Sunnudagur, 26. maí 2024
Landssíminn verður aldrei seldur !
Þær eru kostulegar yfirlýsingar ýmissa ráðherra og forystu í stjórnmálum:
"Landsvirkjun verður ekki seld"!
Ég minnist þess þegar ráðherrar strengdu þess heit að Landssíminn verði aldrei seldur, bara sett hf fyrir aftan til þess að "auðvelda rekstrarform"
Landssíminn var seldur skömmu fyrir hrun af ráðherrum sem áður höfðu stigið á stokk. Kaupandinn var "Skipti hf" sem ég held að sé ekki lengur til.
"Við byggjum þjóðarsjúkrahús fyrir söluandvirði Landsimans og byggjum brýr og borum jarðgöng, Sundabraut" sögðu ráðherrar sperrtir.
Einka fyrirtækið Míla var stofnað og fékk til sín grunnnet og fjarskiptakerfi landsmanna.
Þetta verður allt svo miklu hagkvæmara í einkarekstri!
Nokkur ár liðu, allt í einu var kominn franskur alþjóðlegur fjárfestir sem keypti upp Mílu, grunnfjarskiptakerfi landsmanna.
Skorað var á ríkisstjórn og alþingi að beita forkaupsrétti og leysa nú til sín Mílu, grunnfjarskipti landsmanna.
En Mila var seld úr landi. Franskur alþjóðlegur auðhringur á nú fjarskipti kerfi gamla Landssíma Íslands
Vafamál er hvort söluandvirði Símans var nokkurn tíma greitt þjóðinni.
Eitt er víst að þjóðarsjúkrahúsið er enn í byggingu
Jarðgöngin eru ekki enn komin. Sundabraut bíður
Dugar sennilega ekki að selja Íslandsbanka og Landsbanka til!
Kannski verður nú að selja Landsvirkjun til þess að fjármagna þjóðarsjúkrahúsið og jarðgöngin?
Orð og yfirlýsingar eru ekki alltaf mikils virði.
Það eru verkin sem tala.
Já, Það stóð aldrei til að selja Landsímann!
Birti hér til fróðleiks þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna sölu Landssímans
131. löggjafarþing 20042005.
Þskj. 1087 729. mál.
Tillaga til þingsályktunar
um þjóðaratkvæðagreiðslu um sölu Landssímans.
Flm.: Jón Bjarnason, Kolbrún Halldórsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon,
Þuríður Backman, Ögmundur Jónasson.
Alþingi ályktar að fram skuli fara þjóðaratkvæðagreiðsla um áformaða einkavæðingu og sölu á hlut ríkisins í Landssíma Íslands. Kjósendur geti valið milli tveggja kosta:
a. Núverandi áforma um sölu á hlut ríkisins í Landssímanum til einkaaðila.
b. Að hætt verði við einkavæðingu og sölu Landssímans.
Alþingi ályktar að stöðva skuli vinnu að sölu Landssímans þar til niðurstaða atkvæðagreiðslunnar liggur fyrir. Atkvæðagreiðslan fari fram í síðasta lagi samhliða kosningum um sameiningu sveitarfélaga á komandi hausti.
Dómsmálaráðherra setji nánari reglur um atkvæðagreiðsluna í samráði við allsherjarnefnd, samgöngunefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis.
Greinargerð.
Með lögum nr. 75/2001 var sala á öllu hlutafé ríkissjóðs í Landssíma Íslands hf. heimiluð en sú heimild hefur ekki verið nýtt að neinu marki enn sem komið er. Þar af leiðandi eru enn fyrir hendi öll nauðsynleg skilyrði til að endurskoða söluáformin og búa þannig um rekstur Landssímans til framtíðar að hann geti haldið áfram að veita öllum landsmönnum góða fjarskiptaþjónustu og stuðla að sem jafnastri stöðu allra byggðarlaga á því sviði.
Fjölmargar ástæður renna stoðum undir þá hugmynd að frekari framvinda málsins verði ráðin í lýðræðislegri atkvæðagreiðslu sem allir atkvæðisbærir landsmenn geti tekið þátt í. Landssíminn er að nær öllu leyti í sameign allra landsmanna þar eð hið opinbera fer með 98% hlutafjár í fyrirtækinu. Sala Símans yrði stærsta einstaka einkavæðing sem orðið hefur í almannaþjónustu á Íslandi, hún er að öllum líkindum óafturkræf og mundi án efa setja framtíðarfyrirkomulag fjarskiptaþjónustu á stórum svæðum landsins í mikla óvissu. Við blasir samruni fjarskiptafyrirtækja og fjölmiðla hér á landi svo búast má við því að hefðbundin fjarskiptaþjónusta við almenning verði ekki forgangsmál hjá slíkum samsteypum.
Mörgum spurningum er ósvarað varðandi það hvernig fara skuli með grunnfjarskiptakerfi Símans, svokallað grunnnet, sem ætlunin er að selja með fyrirtækinu. Þeim hefur verið drepið á dreif með því að það sé tæknilega ómögulegt að ákvarða hversu stór hluti gagnaflutningskerfis Landssímans skuli teljast til grunnnetsins enda er það verkefni sem stjórnmálamenn verða að takast á við. Skilgreining á grunnnetinu er með öðrum orðum pólitísk en ekki tæknileg.
Fyrirhuguð sala Landssímans er afar umdeild í þjóðfélaginu svo vægt sé til orða tekið. Skoðanakannanir hafa hvað eftir annað sýnt að meiri hluti landsmanna er andvígur sölu Símans með grunnnetinu. Þannig lýsti 61% svarenda andstöðu við söluna í Gallup-könnun í mars árið 2002. Í könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði í febrúar 2005 kváðust rúm 70% þeirra sem afstöðu tóku andvíg sölu grunnnetsins. Ekki var mikill munur á afstöðu fólks eftir því hvort það var búsett á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni; 68% höfuðborgarbúa voru andvíg sölunni en 75% landsbyggðarfólks. Í þjóðarpúlsi Gallup,
sem kynntur var í mars 2005, var meiri hluti aðspurðra andvígur sölu Símans. Greinilegt er að meiri hluti landsmanna er á móti því að Landssíminn verði seldur og mikill meiri hluti er andvígur sölu grunnfjarskiptakerfisins.
Einkavæðingarnefnd vinnur því að sölu fyrirtækisins á vegum ríkisstjórnarinnar í óþökk meiri hluta kjósenda. Þar af leiðandi þykir rétt að um málið fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla þannig að vilji þjóðarinnar komi afdráttarlaust fram og ríkisstjórnin verði bundin af honum.
Sala á Landsvirkjun stendur ekki til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 25. maí 2024
Halla Hrund - fyrir framtíðina
Halla Hrund Logadóttir geislar af einlægni, hlýju og hugrekki sem prýðir góðan forseta.
Umhyggja og virðing fyrir náttúrunni og gæðum hennar, auðlindum, sögu og menningu þjóðarinnar hljómar sterkt í máli Höllu Hrundar.
Það er einmitt á þessum dýru gildum sem við byggjum farsæla framtíð komandi kynslóða.
Fullveldi þjóðarinnar, forræði á eigin auðlindum, íslensk tunga sem gerir okkur að einni þjóð.
Ég ber virðingu fyrir öðrum forsetaframbjóðendum.
En væntingar mínar, vonir og sýn fyrir forseta Íslands speglast skýrt í orðum og hlýrri framkomu Höllu Hrundar.
Halla Hrund er fjölmenntuð heimsborgari og getur líka tekið á móti lömbum að vori eða brugðið sér á hestbak og sungið:
"Ég berst á fáki fráum,
fram um veg" ..
Halla Hrund er laus við að vera hluti af pólitísku valdatafli og hagsmunabaráttu innlendra sem erlendra stórfyrirtækja.
Halla Hrund er svo sannarlega ein af okkur öllum hvar sem við stöndum.
Ég styð Höllu Hrund Logadóttur sem næsta forseta Íslands
Halla Hrund til framtíðar !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 16. maí 2024
Utanríkisráðuneytið í forsetaham
Það er mjög sérstætt að ráðuneyti sem lýtur boðvaldi ráðherra blandi sér með beinum hætti í forsetakosningar. Utanríkisráðuneytið hefur miklar áhyggjur af fundi orkumálstjóra með argentískum kollegum sínum
Að skrifa undir viljayfirlýsingu um samstarf við orkumálayfirvöld í Argentínu er eitthvert stórmál hjá blessuðu "vammlausa" utanríkisráðuneyti. Sem á hinsvegar erfitt með að benda á tjónið
Hefði ég nú boðið mig fram
Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds.
Hefði mér sjálfum dottið í hug að bjóða mig fram til forseta. Þá væri rifjað upp að ég sem skólastjóri á Hólum í Hjaltadal skrifaði undir samstarfssamninga og viljayfirlýsingar við allmargar erlendar stofnanir og stjórnsýslu um margvíslegt mennta- og rannsóknastörf án að komu míns ráðuneytis eða ráðherra
Nokkur dæmi
1. Samstarfssamningur við Landbúnaðarháskólann að Ási í Noregi. Reyndar þá ásamt norska ráðuneytisstjóranum sem var jafnframt skólabróðir minn frá Ási í Noregi. Hann varð síðar ráðherra í norsku ríkisstjórninni. Besti maður.
2. Landbúnaðarháskóla og stjórnvöld í Kanadafylki um nemendaskifti, samstarf,rannsóknir og gagnkvæmt mat á námsgráðum. Sá samningur reyndist afar farsæll.
3. Samstarfsamning við yfirvöld landbúnaðar og menntamála í Skotlandi, Scottish Agrucultural College
um nemendaskifti og samstasrf í uppbyggingu menntunar í landbúnaði, ferðaþjóonnustu og fiskeldi.
Stór hluti námsins á Hólum var byggð á skoskum námskrám og skipulagi með samráði og vilja menntamálayfirvalda í Skotlandi.
4. Samstarfssamning um bein nemendaskifti og fjölþættu rannsóknasamstarfi við stofnanir og stjórnsýslu á viðlíka sviðum í nágrannalöndum
Ráðaherra eða mitt ráðuneyti vissi stundum stundum ekki af þessum samningum og viljayfirlýsingum enda fólu þeir ekki í sér fjárskuldbindingar til lengri tíma eða framsal á neimum réttindum, fjörðum eða landi orku eða fjarskiptum.
Þetta allt myndi vinkona mín í sjónvarpinu og allir spyrlarnir draga fram í kastljósi og jafnvel Mogginn síðan taka upp í breiðsíðu.
Hið "vammlausa" utanríkisráðuneyti
Að vísu voru ég og utanríkisráðuneytið síðar meir alls ekki á sömu línu í utanríkismálum og ESB málum .
Þurfti stundum að slá á puttana á ýmsum þar á bæ að þeir færu ekki framúr ser í þeim samskiptum en það er annað mál.
Man vel atkvæðagreiðslurnar
Hins vegar man ég alveg hvernig í greiddi atkvæði gegn aðildarsamningi að ESB á Alþingi 2009 og hverju ég lofaði í kosninunum á undan
Ég man líka hvernig ég greiddi atkvæði með
þjóðaratkvæðugreiðslu um ESB umsókn 2009.
Ég man líka hvernig greidd voru atkvæði gegn sölu Símans á Alþingi.
Kannski var bara gott að ég bauð mig ekki fram sem forseta.
Góðar óskir
Ráðuneytið komst að yfirlýsingunni í fjölmiðlum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.5.2024 kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 4. maí 2024
Forsetakjör og málskotsskyldan
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 2. maí 2024
Grásleppan í "gjafakvóta" !
Fyrir alþingi liggur nú frumvarp frá sjávarútvegsráðherrum að kvótasetja grásleppuveiðar í landinu.
Með því er verið að þjappa veiðiréttinum á grásleppu á færri hendur, gera nýliðun nánast ómögulega og setja grásleppuveiðar í hið svo kallaða "kvótakerfi" sem búið er að leggja á flest allar aðrar fisktegundir og engin sátt er um.
Stórskaðlegt fyrir byggðarlögin
Málið er afar umdeilt eins og reyndar allt kvótakerfið í sjávarútvegi.
Í minni tíð sem sjávarútvegsráðherra var stefnan að vinda ofan af "kvótkerfinu" og koma í veg fyrir "séreignir" samþjöppun aflaheimilda á fárra manna hendur, með tilheyrandi braski og auðsöfnun.
Nokkur árangur vannst eins og strandveiðikerfið og ofl.
Það er hryggilegt til þess að vita að þegar minn gamli flokkur Vg og ráðherrar fara aftur með sjávarútvegsmálin sé herðing á kvótakerfinu og framsal á auðlindum forgangsmál.
Gengur þvert á byggðastefnu og almannarétt
Hér fyrir neðan má finna umsögn stjórnar SSNV:
"Stjórn SSNV hvetur meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis til að falla frá frumvarpi um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu).
Meginmarkmið laga um fiskveiðistjórnun og nýtingu nytjastofna er að stuðla að sjálfbærri og hagkvæmri nýtingu fiskistofna sem leiði til traustrar atvinnu og byggðar Í landinu.
Kvótasetning á grásleppu mun frá fyrsta degi leiða til gríðarlegrar samþjöppunar á aflaheimildum og takmarka mjög til frambúðar nýliðun innan smábátaútgerðar.
Sérstaða grásleppu umfram aðra nytjastofna er hversu staðbundin nýtingin er og hversu afgerandi áhrif hennar er á viðgang einstakra byggðarlaga.
Alþingi hefur sett fram markmið m.a. í Byggðaáætlun um jákvæða byggðaþróun um land allt og því er mikilvægt að koma í veg fyrir að breytingar á lögum um stjórn fiskveiða vinni beinlínis gegn settum markmiðum í byggðamálum."
F. h. stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra
Krókur á Patreksfirði leggst hart gegn gjafafrumvarpinu
Patreksfjörður 13.2.2024
Sendandi: Strandveiðifélagið Krókur -félag smábátaeigenda Í Barðastrandarsýslu Umsögn um: 521. mál, lagafrumvarp 154. löggjafarþing 2023-2024. Veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu)
"Strandveiðifélagið Krókur hefur í öllu ferli þessa máls hafnað öllum hugmyndum um kvótasetningu grásleppu og vísum við til fyrri umsagna okkar.
Er ekki eitthvað meira aðkallandi og þarfara við tíma þingmanna að gera en fara af stað með umdeilt frumvarp sem eingöngu er ætlað að raka enn frekar að köku fárra inn í mjög svo umdeilt kvótakerfi" ?
"Græn framtíð" ?
Á sínum tíma var samin sjávarútvegsstefna fyrir Vg " Hafið bláa" . Vg vann sinn stærsta kosningasigur með þeirri stefnu 2009.
Þeirri stefnu fylgdi ég sem sjávarútvegráðherra. Strandveiðarnar voru ávöxtur þeirrar stefnu m.a.
Nú er það "gjafmildi" um ótímabundið laxeldi í fjörðum landsins og herðing á hrömmum kvótakerfisins með gjafakvóta á grásleppu.
Mér sárnar. Lái mér hver sem vill.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 27. apríl 2024
Öðruvísi mér áður brá
Frumvarp um lagareldi sem nú liggur fyrir aþingi er með hreinum ólikindum,
Þar er lagt til að festa í lög heimildir fyrir ótímabundnum rekstrarleyfum til fiskeldis í fjörðum landsins.
Leyfin verði bæði framseljanleg og framleigjanleg eins og hver önnur "brask" vara í viðskiptum.
Takmarkaðar kröfur eru settar til varnar umhverfisinu, mengunar eða lífríkis í nágrenni eldistöðva.
Eldi verður áfram heimilað á frjóum erlendum eldislaxi sem getur spillt náttúrulegum laxastofnum í ám landsins
Hvað sem líður öllum öðrum þáttum frumvarpsins sem ýmsir geta verið til bóta, vantar grunnhugsjónina um varúð og verndun lífríkis og að leyfisveitingar séu tímabúndnar undir ströngum skilyrðum og miklu eftirliti.
Ef á annað borð á að leyfa laxeldi í sjó við Ísland.
Þá eru hagsmunir þeirra byggða að vel sé til vandað og tekjurnar renni til heimahéraða.
Bótakröfur- ábyrgð- viðurlög
Hvergi er í frumvarpinu minnst á að fyrirtæki þurfi að leggja fram í upphafi staðfestar og viðurkenndar tryggingar fyrir hugsanlegum skaðabótum ef mistök verða.
Sú hugmyndafræðilega nálgun sem Vinstri hreyfingin grænt framboð stóð fyrir á sínum tíma og ég minnist sem þingmaður og ráðherra málaflokksins virðist lítt sýnileg í þessu frumvarpi.
Gengur þvert á grunngildi VG
Flest grundvallaratriði sem frumvarpið byggir á ganga þvert gegn stefnu Vg sem m.a. ég barðist fyrir sem talsmaður flokksins í sjávarútvegsmálum og ráðherra þess málaflokks um tíma.
Því finnst mér með ólikindum að það skulu vera ráðherrar Vg sem leggi frumvarpið fram í þessum búningi,
Sjálfstæðismenn og Framsóknarþingmenn verja grimmt hagsmuni sinna
Sjálfstæðisþingmenn reyndust mér sem ráðherra harðdrægir sem á sínum tíma - gengu m.a. út af þingfundi í atkvæðagreiðslu um strandveiðar til þess að reyna að stöðva málið
Og sögðu síðan allir nei.
Framsóknarmenn sátu þó hjá við málið fyrir rest eftir mikla andstöðu í þinginu.
En samt er mér til efs að ráðherra Sjálfstæðisflokksins hefði þorað sjálfir að leggja fram slíkt frumvarp sem þetta
Frumvarp sem fæli í sér ótímabundinn, framseljanlegan nýtingarrétt á auðlindum og náttúru innfjarða á Íslandi.
Því hefði örugglega ekki verið tekið andmælalaust af þingmönnum Vg á þeim tíma.
Ráðherra getur kallað málið til baka úr þinginu
Vonandi sjá menn að sér, biðjast afsökunar og ráðherra afturkalli frumvarpið til þess að vinna það betur.
Rétt er að minnast fyrstu greinar laga um stjórn fiskveiða.
Þar er kveðið skýrt að orði:
Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildinni.
Náttúran- lífríkið - fjölbreytileikinn á sinn eigin rétt og varúðarregluna ber að virða.
Það ráðstafar enginn þjóð lífríkisauðlindum sínum ótímabundið , sama hverjir eiga í hlut
Baráttumál Vg meðan ég var sjávarútvegsráðherra var að halda forræði auðlindarinnar hjá þjóðinni og nýtingarréttur væri ávalt tímabúndinn og og ráðstöfun hans væri hjá þjóðinn- -alþingi og ríkistjórn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 17. apríl 2024
"Samlifandi" forsetar
Hart var tekist á í forsetakosningum 1968.
Þeir Kristján Eldjárn þjóðminjavörður og Gunnar Thoroddsen fyrrverandi borgarstjóri, ráðherra, hæstaréttardómari og sendiherra börðust um stólinn.
Báðir miklir atgervismenn en af ólíkum sviðum.
Kristján Eldjárn hafði betur
"Samlifandi" forsetar
Á framboðsfundi í Stykkishólmi 1968 hjá Gunnari Thoroddsen spurði Guðmundur Guðjónsson á Saurum, minn gamli barnakennari:
"Getur komið til greina að þið Kristján Eldjárn verðið "samlifandi" forsetar Íslands" ?
Fáir skildu spurninguna þá, en Gunnar Thoroddsen tók því af og frá. Það kæmi aldrei til,
Viti menn Kristján Eldjárn verður forseti en Gunnar Thoroddsen verður forsætisráðherra í mars 1980
Kristján Eldjárn er forseti til 1. ágúst 1980
Þar með verður Gunnar Thoroddsen sem forsætisráðherra einn af handhöfum forsetavalds við fjarvist sitjandi forseta Kristjáns Eldjárns fyrrum keppinauts,
Rættist sú spá Guðmundar Guðjónssonar á Saurum 12 árum áður um að Gunnar Thoroddsen og Kristján Eldjárn yrðu "samlifandi" með forsetavald á Íslandi .
Það er því ýmis skondin staða sem getur komið upp um hverjir verða "samlifandi" handhafar forsetavalds á Íslandi á næstu misserum.
Katrín Jakopsdóttir og Bjarni Benediktsson gætu t.d. orðið "samlifandi" handhafar forsetavalds á Íslandi innan tíðar
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.4.2024 kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 31. mars 2024
Hervæðing Íslands - Nú er nóg komið
Sorglegt að Íslensk stjórvöld fjármagni vopnakaup til þess að drepa saklaust fólk í fjarlægum löndum
"Peace is never made with arms, but with outstretched hands and open hearts," he said.
Sagði Francis páfi í Páskamessu sinni í morgun.
Mikið vildi ég að ráðherrar í ríkisstjórn Íslands hlustuðu á boðskap páfa:
"Friður vinnst aldrei með vopnum heldur með útréttum höndum og opnum hjörtum"
Það er brotið blað í aldalangri friðargöngu Íslendinga sem herlausar friðelskandi þjóðar
Að taka þátt í beinum vopnakaupum fyrir hermenn, karla og konur, drengi og stúlkur til drápa á saklausu fólki í fjarlægum löndum:
"Ísland mun styðja við innkaup Tékklands á skotfærum fyrir Úkraínu og leggja fjármuni í kaup á búnaði fyrir konur í úkraínska hernum".
Þessi vopnakaup Íslendinga til hryllilegs stríðs herveldanna í fjarlægu landi eru komin langt frá skilyrðum okkar fyrir þátttöku í hernaðarbandalaginu Nató.
Að mínu mati hefur ríkisstjórnin enga heimild til þessarar stefnubreytingar í hervæðingu Íslands,-
heimild sem er mjög þanin fyrir og gengur hart að stjórnarskrá landsins
Hjarta mitt fyllist sorg að sjá minn gamla flokk Vinstri hreyfinguna grænt framboð leiða þessa hervæðinga ríkisstjórn sem vopnvæðir konur sérstaklega til manndrápa.
Hve óralangt er forysta flokksins komin frá þeim grunngildum sem Vg var á sínum tíma stofnað um?
Guð blessi Ísland og leiði stjórnvöld á nýja braut- friðar og útréttra handa með opnum hjörtum eins og Francis páfi kallar eftir.
Gleðilega páska, upprisu friðar og útréttra handa
8 hours ago
Pope Francis has used his traditional Easter message to call for a ceasefire in the Gaza Strip and for the return of Israeli hostages held by Hamas.
The 87-year-old pontiff led Easter Mass at the Vatican in front of thousands, despite concerns over his health.
Referring to conflicts around the world, the Pope pleaded not to "yield to the logic of weapons and rearming".
"Peace is never made with arms, but with outstretched hands and open hearts," he said.
Tens of thousands of worshippers gathered in St Peter's Square to hear the Pope.
Ísland leggur til 300 milljónir í kaup á skotfærum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.4.2024 kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 22. mars 2024
Var Bankasýslan ekki dauð ?
Var ekki búið að leggja Bankasýsluna niður?
Flestir hafa ábyggilega haldið að Bankasýslan væri dauð.
Svo hart var að orði kveðið eftir klúðrið með sölu á hlutunum í Íslandsbanka að búið væri að leggja Bankasýsluna niður.
Greinilegt er í máli Landsbankans um kaup á TM að Bankasýslumenn hafi haldið það sjálfir að búið væri að leggja þá niður.
Þótt þeir væru sjálfssagt á biðlaunum
Landsbankinn hefur haldið að Bankasýslan væri dauð?
Er að furða að Landsbankinn hafi verið einnig í þeirri trú að Bankasýslan væri ekki lengur til
Enda var Bankasýslan alveg ótrúlega brengluð "armslengd" og krumpuð í sterkum höndum handboltakappans í fjármálaráðuneytinu.
Óþarfa milliliður
Bankasýslan er alveg óþarfur "þvottaklútur" fyrir stjórnsýsluna.
Landsbankinn heyrir beint undir ráðherrann og ríkisstjórnina og síðan Alþingi.
Eðlilegast er að fjármálaráðherra skipi bankaráð Landsbankans milliliðalaust samkvæmt tilnefningum eignaraðila sem er Alþingi og fólkið í landinu.
Nýr fjármálaráðherra
Auðvitað tekur nýr fjármálaráðherra málin beint og feimnislaust í sínar hendur með stjórnendum Landsbankans ásamt ríkisstjórn og alþingi.
Eg er ekki sammála ráðherranum í einkvæðingartalinu
Hinsvegar er það ljóst að það stendur hvort eð er ekki til að selja Landsbankann.
Allt tal um slíkt eru útursnúningar og út í bláinn til þess að dreifa umræðunni.
Landsbankinn hefur verið vel rekinn og skilar góðum arði og ein besta trygging fyrir ríkissjóð og almenning í landinu.
Ef það þykir hagkvæmt að kaupa Tryggingafélag er það mál bankastjóra, bankastjórnar og eigenda bankansm, ráðherra, ríkisstjórnar og alþingis.
Brandaranum í kringum Bankasýsluna og " armslengd" ráðherra er lokið.
Þessi brandari með hlutverk Bankasýslunnar er varla tækur til að vera endurtekinn frá ráðherraleiknum í kringum söluna á Íslandsbanka.
Þeim "handboltaleik" og draugagangi er lokið.
Þjóðaratkvæðagreiðsla ef selja á hluti þjóðarinnar í Landsbankanum
Ef á að selja hluti í Landsbankanum er það aftur á móti það stórt mál að einn tímabundinn ráðherra eða ríkisstjórn tekur ekki slíka ákvörðun.
Þá er um gjörbyltingu að ræða sem hlýtur að koma til kasta þjóðarinnar með beinni þjóðaratkvæðgreiðslu
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 18. mars 2024
Landsbankinn er ríkisfyrirtæki
Sem ekki stendur til að selja
Eitthvað er bankastjóri Landsbankans að misskilja hlutverk sitt og stöðu Landsbankans,
"Bankastjóri segir Landsbankann ekki vera ríkisfyrirtæki"
segir í fréttum í dag.
Málið var tekið upp á þingi.
Skerpa þarf á lögum ef bankastjóri Landsbankans upplifir stöðu sína þannig að hún stýri einkafyrirtæki á almennum markaði.
Þjóðarbanki
Ég hygg að meginþorri þjóðarinnar líti á Landsbankann sem sína eign -þjóðarbanka- og þjónustustofnun sem lúti í raun ábyrgð og stjórn ráðherra, ríkisstjórnar og alþingis fyrir hönd almennings í landinu.
Banka sem þjóðin vill eiga en ekki selja
Þótt daglegur rekstur sé hinsvegar settur "einhverja armslengd" frá fjármálaráðherra undir "Bankasýslu ríkisins" sem ráðherra er falið að skipa og ber ábyrgð á.
(Sem lýsir sig "nú á fjöllum" en aðrir vissu ekki betur en búið væri að leggja niður)
Og síðan bankaráði Landsbankans sem ráðherra ber einnig ábyrgð á fyrir hönd alþingis og þjóðarinnar sem og aðalfund Landsbankans
Fjármálaráðherra fer með aðalfund bankans og ábyrgð í umboði ríkisstjórnar og alþingis.
Visir fjallar um málið:
"Bankastjóri Landsbankans segir bankann ekki vera ríkisfyrirtæki heldur almenningshlutafélag nær eingöngu í eigu ríkisins. Bankinn muni halda áfram ferlinu við kaup á TM tryggingum þrátt fyrir andstöðu fjármálaráðherra".
Fjármálaráðherra á öðru máli
"Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir sem stödd er í útlöndum samkvæmt heimildum fréttastofu brást illa við þessum tíðindum á Facebook síðu sinni strax í gærkvöldi.
Ríkisfyrirtæki á ekki að kaupa tryggingafélag. Ríkið á að losa um tugi milljarða og umbreyta þeim í samfélagslega innviði sem almenningur nýtur góðs af og byggir undir frekari verðmætasköpun og samkeppnishæfni allra landshluta, segir fjármálaráðherra á Facebook."
ER sammála ráðherranum um stöðu Landsbankans
sem sé ríkisfyrirtæki í þjóðareign og lýtur boðvaldi ráðherra, ríkisstjórnar og alþingis í öllum meiri háttar málum og þjónustustefnu í þágu almennings
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)