Mánudagur, 28. september 2020
" Starfsfólk takmarki samgang við íbúa höfuðborgarsvæðis"
Sjúkrahúsið á Akureyri hefur gefið út viðvörun til starfsfólks síns. Rúv greinir frá: Starfsfólk takmarki samgang við íbúa höfuðborgarsvæðis.
Veiran virðist á hraðri útbreiðslu út um land.
Landspítalinn er á rauðu vegna sýkinga og sóttkvía.
Reykjavík er nú skilgreint sem "rautt" svæði hvað varðar Covid-19.
Víðir Reynisson veltir fyrir sér hvort þau í "þríeykinu" góða tali nógu og skýrt.
Sóttvarnarlæknir talar um prósenturnar sínar og að sé alveg verið að ná utan um útbreiðsluna.
Sem við vonum öll að sé rétt.
En stöðugt greinast fleiri smit og nú víðar um land. Veiran er óútreiknanleg.
Í öðru orðinu er sagt að börn og unglingar smiti síður eða ekki en samt eru um 500 börn í sóttkví í Reykjavík yfir helgina.
Frést hefur af skólaferðum úr unglingaskólum frá Reykjavík út á land um síðustu helgi. Björn Ingi spurði út í það á upplýsingafundi fyrir helgina.
Þar ferðast þetta unga fólk saman þétt í rútum og hellast svo inn á litlu sjoppurnar og matsölurnar úti á landi þar sem fólk er varnarlaust fyrir slíku.
Kallað er eftir skýrara markmiði í sóttvörnum.
Sóttvarnarlæknir segir að við munum þurfa að berjast við veiruna hér með líkum hætti innanlands næstu mánuðina. Smitvörnum á landamærum verði haldið óbreyttum og ekkert gefið eftir, sem er gott.
Er markmiðið að láta veiruna malla hér innanlands til að ná svo kölluðu hjarðónæmi eða á að berja hana niður?. Skilaboðin á upplýsingafundi á mánudag voru misvísandi.
Heilbrigðisráðherra undirbýr samræmd vottorð, "reisupassa" fyrir þá sem hafa fengið veiruna.
Sumir vilja kannski bara ljúka þessu af og fá "passann". Óháð því hver fórnarkostnaðurinn verður. (Allt of, allt of, allt of mörg dæmi um einstaklinga sem hafa verið veikir á ferðinni) segir Víðir Reynisson
Aðvörun sjúkrahúsins á Akureyri er rammasta alvara. Ég held að sé rétt hjá Víði Reynissyni að líklega er ekki talað nógu og skýrt.
Við ætlum að kveða niður veiruna
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.9.2020 kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 24. september 2020
Hugleiðing um Covið varnir
Við ætlum að berja niður veiruna. Við ætlum ekki að lifa með henni eins og nánum granna í samfélaginu. Skilaboðin um þau markmið þyrftu að vera skýrari.
Langir og ítarlegir textar á covid.is eru góðir en er fólk að lesa þá. Það þarf að minnsta kosti tölvur eða snjallsíma í gangi.
Mætti ekki nota auglýsinga miðla betur, blöð, hljóðvarp, sjónvarp með myndskreyttum aðvörunum og upplýsingum.
Þótt víðast séu smitvarnir alveg til fyrirmyndar eru enn margir afgreiðlustaðir þar sem afgreiðslufólk er grímulaust í þröngu rými, með bera fingur sitt á hvað á símanum sínum og vörunni á kassann.
Ég gleymi mér stundum og svo veit enginn hvar hættan leynist
Horfi bara á þau góðu farartæki leiguhjólin þeytast um þar sem fólk er berhent og næsti tekur við. Þar væri hægt að setja merki - Notið hanska- t.d
Þarf ekki að gera upplýsinga átak og undirstrika alvöruna betur.
Unga fólkið. - Skilaboð loðin-
Skilaboðin sem gefin voru í sumar um að ekki þyrfti að skima unglinga undir 15 ára aldri og börn og unglingar smituðu síður eða ekki voru mjög hæpin fordæmi.
Munum svo að farga grímunum á rétta staði
Við erum öll almannavarnir
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 22. september 2020
Að Berjast og kveða niður veiruna
Markmiðið hlýtur að vera að kveða niður veiruna í íslensku samfélagi og berjast gegn því að hún berist inn í landið aftur meðan ekki er búið að ná tökum á bólefni eða öðrum vörnum. Það tókst í vor með samstilltu átaki og mikilli baráttu, en sýndi að það var hægt
Hugtök eins og að "læra að lifa með veirunni í samfélaginu" eru óskýr og marklítil.
Eiga þá allir að ganga með grímur næstu árin og loka skólum og stofnunum.
Við þurfum að læra að berjast gegn veirunni og útrýma henni, gera hana skaðlausa.
Við ætluðum ekki að "læra að lifa og deyja" með kúabólu, barnaveiki, berklum í samfélaginu. Við erum öll almannavarnir
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 17. september 2020
Aðgát skal höfð
Sammála Þórólfi sóttvarnarlækni um að þessi nýja bylgja veirusmita tengd ákveðnum hverfum og stofnunum í Reykjavík kallar á snöggar og sértækar aðgerðir.
Við búðarborðið
Ég bý í háskólahverfinu og stend mig oft að óvarkárni. Litlu háskólabúðirnar í kring eru þröngar og því miklvægt sóttvarnaraðgerðir séu góðar og samræmdar hjá starfsfólki. Sumt er með grímu, sumt er með hanska, stundum fara berir puttarnir af símanum á vörurnar og kassann til skiftis. Ég fer í Vesturbæjarlaugina og reyni að velja stund utan álagstíma en hugsa það sama og stend mig að óvarkárni
Þetta á reyndar við fleiri búðir og afgreiðslukassa og líka í stórum búðum.
Mín tilfinning er sú að verslunarstjórar þurfi stöðugt að fara yfir smitvarnir í búðum, samræmdar og skýrar reglur hjá starfsfólki. En það getur alveg eins og ég sjálfur gleymt sér í óvarkárni.
Berhent á Hlaupahjólum
Mikill fjöldi hlaupahjóla er stillt upp mjög þétt víða um bæinn. Þetta á ekki hvað síst við hér í Háskólahverfinu.
Varla verður þverfótað á gangstéttum fyrir fólki á þessum hjólum.
Svo góður fararskjóti sem þau eru. þá geta þau líka verið mjög virkir smitberar um allan bæ.
Berhent á hjólinu er því skilað til næsta leigjenda sem líka þeytist um berhentur og svo koll af kolli. Mér finnst kæmi til greina að banna þessi hjól í ákveðnum hverfum og við stofnanir ar sem veiran grasserar.
"Við erum jú öll almannavarnir"
![]() |
19 ný innanlandssmit: mesti fjöldi frá 9. apríl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.9.2020 kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 16. september 2020
Ný veirubylgja skollin á ?
Sóttvarnaryfirvöld stóðu sig vel fyrr á árinu en virðast nú hafa slakað of mikið á vörnum síðustu daga hér innanlands. Skilaboðin og markmiðin hafa oft verið óljós og stöðugt verið að rokka til með sóttvarnar reglur sem gerir þau marklausari en ella:
"Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aðeins einn þeirra var í sóttkví við greiningu. Ekki hafa fleiri greinst með veiruna á einum sólarhring síðan í byrjun ágúst. Tveir greindust með virk smit eftir seinni landamæraskimun. Einn er nú á sjúkrahúsi vegna veirunnar"
Markmiðið að halda veirunni úti
Tekin var upp tvöföld skimun á öllum sem koma til landsins sem var gott og hefði átt að gera fyrr.
Markmiðið var að útrýma veirunni innan lands og halda landinu veiru fríu. Og standa af sé holskefluna erlendis uns bóluefni eða aðrar varnir virka. Þessu mætti fylgja eftir innan lands og setja sér þar skýrari markmið t.d. um ekkert nýsmit í 15 daga áður en ný tilslökun væri gefin
Við eigum að nýta kosti þess að vera eyþjóð.
Ótímabærar væntingar um afléttingar á þessum eða hinum varúðareglum gerir það að verkum að stokkið er á þær strax og þó þær séu ekki komnar til framkvæmda.
Fólk hælir sér jafnvel af í erlendum fjölmiðlum að hafa komist upp með að brjóta sóttvarnarreglur á Íslandi.
Mikið í húfi fyrir samfélagið að halda veirunni úti
Sóttvarnarlæknir hefur þó tekið mun skýrar til orða upp á síðkastið: -að markmiðið sé að halda veirunni úti -. Enda á samfélagið allt sitt undir að það takist. Forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra hafa einnig tekið skýrt fram að heilbrigði og heilsa þjóðarinnar sé í algjörum forgangi hvað sóttvarnir varðar.
Herða þarf róðurinn og skýra markmiðið
Í stað þess að reikna stöðugt út hvað sóttvarnaraðgerðir kosti samfélagið ætti frekar að snúa því við: hvað kostar samfélagið að hleypa veirunni á fulla skrið í landinu. Við ráðum ekki útbreiðslu veikinnar í öðrum löndum og þurfum ekki að lenda í sama díki og þau
Eitthvert meðal hóf og ásættanlegan fjölda sýkinga og dauðsfalla pr dag hefur enginn skilgreint.
Við erum eyþjóð og og eigum að hafa markmið að útrýma veirunni á Íslandi og standa af okkur holskefluna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.9.2020 kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)