Matthías Eggertsson fćddist í Hafnarfirđi 19. júlí áriđ 1936. Hann lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 24. apríl 2017.

Foreldrar hans voru Eggert, starfsmađur Flugfélags Íslands og kvćđamađur í Reykjavík, og Jóhanna, garđyrkjufrćđingur og húsmóđir. Eggert var sonur Lofts Guđmundssonar, bónda og oddvita á Strönd í Međallandi, og Guđfinnu Björnsdóttur, húsfreyju og ljósmóđur. Jóhanna var dóttir Arnfinns Kristjáns M. Jónssonar, bónda í Lambadal og á Dröngum í Dýrafirđi, og Ingibjargar Sigurlínadóttur húsfreyju. Systir Matthíasar er Guđbjörg, fyrrverandi ritari og húsmóđir, fćdd 1939.

Ţann 26. maí áriđ 1962 kvćntist Matthías Margréti Guđmundsdóttur kennara frá Sámsstöđum í Hvítársíđu. Börn ţeirra eru: 1) Sigríđur, f. 1965, sagnfrćđingur, maki Jón Pálsson ţýđandi, f. 1955. 2) Jóhann Eggert f. 1968, málarameistari, maki Ţórhildur Halla Jónsdóttir, f. 1972, tónlistarkennari. Ţau eiga ţrjú börn: a) Ólafur, f. 2000, b) Kristín Gréta, f. 2003, c) Matthías Hallur, f. 2010. Jóhann á einnig soninn Alexander Örn, f. 1992. 3) Pétur Ólafur, f. 1970, hagfrćđingur og bankastarfsmađur, maki Anna Eleonora Hansson, f. 1970, innanhússarkitekt. Ţau eiga tvö börn: a) Hanna Margrét, f. 2004, b) Eva Sigríđur, f. 2005.

Matthías ólst upp í Reykjavík en var í sveit á sumrin í Međallandinu. Hann gekk í Austurbćjarskólann, Gagnfrćđaskóla Austurbćjar og Menntaskólann í Reykjavík og útskrifađist ţađan međ stúdentspróf áriđ 1956. Hann stundađi nám í íslenskum frćđum viđ Háskóla Íslands veturinn 1956-57. Áriđ 1958 lauk hann búfrćđiprófi frá Bćndaskólanum á Hólum í Hjaltadal. Árin 1958-61 stundađi hann nám viđ Landbúnađarháskólann á Ási í Noregi og útskrifađist ţađan sem búfrćđikandídat. Var sérgrein hans á sviđi jarđrćktar.

Hann hóf störf áriđ 1962 sem tilraunastjóri viđ Tilraunastöđina á Skriđuklaustri í Fljótsdal og starfađi ţar til 1971. Árin 1971-80 var hann kennari viđ Bćndaskólann á Hólum í Hjaltadal. Ţá var hann ritstjóri Búnađarblađsins Freys frá 1980-2007 eđa ţar til Freyr hćtti ađ koma út. Eftir ţađ ritađi hann greinar í Bćndablađiđ međan heilsan leyfđi. Hann var virkur í félagsmálum, var oddviti Fljótsdalshrepps og sýslunefndarmađur 1966-71 og formađur Búnađarfélags Fljótsdalshrepps 1962-71. Hann sat í hreppsnefnd Hólahrepps 1974-80, var formađur skólanefndar grunnskólans á Hólum 1974-80 og formađur byggingarnefndar barnaskóla Hóla- og Viđvíkurhrepps er tekinn var í notkun 1977. Hann átti sćti í tilraunaráđi landbúnađarins 1965-69.

Matthías var afar ritfćr og mikill áhugamađur um íslenska tungu. Auk ritstjórnarstarfa og greina í blöđ og tímarit skrifađi hann kennslubćkur í jarđrćkt og búnađarhagfrćđi og kennslubókina Áburđarfrćđi ásamt Magnúsi Óskarssyni 1978. Hann sá um og ritstýrđi ýmsum sérritum landbúnađarins. Ţá var hann formađur ritnefndar ađ ritinu „Íslenskir búfrćđikandídatar“ 1985. Ritstjóri Handbókar bćnda var hann međ hléum.