeim efnum og óskum og ýmsir forystmenn VG héldu þessu fram 

ESB umsókn var í upphafi þingmannamál en ekki ríkisstjórnarmál  hjá Samfylkingu sem hópur af forystumönnum Vg lofuðu illu heilli að styðja.

Síðar vildu forystumenn  flokkanna Vg og Samfylkingar gera það að ríkisstjórnarmáli til þess að keyra það í gegn

Þvert á gefin loforð Vg fyrir kosningar.

Var því ESB tillagan aldrei borin upp í ríkisstjórn heldur afgreidd í gegnum þingið.

Enda vitað að einn ráðherra og stefna Vg var algjörlega andvíg umsókn að ESB sem og fjöldi þingmanna flokksins. 

Traust og trúnaður er forsenda - óháð málefnum 

Ég var sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra á þessum tíma.

Og sem betur fer tókst að stöðva ESB umsóknina áður en varanlegt tjón hlaust af.

En traust til forystu Vg þvarr. 

Byggja þarf upp nýja hreyfingu

Nú er verk að vinna að byggja aftur upp hreyfingu, fullveldis, félagshyggju, náttúruverndar, friðar og mannréttinda sem Vg var ætlað að vera og störfuðu vel eftir fyrsta áratuginn. 

Brettum upp ermar!

 

 

 


1. Des - Fullveldisdagur Íslands

Gleðilega hátíð og til hamingju kæra þjóð.

Gott er að minnast fullveldisræðu Halldórs Laxness 1.des 1955. Þótt margt hafi breyst síðan þá eru hugsjónir, gildin , metnaðurinn, stoltið og varnaaðarorðin sívirk: 

að er ekki óalgengt viðkvæði hér á landi nú á dögum, þegar talið berst að nauðsyn þess að marka stefnu Íslands sem sjálfstæðs og fullvalda ríkis í einhverju máli, að menn segja svo:

„Ég er þessu máli fylgjandi í hjarta mínu og ég skal reyna að styðja það svo lítið ber á, en ég vil ekki láta bendla mig við það opinberlega, því þá getur verið að ég fái ekki stöðu sem ég er að hugsa um, ellegar missi þá stöðu sem ég hef; að mér verði synjað um lán sem ég þarf að fá; eða fái ekki að fara til Ameríku og verði meira að segja kanski skammaður í blöðunum.“

Það eru heimildir fyrir því að barátta Jóns Sigurðssonar og samherja hans hafi ekki í fyrsta lagi verið háð við hina erlendu nýlendustjórn, heldur einkum og sérílagi við þá menn hér heima á Íslandi sem hugsuðu og töluðu eins og þeir sem ég nú vitnaði til.

  Menn af þessu tagi eru höfuðóvinir sjálfstæðis og fullveldis þjóðar sinnar, ekki vegna þess að þeir eigi beinan þátt í að ráða landið undir útlendínga, það gera venjulega aðirir sem standa þeim ennþá ofar að mannvirðíngum; heldur af því að þeir eru hræddir við að fylgja því sem þeir vita rétt.  Það er hörmulegt þegar menn fara að líta á embætti sín, stöður eða lánstraust sem gýligjafir sér til handa fyrir að fylgja fram því sem þeir vita að er rángt.

Fullveldið sem vannst 1.des 1918 er fjöregg þjóðarinnar. Sjálfstæðið er sívirk auðlind sem standa þarf vörð um, vökva og rækta:

"Ræða til flutníngs á fullveldisdaginn 1. desember 1955

Halldór les upp úr verkum sínum á afmæli ungmennafélagsins Aftureldingar í Mosfellssveit árið 1949

Ræða

til flutníngs á fullveldisdaginn 1. desember 1955.  (Bandupptaka)

Á fullveldisdaginn, sem jafnan hefur verið haldinn hátíðlegur síðan 1918, sérstaklega af æskumönnum undir forustu háskólastúdenta, er eðlilegt að á hugann leiti nokkrar spurníngar um tilverurök þessarar norrænu eyþjóðar, sem lærðir útlendíngar telja að búi á ystum takmörkum þess að lifað verði siðmenníngarlífi. 

Þessi minníngardagur stúdenta um fullveldi Íslands er haldinn að upphafi hávetrar, á árstíma sem þessi hluti jarðhvelsins fer að nálgast mestan skugga.  Það útheimtist meira siðferðisþrek til að svara spurníngum um tilverurök á degi með hörðum vindum og þúngu skýafari, og næstumþví aungri dagsbirtu, heldur en á blíðum vordegi þegar alt leikur í lyndi.

En það er bót í máli á okkar dögum að hugsa til þess að hér var oft dekkra umhorfs í inngáng jólaföstu heldur en nú. 

Hér stóðu áður í dölum og með ströndum fram lág torfhróf eða moldarbíngir í stað húsa á víð og dreif, með næstum því aungum ljósum á þessum tíma árs utan ósýnilegu ljósi fornsögunnar í brjósti þjóðarinnar.  Það hefur aldrei verið bjartara hið ytra í íslensku skammdegi en á okkar tíð.

Ísland hefur, einsog er, tækni á valdi sínu til jafns við flest önnur lönd, og jafnvel meiri en þau lönd sumhver, sem liggja við suður á heimskrínglunni, lönd þar sem vitrum útlendíngum hefur virst náttúrlegt að siðmenníng yxi af sjálfu sér eins og blóm. 

Alþjóðleg tækni heimsins hefur flutt okkur siðmenníng híngað.  En það má ekki fara að ímynda sér að sú alþjóðleg tækni sem hefur lagt undir sig Ísland og flutt því siðmenníngu, í sumum greinum jafnvel á borð við það sem gerist með forgángsþjóðum, hafi streymt hér fram fyrir tilverknað undurs, líkt og þegar Móses drap stafi sínum á klett.

Fullveldinu hefur fylgt innlendur atvinnurekstur, íslenskar siglíngar og íslensk utanríkisverslun; þjóðin jókst að afli til að starfa á tæknilegum grundvelli, til að sigla og versla, um leið og hún sleit af sér nýlenduböndin.  Vinnuafl íslensku þjóðarinnar var gert arðbært, því var beint að viðreisn nútímalegs þjóðarbúskapar, það var gert að grundvelli undír íslenskum þjóðarhag, undir sjálfstæðri nasjónalökonómíu. 

Og svo mun halda áfram, siðmenníng og velmegun aukast í þessu landi meðan – og því aðeins – starfskröftum og hugviti íslenskra manna verði beint að eflíngu sjálfstæðs íslensks þjóðarbúskapar á tæknilegum grundvelli.  Undirstaða auðlegðar á Íslandi er vinnuafl þjóðarinnar.  Áður meðan við vorum útlend nýlenda, var flutt héðan hvert það lítilræði sem frumstæðir bændur og sjósóknarar sóttu hörðum höndum í skaut lands og sjávar. 

Lángtímum saman fanst hinni erlendu nýlendustjórn þó varla svara kostnaði að senda íslendíngum aungla og færi til að draga fisk. 

Öll þjóðin lifði við kjör fángabúðaþræla.  Einstökusinnum lét nýlendustjórnin senda híngað skip með hallæriskorn en slíkar sendíngar áttu meira skylt við kristilega góðgerðastarfsemi, og hafa vonandi orðið til þess að afla gefendunum þeirrar vistar í himnaríki sem kristileg góðgerðastarfsemi hefur að takmarki.  Eftir alþjóðlegu hagstjórnarlögmáli mun svo enn verða, að meðan útlendíngar ráða vinnuafli manna á Íslandi, þá ráðstafa þeir því sér í hag og sínum fyrirtækjum, þeir reisa einhverjar stassjónir hér og hvar um landið, og þángað hverfa starfandi menn íslenskir til að gerast óvirkir þjóðfélagsþegnar.Þessum starfsmönnum við hin útlendu fyrirtæki er að vísu greitt í peníngum; en verðlitlum peníngum sem eru gleyptir jafnóðum af brennivínssölum, súkkulaðiframleiðendum og mojbúðum; þessir peníngar fara sömu leið og verkið sem þeir eru goldnir fyrir: fyrir norðan garð og neðan í íslenskum þjóðarbúskap.  Mér virðist ekki út í bláinn á fullveldisdegi Íslendínga, að leiða hugann að því hvort við eigum að sólunda íslensku vinnuþreki í útlenda verkleysu heldur en hagnýta hugvit og handafl landsmanna til að efla innlenda atvinnuvegi, siglíngar og verlsun, efla íslenskan þjóðarbúskap, efla það fullveldi Íslands sem ekki sé aðeins orðin tóm.

Við höfum á næstliðnum áratugum að verulegu leyti gert okkur fjárhagslega undirstöðu sem hæf sé að bera alþjóðlega nútímamenníngu.  Ég er ekki að hafa á móti úlendum áhrifum.  Menníng heimsins er fólgin í því að þjóðirnar noti sér af hugviti hver annararrar en ekki að þær gerist trosberar hver annarrar eða handbendi.

Þó við séum ríkari að afli og hugviti en nokkru sinni fyr í þjóðarsögunni, þá er slíkt lítilsnýtt ef við höfum ekki þá trú á manngildi okkar, þá virðíngu fyrir þjóðerni okkar, sem geri okkur stolta og fegna af hverju því verki er við vinnum.  Það er holt að minnast þess að trúin á Ísland og sannfæríng þess að við værum skapaðir sjálfstæð þjóð var stundum aleiga Íslendínga.  Þó við hefðum leyft purkunarlausum valdamönnum að spila öllu af okkur þángaðtil við stóðum uppi sem ein vesölust þjóða Evrópu hagsmunalega séð, og lifðum í moldarholum einsog refir eða mýs, þá var þó einn þáttur í þessari litlu fátæku þjóð sem aldrei brast, sannfæríngin um tilverurétt okkar, vissan um að við værum sjálfstætt fólk, dómgreind sem gerði fyrirskipanir útlendínga að hlægilegum bjálfaskap á Íslandi; - meira að segja á tímum meðan Ísland var kallað hjáland annars lands og þjóðarhafur vor háður dutlúngum nýlendustjórnar.

  Á miðöldum, er erkibiskupar seildust hér til valda í nafni guðs, og sendu híngað bréf frá útlöndum um það hvernig íslendíngar ættu að sitja og standa í landi sínu, þá var hér fyrir í landinu þjóðlegur siðferðisstyrkur hverju erlendu valdboði meiri, sá sem lýsir sér í orðum höfðíngjans Jóns Loftssonar þegar honum var boðaður vilji erlends valdamanns um það hvernig hann ætti að haga sér á Íslandi og hverjum að þjónkast í heiminum; þá svaraði hann þeim orðum sem síðan hafa staðið næst hjarta sérhvers framlegs manns og sæmilegs dreings á Íslandi:

„Heyra má ég erkibiskups boðskap“ sagði þessi gamli oddaverji, Jón Loftsson.  „En ráðnn er ég í að hafa hann að aungu. 

Og eigi hygg ég að erkibiskup vilji betur né viti en mínir foreldrar, Sæmundur hinn fróði og synir hans.“

Útlent valdboð fær ekki snert þann mann né þá þjóð sem hefur ágæti forfeðranna sér að siðferðilegum bakhjalli og leiðarvísi í vandamálum líðandi stundar.  Sjálfstæðiskendin og sannfæríng manns um manngildi sitt er þesskonar verðmæti andlegt, sem ekkert valdboð megnar að skerpa, og ekki líkamlegar hirtíngar hafa mátt til að brjóta, jafnvel ekki hlekkir, hvortheldur þeir eru gerðir af járni ellegar eru þjóðmegunarlegs eðlis. 

Játast aldrei undan því sem vér vitum að er réttur í þessu landi og réttur þessa lands: - Það er sjálfstæði. 

Þó að við byggjum öldum saman sem ölmusumenn í moldarbíngjum eins og ég sagði áðan, þá vorum við sjálfstæðir og fullvalda að því leyti sem við viðurkendum ekki í hjarta okkar að nokkur útlendur landstjóarnarmaður, erkibiskup eða herstjóri ætti húsbóndarétt yfir Íslandi; og þó þessi tilfinníng lifði stundum veiku lífi djúpt undir þelanum hjá íslenskum almenníngi, þá skaut hún sprotum sem voldugt líftré í sjálfstæðishreyfíngu 19. aldar, þar sem Jón Sigurðsson var og svo ýmsir ágætir samverkamenn hans, sumir forgaungumenn hans, aðrir eftirmenn.

Það er ekki óalgengt viðkvæði hér á landi nú á dögum, þegar talið berst að nauðsyn þess að marka stefnu Íslands sem sjálfstæðs og fullvalda ríkis í einhverju máli, að menn segja svo:

„Ég er þessu máli fylgjandi í hjarta mínu og ég skal reyna að styðja það svo lítið ber á, en ég vil ekki láta bendla mig við það opinberlega, því þá getur verið að ég fái ekki stöðu sem ég er að hugsa um, ellegar missi þá stöðu sem ég hef; að mér verði synjað um lán sem ég þarf að fá; eða fái ekki að fara til Ameríku og verði meira að segja kanski skammaður í blöðunum.“

Það eru heimildir fyrir því að barátta Jóns Sigurðssonar og samherja hans hafi ekki í fyrsta lagi verið háð við hina erlendu nýlendustjórn, heldur einkum og sérílagi við þá menn hér heima á Íslandi sem hugsuðu og töluðu eins og þeir sem ég nú vitnaði til.

  Menn af þessu tagi eru höfuðóvinir sjálfstæðis og fullveldis þjóðar sinnar, ekki vegna þess að þeir eigi beinan þátt í að ráða landið undir útlendínga, það gera venjulega aðirir sem standa þeim ennþá ofar að mannvirðíngum; heldur af því að þeir eru hræddir við að fylgja því sem þeir vita rétt.  Það er hörmulegt þegar menn fara að líta á embætti sín, stöður eða lánstraust sem gýligjafir sér til handa fyrir að fylgja fram því sem þeir vita að er rángt.

  Þegar einhver álitlegur hópur manna í frammáliði þjóðar hefur þannig mist hið innra sjálfstæði, glatað hugmyndinni um manngildi, þá er ekki góðs að vænta.

Sjálfstæði þjóðar hefst ekki í fullveldi á pappírnum, né í skálaræðum og húrrahrópum, heldur á því að trúnaðarmenn almenníngs, aungusíður en almenníngur sjálfur, þori að vera menn; þori að standa uppi í hárinu á hvaða útlendum erkibiskupi sm er og staðfesta að maður sé íslendíngur eftir þeirri siðferðiskröfu sem í orðinu íslendíngur felst. 

Útlendir ofríkismenn sem hafa troðið sér inn og sest upp í ókunnu landi, fyrirlíta aungva jafninnilega og þá menn innlenda sem mæla þeim uppí eyrun; þeir virða þá yfirleitt ekki viðtals nema til að skipa þeim fyrir verkum.  Það liggur í hlutarins eðli að útlendur ásælnismaður virðir þann íslendíng einan sem stendur fast á sjálfstæði og fullveldi lands síns. 

Ef mómæli gegn útlendri ásælni og yfirgángi aldrei þagna með þjóðinni; ef það er gegn skýrum vilja landsfólksins, ekki síst þeirra sem skipa trúnaðarstöður, að hervæddir útlendir þrásetumenn traðki hér tún og haga, þá erum við sjálfstæðir hvað sem við kunnum að vera kallaðir þjóðréttarlega.  Land verður ekki heldur ósjálfstætt þó útlent stríðsfólk troði landsfólkinu um tær; menn eru ekki orðnir ósjálfstæðir að marki fyren þeir biðja útlendínga að gánga á sér. 

Það er eingin kúnst að vera sjálfstæður ef ekkert aðvífandi vald hefur reynt að troða mönnum um tær.  Þegar japanir höfðu troðið sér inn í mitt Kína í minnum þeirra manna sem nú lifa, og sest meðfram fljótum og öðrum samgaunguæðum, og meira að segja fluttu þángað með sér nútímatækni, sem var í sjálfu sér gott, þá sátu þeir í landinu gegn mótmælum allrar kínversku þjóðarinnar, og aungum datt í hug að þeir mundu haldast þar við til leingdar. 

Ef tíu miljónir kínverja stæðu gráir fyrir járnum á bökkum Mississippi-fljóts, og segðust vera komnir þángað til að vernda Bandaríkin, þá fyrst mundi koma í ljós hvort Bandaríkin væru sjálfstæð þjóð eða ekki. 

Nú er ég ekki að segja að kínverjar séu að neinu leyti verri menn heldur en bandaríkjamenn, fremur en mér dytti í hug að segja að danir væru verri menn en íslendíngar, þó dönsk stjórn hafi haft Ísland að nýlendu og hjálendu í mörghundruð ár.  Öðru nær ég held að kínverjar séu hvorki verri né betri þjóð en bandaríkjamenn. 

En ef bandaríkjamenn létu sér lynda að hafa tíu miljónir vopnaðra kínverja inní landi sínu miðju, án þess að mótmæla þessum aðskotadýrum seint og snemma, vaknir og sofnir, af instu djúpum sálar sinnar; ef þeir segðu: „ég er hræddur um að ég missi stöðuna eða fái ekki lán ef ég er á móti þessum mandarínum,“ þá mundu bandaríkjamenn vera ekki aðeins ósjálfstæð og ófullvalda þjóð í landi sínu (og það ekki síður þó þeir hétu sjálfstæð þjóð í einhverjum pappírsgögnum); heldur mundu þeir vera verri þjóð en kínverjar.

Þessar hugleiðíngar um sannverulegt sjálfstæði þjóðar og hið innra fullveldi, enda þótt landið sé nýlenda einsog Ísland var áður fyr, eða útlend herstöð einsog það er nú, hljóta að vakna hjá sérhverjum íslendíngi af því tilefni er íslenskir æskumenn og menta"


Áður en haninn galar tvisvar.....

"Tjörukagga" grein fyrrverandi dómara og lagaprófessors Davíð Þórs Björgvinssonar á Eyjunni og DV sl.þriðjudag er um margt forvitnileg:

EES-réttindi eða "tjörukagga" Þorgeirs Hávarssonar?   Eyjan 

 Annað hvort er hún skrifuð í miklu gríni sem ég hallast frekar að eða hún getur bent á grafalvarlegt mál innan íslenskrar stjórnsýslu umræðu. 
 
Tökum málið alvarlega 
Í grein lagaprófessorsins er Alþingi líkt við "tjörukagga" þar sem tjaran er forarfen EES/ ESB laga og regluverks.
Þingmenn eru þar annaðhvort ausnir "vatni" eða "tjöru" hvort heldur þeir velja við afgreiðslu mála sem lúta að EES/ESB.
 Þeim þingmönnum sem ekki hrópa þar strax "já og amen"  er með háði lagt í munn orð Þorgeirs Hávarssonar í Gerplu:
„Hví ertu eigi geinginn við öðrum mönnum og ausinn vatni í tjöru stað?“
„Eg em íslenskur maður“, mælti Þorgeir Hávarsson “… og fýsir mig lítt að fara að siðum annarra manna“. (HKL Gerpla 25. kafli).
 
"Tjörukaggi" ESB/ EES 
Nú má vel vera að greinarhöfundur upplifi áralanga veru sína í evrópsku stjórnsýslubákni sem eins og stöðugt val á milli þess að vera "ausinn vatni eða tjöru" vegna uppruna síns og heimalands.
 
Augljóst er að höfundur velur "vatnið" en ekki "tjöruna" hjá EES/ ESB.
Hann vill forðast óþægindi og kýs að vera"MEMM" eins og það er kallað og gefa frá sér upprunann.
Að sjálfssögðu er það hans persónulega mál þótt ég virði meir reisn og hreinskilni Þorgeirs Hávarssonar sem gekkst með stolti við þjóðerni sínu þótt það kostaði "tjörubað".
 
Fer "vatn eða tjörukaggi" ESB/EES líka inn í íslenska dómstóla
   Hin hliðin sem birtist í greininni er mun alvarlegri og gæti dregið fram efasemdir um fyrirfram hæfi til þess að verða dómari og dæma í ágreiningsmálum milli EES og íslenskra dómstóla.
Um mál sem koma upp milli íslenskra stjórnvalda og erlendra stofnana og ríkjasambanda á grundvelli samninga sem Ísland hefur gert eins og EES- samninginn.
Þau mál geta verið beint og óbeint hreint pólitísks eðlis eins og "bókun 35" 

DV bætir í fréttina með eigin tilvitnun:

"Lagaprófessor: Þeir sem tala gegn bókun 35 skilja ekki EES og tala gegn réttindum og hagsmunum Íslendinga"

Nú er það svo að þingmenn sem samþykktu lög um að ganga í EES 12. janúar 1993 vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera þegar svokallaðri "bókun 35" var hafnað. 

"Bókun 35" sem nú er gerð krafa um að innleiða í íslensk lög 30 árum seinna felur í sér forgangsrétt EES-regla þegar þær stangast á við íslenskar lagareglur.

EES reglan gengur þá framar íslensku lagareglunni.

Slík lagasetning stríðir gegn stjórnarskrá lýðveldisins og þess vegna var henni hafnað þegar EES samningurinn var samþykktur á Alþingi, reyndar með naumasta meirihluta.

Stjórnarskráin

EES samningurinn er samt af mörgum talinn ganga gegn stjórnarskránni frá upphafi. 

Sá viðauki sem nú er tekist á 30 árum seinna hefur ekkert með það að gera hvort hin ýmsu ákvæði og framgangur samningsins hafi verið til góðs eða ills. 

Það er Alþingi og þjóðin sem ber ábyrgð á að varðveita fullveldið samkvæmt stjórnarskrá. 

Að mínu mati er lítt sómi að því að dómarar, lagaprófessorar né aðrir tali niður til Alþingis eða þjóðkjörinna þingmanna og "heimti" af því tilteknar lagasetningar.

Að gangast við uppruna sínum

Áður en haninn galar tvisvar muntu afneita mér þrisvar segir í Markúsar guðspjalli um Pétur postula

Þorgeir Hávarsson beið ekki eftir því að "haninn galaði tvisvar" og eitt gal myndi ekki hreyfa við sjálfsöryggi hans að viðurkenna þjóðerni sitt þó svo það kostaði hann "tjörubað"


Brennivín í búðir - Með tárin í augum !

Hagkaup býður nú stolt og reginslega brennivín og annað áfengi í búðum sínum og netverslun.

Er þetta hið stóra sameiginlega átak auðhringsins  gegn unglingadrykkju sem kallað er eftir?.

Hroki og andstæður

Það eru svo sorglega hrópandi andstæður í samfélaginu. 

Hver pólitíkusinn eftir annan, jafnvel biskupinn og forsetinn   "nuddar" sér upp úr sorglegum og hryllilegum atburðum meðal ungs fólks. Kallað er á samstöðu

Atburðum sem í flestum  málum tengist áfengi eða öðrum vímuefnum.

Mér sýndist sumir ráðherra "tárast"  í ræðustól á alþingi í gær yfir sorglegum afleiðingum ofbeldis fíkniefna og áfengisneyslu ungs fólks. Sem er alveg ástæða til 

  En með hinni hendinni er heimilað aukið aðgengi að þessum efnum í búðum og almennum verslunum. 

Þetta nálgast  hræsni að mínu mati.  

"Velferðarstofnunin" Hagkaup og brennivínið"

"Reiknað er með stutt­um af­hend­ing­ar­tíma ef verslað er á tím­an­um frá klukk­an 12 til 21.

Þá verður einnig hægt að nálg­ast vör­ur í Dropp-boxum hring­inn í kring­um landið en sú af­hend­ing er sögð taka lengri tíma. Þarf aft­ur að auðkenna sig ra­f­rænt þegar send­ing­in er sótt til að fá vör­una af­henta.

„Við fögn­um því að geta loks boðið viðskipta­vin­um okk­ar upp á þessa þjón­ustu. Hag­kaup hef­ur alltaf haft hag viðskipta­vina að leiðarljósi og verið í far­ar­broddi þegar kem­ur að versl­un­ar­frelsi og nýj­ung­um í versl­un. Þessi nýja þjón­usta er kær­kom­in viðbót fyr­ir þann stækk­andi hóp sem sæk­ist eft­ir aukn­um þæg­ind­um og tímasparnaði og get­ur núna keypt meira til heim­il­is­ins í einni ferð,“ er haft eft­ir Sig­urði Reyn­alds­syni, fram­kvæmda­stjóra Hag­kaups."

Með tárin í augum 

Var þetta ákallið sem ráðherrar, þingmenn  og forseti og biskup  kölluðu eftir með tárin í augunum.

Voru þetta tárin sem Hagkaup ætlar að þurrka með brennivíni í búðirnar sínar?

Ég held að þjóðin  sé ekki að kalla eftir brennivíni í allar búðir. Þvert á móti


mbl.is Áfengisvefverslun í samstarfi við Hagkaup opnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB í miklum vanda

ESB- sem ríkjasamband er að úrkynjast eins og Rómarveldi forðum.
Ný skýrsla ESB dregur upp dökka sjálfsmynd.
Mun nokkrum ábyrgum aðila detta í hug að kalla á Evru og leggja niður íslensku krónuna?
Við megum þakka fyrir hátt atvinnustig, hagvöxt og velmegun  sem við þurfum að standa vörð um.
Almenningur á Íslandi má "prísa" sig sæla fyrir að tókst að stöðva ESB umsóknina á sínum tíma,
Með því tókst að forða Íslandi frá hinni þröngu heimsmynd ESB og efnahagslegu "kaosi" sem Evrópusambandið virðist standa frammi fyrir að eigin sögn:
 
Heimsmynd ESB að hrynja?
 
"Núverandi heimsmynd er á undanhaldi. Tímabil vaxtar í heimsviðskiptum virðist vera á enda, og evrópsk fyrirtæki horfa fram á vaxandi samkeppni og minni aðgang að erlendum mörkuðum. Evrópa hefur skyndilega misst aðgang að rússneskum orkulindum. Á sama tíma er minni stöðugleiki í heiminum og það sem við reiddum okkur á er orðið að veikleikum". Björn Malmquist
9. september 2024 kl. 13:14uppfært kl. 13:31
AAEvrópa er að dragast hættulega aftur úr í efnahagslegri samkeppni við Bandaríkin og Kína, segir Mario Draghi, fyrrum stjórnandi Seðlabanka Evrópu. Hann kynnti í morgun nýja skýrslu um samkeppnishæfni Evrópu og leiðir til að auka framleiðni í álfunni.
 
 Stöndum vörð og verjum okkar fullveldi 
 
Vonandi fagna Samtök atvinnulífsins, Verkalýðshreyfingin og Alþingi því að við stöndum utan ESB  og getum stýrt okkar efnahagsmálum sem best sjálf og með eigin gjaldmiðli.  
Þó svo eðlilega standi um þau styrr á hverjum tíma og jafnvel mikil átök.
 Við deilum um forgangsröðun enda má alltaf svo sannarlega gera betur.
Sumir hafa fengið að maka krókinn á kostnað annarra  sem er þá okkar að taka  hraustlega á hér heima.
 
 Með fylgjandi er frétt úr hádegisfréttum í dag.
 
Evrópusambandið
 Kallar eftir hundruð milljarða evra fjárfestingu í nýsköpun og atvinnulífi

"Evrópusambandið þarf að gera róttækar breytingar og auka framleiðni til að geta mætt samkeppni frá Bandaríkjunum og Kína. Þetta er megininntak nýrrar skýrslu um efnahagsmál í Evrópu sem kynnt var í Brussel í morgun." 

Stöndum vörð um Fullveldið

Það væri mjög sérstakt og nokkur veruleikafirring ef Alþingi,  stjórnvöld og forystulið atvinnulífsins- atvinnurekendur og launþegasamtök færu að hrópa á evru og nánari tengsl við ESB/ EES og fullveldisframsal í staða þess að takast á við verkefnin hér innanalands á eigin forsendum okkar Íslendinga sem fullvalda ríkis og sjálfstæðar þjóðar

 

 


Fyrirmyndir gæti að orðum sínum

Það skiptir máli hvaða orð og lýsingar frægt fólk og fyrirmyndir barna og unglinga láta um munn sér fara.

Orð eru lika fljót að meiða bæði fyrir þá sem verða fyrir þeim og einnig hina sem hlusta á.

Falleg orð og hlý  lífga og hvetja.

"Það sem höfðingjarnir hafast að hinir meina sér leyfist það".

 Sérstaklega finnst mér þetta orðið  áberandi í heimi íþróttanna og einkum hópíþrótta. 

Þjálfara og frægir leikmenn . 

Leikarar í sjónvarpsupptökum og leikritum þurfa að huga vel að orðbragði sínu.

Svo kallaðir áhrifavaldar á samfélagsmiðlum  þurfa einnig að huga vel að orðbragði sínu og siðferðislegri nálgun umræðunnar,

Flest öll sem ég heyri til gera það og fara vel með.

Brá nokkuð að sjá orðbragð góðs og efnilegs fótboltamanns  sem fannst hann þurfa að klikkja út með samlíkingu sem mér fannst ekki hæfa honum.

Né heldur fréttamannsins að gera það að aðalmáli.

Er kunnugt um tilfelli í skóla þar sem ungur drengur var kallaður fyrir skólastjóra vegna þess að hafa látið sér þetta orð um munn fara reyndar á ensku. 

Sem er alveg rétt að benda fólki á að mínu mati

Kannski er orðanotkun í samskiptum og á opinberum vettvangi og meðal fólks með öðrum hætti en ég ólst upp við.

Ég fylgdi um daginn litlum dreng á boltaæfingu  og mér brá orðbragðið  sem í gangi var milli barnanna sem þarna ægði saman í einni kös.

Eða kannski eru þetta bara nýyrði sem hafa tekið við af öðrum

Hvað um það sem fyrirsögn í blaði fannst mér það ekki passa.

 

"Til hamingju eða fokkaðu þér"

 


mbl.is Veit ekki hvort þeir óska mér til hamingju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hundurinn segir "Ekki ÉG"

Hver ber ábyrgð á verðbólgunni?

Hundurinn segir : "Ekki ÉG", Kötturinn segir: "Ekki Ég".  Svínið segir: "Ekki Ég" 

Hrópendurnir með samviskubitið og opna hvoftinn segir : "Seðlabankinn ber ábyrgð á verðbólgunni" !.

Já ef það væri nú svona auðvelt.

Þá er bara að leggja Seðlabankann niður eða hvað?

  Seðlabankinn starfar jú samkvæmt lögum frá Alþingi sem þjóðin kaus og setti bankanum skilyrðin og stýritækin.

Að sjálfssögðu ber Seðlabankinn sína miklu ábyrgð samkv. lögunum  

Sagan um Litlu Gulu Hænuna

Sagan um Litlu gulu hænuna speglast vel í upphrópunum og viðbrögðum hinna ýmsu stéttarfélaga, launþegasamtaka- félögum í Samtökum atvinnurekenda  - "stórgrossera" - fasteignafélaga - ferðþjónustu fyrirtækja- banka  og tryggingafélaga- orkufyrirtækja - olíusala- Tenefara - væntingastjóra bankanna -   -já bara nefndu það:

"Ekki benda á mig":

"Ég skal hinsvegar borða brauðið þegar búið er að  sá fræinu , þreskja kornið, mala og baka"

Sögðu þau hundurinn, kötturinn og svínið í Litlu gulu hænunni. 

Þak yfir höfuðið og húsaskjól - grunnþörf mannsins

Ég minnist genginna verkalýðsforingja og jafnvel bankastjóra sem settu húsnæðismál venjulegs fólks  í öndvegi og byggðu Verkamannbústaðina í Reykjavík. 

Einstaklingar gátu jafn vel einir sér eða tekið sig saman, fengið lóðir og byggt sér eigin íbúðarhús.

Sjálfseignarstefnan  var grunnur að öryggi. Oft kostaði það svita og tár

Þeir bentu ekki bara  á aðra. 

 Þessar gömlu kempur alþýðunnar myndu hrista hausinn og jafnvel snúa sér við í gröfinni yfir úrræðaleysinu- nöldrinu  markaðsvæðingunni - skortsvæðingunni- sem nú líðst í húsnæðismálum - Braskið - árum saman.

Með alla Verkalýðshreyfinguna og Lífeyrissjóðina í hendi sér og í skjóli þeirra, sveitarfélaganna og ríkisvaldsins.

Byggingahæfar lóðir skortir og hefur gert í mörg ár.

Úthlutaðar lóðir er hafðar svo dýrar og eiga að vera ein aðaltekjulind sveitarfélaga. - Sýndaruppboð og  lóðabraskarar  maka krókinn - Á nauðþurftum fólks:

"Ekki benda á mig segja sveitarfélögin eða lóðabraskarar"!

Húsaleiga -    Þrátt fyrir að stór fasteignafélög séu aðilar að Samtökum atvinnulífsins og kjarasamningum, en safni arði og eignum kunna þau að halda nauðþurftum fólks í heljargreipum -

Þak yfir höfuðið er eitt af grunnþörfum fólks, en ekki gefin tekjuleið fjármála fyrirtækja, "gróssera"  húsnæðis- og lóðabraskara - 

"Ekki benda á mig" 

Bílakaup  -Ég sjalfur  varð að kaupa mér bíl- sjálfskipting í gamla bílnum hrundi-  og notaði bíllinn sem ég keypti var 500 þús. krónum dýrari en ég ætlaði að verja í bílakaup. - 

"Ekki benda mig".

 Tenefarar sem voru leiðir á íslensku rigningunni tóku yfirdráttarlán og fóru til sólarlanda.

-  "Ekki benda á mig",

Ferðaþjónustfyrirtæki sem ekki geta fylgt öryggisreglum á þjóðvegum eða til fjalla og jökla í græðgi sinni - þar sem skál af kjötsúpu kostar 4500 krónur - 

"Ekki benda á mig"

Sveitarfélög og  þjónustufyrirtæki þeirra:  í stað lofaaorða um að lækka gjöldin á þegnum sínum eru þau stórhækkuð.

 Hafa bankarnir lækkað þjónustugjöld sín sem hluta af átakinu gegn verðbólgu? - ekki orðið var við það.

 -Ekki benda á mig-  

Er ferðaþjónustan að verðleggja sig út af markaðnum  - er græðgin að bera okkur ofurliði?.

Nei ekki benda á mig.

 Sjaldan eða aldrei hafa verið eins miklar byggingaframkvæmdir í landinu - bankar stóraukið  lán til byggingaframkvæmda. 

Bara ekki íbúðarhúsnæðis. 

Fyrir hvern og hver borgar  þessar nýju byggingar og stórframkvæmdir sem hleypa upp verðbólguvæntingum? 

"Ekki benda á mig"!

 Gjöld foreldra vegna íþrótta og félagslif barna þeirra hafa stór hækkað.  Var það í kjarasamningum í vor

Ríkissjóður hefur  stór hækkað álögur á olíur og bensin og allan  ferðakostnað íbúanna innanlands sem eykur verðbólguna þvert á væntingar.

  Innan um upphrópanir má finna skynsemispúnkta:

 "Fram kem­ur í álykt­unni að ófremd­ar­ástand ríki í hús­næðismál­um og mikl­ar hækk­an­ir á verði þjón­ustu og mat­væla séu mik­il­væg­ustu or­sak­ir nú­ver­andi verðbólgu."  (Efling)"

Finnst hafa heyrt þetta sama mörg undanfarin ár 

"Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands leggja auk þess áherslu á mikilvægi þess að sveitarfélög tryggi nægt framboð af fjölbreyttum og hagkvæmum lóðum, svo tryggt verði að framboð á húsnæðismarkaði sé í takt við eftirspurn. Jafnvægi á húsnæðismarkaði er forsenda efnahagslegs stöðugleika"  

Með hendur í vösum heyrist hrópað : "Tökum upp Evru á morgun og þá koma öll íbúðarhúsin af sjálfu sér um leið".

Drottinn minn dýri! Hvílík veruleikafirring.

Grípið frekar til hamarsins, naglans  og spýtunnar og byggið íbúðarhús með fólkinu

Þau sem borga brúsa verðbólgunnar:

Eru stórhluti eldra fátæks fólks, börn og  barnafjölskyldur að koma sér upp húsnæði, greiða námslán,  senda börn í frístund og félagsstörf.

 Örorkuþegar, sjúklingar og einstæð foreldri, fátækt og  eignalaust fólk.  

 Verðbólgu - væntinga genið 

Fjármálaráðherra "sagði alla sammála um það að til lengri tíma gangi þetta vaxtastig og verðbólga ekki en væntingar haldi verðbólgunni uppi.

„Þessar væntingar sem að búa með þjóðinni, og eru hluti af einhvern veginn DNA-vanda okkar, komandi úr gamalli hárri, miklu hærri verðbólgu.

Við einhvern veginn sættum okkur við hærri verðbólgu eða hærra verðbólgustig, eða sækjumst jafnvel eftir því, heldur en margar aðrar þjóðir.“

Á meðan svo væri geti aðilar á markaði verðlagt vörur og þjónustu hátt og almenningur kaupi. „Þannig viðheldur væntingavísitalan sér og þannig höldum við verðbólgunni uppi.“ 

Ekki benda á mig

Allir á dekk - snúum bökum saman og reiðum upp hamarinn og naglann og skófluna, kveðum niður verðbólguna og treystum jöfnuð og velferð landsmanna

 Auðlindir þjóðarinnar- fólk- menning- náttúra- saga- landið og miðin  eru fræ "Liltu gulu hænunnar".

 Hundurinn- kötturinn - svínið rýtir hátt þessa dagana:

"Við viljum bara borða brauðið".

Ábyrgðin er allra

en sumra miklu meiri en annarra og þar "liggur hundurinn grafinn"

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband