Fimmtudagur, 26. júní 2014
Vélráð og hervæðing í Brüssel
Þessar klukkustundirnar er vélað um það milli leiðtoga gömlu heimsvelda Evrópusambandsins hvernig æðstu embætti innan sambandsins skiptast, hver fær hvaða bitling.
Lítið fer fyrir lýðræðinu í þeim vinnubrögðum. Meira að segja Bretar eru hafði utangarðs vegna óþægðar sinnar og andstöðu við aukna miðstýringu og samþjöppun valds til höfuðstöðvanna í Brüssel. Áhrif Íslands yrðu fátækleg, ef það væri komið inn í þennan lokaða klúbb.
Í bestafalli fengi utanríkisráðherrann að fylla út í myndatökurammann!
Gagnrýnendur Evrópusambandsins unnu stórsigur í nýafstöðnun kosningum til Evrópuþingsins víðast í Evrópu.
Þeir lýsa harðari andstöðu við þá þróun samþjöppunar valds og andlýðræðislegra vinnubragða sem þar á sér nú stað.
ESB sinnum er órótt hér á landi sem annarsstaðar í Evrópu og reyna að stimpla þessa gagnrýnendur sem andstæðinga mannréttinda og kalla þá öllum illum nöfnum.
Andlýðræðislegt skrímsli
Þórarinn Hjartarson fjallar um málið í ágætri grein sinni í Fréttablaðinum í gær
sem hann kallar Borgaralegt frjálslyndi og alþýðlegt íhald" :
Ný pólitísk skipting er á milli frjálslyndrar frjálshyggju og íhaldssemi. Það er nær að kenna hina breiðu hægrifylkingu ESB-andstæðinga við "alþýðlegt íhald" en hægri öfgar. Hún snýst nefnilega gegn elítunni. Það má vísast bendla hana við andfrjálslyndi, en ekki andlýðræði. Hún hafnar því afsali lýðræðis og fullveldis sem ESB stendur fyrir, því "andlýðræðislega skrímsli" eins og Marine Le Pen kallar það réttilega.
Vísar Þórarinn jafnframt til öfgafullrar og heiftrækinnar umræðu einstakra póltískra afla og fjölmiðla hér á landi af því tilefni
Hin nýja hervæðing Evrópu
Vinstri menn hér á landi sem víða í Evrópu hafa áður barist gegn útþenslustefnu Nató og hervæðingu Evrópu . Nú virðist hafa orðið breyting á. Þeir berjast nú margir fyrir inngöngu í Evrópusambandið, sem er á hraðferð til algjörlega miðstýrðs ríkjasambands.
Þá hervæðist Evrópusambandið nú af kappi og stofnun sameiginlegs hers er á næsta leiti.
Verða það örlög íslenskra krata að kalla Evrópuherskyldu yfir þjóðina.
Utanríkisráðherra Íslands er vonandi ekki búinn að tapa endanlega áttum í ESB málin frá því sem var fyrir kosningar á síðasta ári.
En sú spurning gerist mjög áleitin.
Ferðalög ráðherrans út um heim leysir hann ekki undan verkum sínum , skyldum og ábyrgð hér innanlands.
Mikilvægt er að staðið sé við gefin loforð um að draga umsókn að ESB afdráttarlaust til baka. Það verður að gerast áður en landið sogast lengra og dýpra inn í það ferli sem virðist á full ferð hér á landi þvert á gefnar yfirlýsingar stjórnvalda.
En orð utanríkisráðherra og yfirlýsingar á fyrsta ári ríkisstjórnarinnar þóttu lofa góðu, en verða ansi innantómar ef ekkert fer að gerast í þeim efnum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 24. júní 2014
Hvers vegna er Evrópustofu ekki lokað ?
Fyrir ári var því lýst yfir að Evrópustofu yrði lokað frá og með 1. júní 2014. Var sú ákvörðun tekin í kjölfar yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar að viðræðum um aðild að ESB væri hætt og umsóknin yrði formlega dregin til baka. Utanríkisráðherra var glaðbeittur og víghreifur í yfirlýsingum sínum og þjóðin dáðist að hugrekki og krafti leiðtogans, sem myndi þvo snarlega burt smánarblettinn sem umsóknin svo sannarlega er.
Því miður hefur ríkisstjórnin enn heykst á að efna þau loforð sín. Og nú er upplýst að áróðursmiðstöð Evrópusambandsins, Evrópustofa muni starfa áfram næsta árið a.mk.
Í stað þess að loka hefur starfsemi Evrópustofu færst aftur í aukanna og nú síðast með sérstöku kynningarátaki og áróðursferð um landið.
Eitt meginhlutverk Evrópustofu er samkvæmt eigin skilgreiningu:" vettvangur virkrar umræðu um aðildarumsókn Íslands að ESB, þróun sambandsins og framtíð".
Í hringferðinni um landið er boðið er upp á ókeypis kvikmyndasýningar sérstaklega fyrir börn og dreift merkjum ESB, húfum og borðum sem sérstaklega er ætlað fyrir börn.
Evrópustofa er rekin á ábyrgð erlends ríkjasambands og furðulegt ef hún færi leyfi til hópáróðurs meðal barna á Íslandi:
Í fréttatilkynningu frá Evrópustofu segir:
Í júnímánuði efna Evrópustofa og Bíó Paradís enn á ný til Evrópskrar kvikmyndahátíðar en að þessu sinni verður boðið upp á brot af því besta í evrópskri kvikmyndagerð hringinn í kringum landið dagana 1.- 10. júní. Enginn aðgangseyrir verður á hátíðina.
Hvar fékk áróðursstofnun ESB leyfi til þessa?.
Morgunblaðið tekur Evrópustofu til umfjöllunar í leiðara í dag:
"Þó að fyrri ríkisstjórn hafi gert hlé á aðlögunarviðræðunum við Evrópusambandið og núverandi ríkisstjórn hafi framlengt þetta hlé og hafi ekki í hyggju að vinna að áframhaldandi aðlögun, heldur áróðurinn fyrir aðild áfram. Eitt skýrasta dæmið um þetta er sú furðulega ákvörðun að framlengja starfsemi Evrópustofu um eitt ár, en starfseminni átti að ljúka í lok næsta mánaðar.
Evrópustofa hóf starfsemi hér á landi í tengslum við aðildarumsókn Íslands að ESB og er starfrækt í þeim tilgangi að bæta ímynd ESB í hugum Íslendinga og reyna að sannfæra Íslendinga um ágæti ESB og um ágæti aðildar Íslands að ESB. Þetta er með öðrum orðum áróðursskrifstofa.
Áróðurinn er margvíslegur. Fyrr í þessum mánuði stóð Evrópustofa til að mynda fyrir kvikmyndasýningum um allt land þar sem enginn aðgangseyrir var rukkaður en merkjum ESB haldið á lofti. Evrópustofa styrkir líka ýmiskonar starfsemi þeirra háskólamanna sem leggja baráttunni fyrir aðild Íslands að ESB lið og Evrópustofa stendur fyrir hátíðahöldum vitaskuld einnig með ókeypis aðgangi á þeim degi sem kalla má þjóðhátíðardag Evrópusambandsins.
Áframhaldandi starfsemi þessarar áróðursskrifstofu er hluti þess vanda að Ísland skuli enn vera umsóknarríki um aðild að Evrópusambandinu. Á meðan sú staða er uppi verður áróðrinum haldið gangandi, jafnt af Evrópustofu sem öðrum áhugasömum um inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Eina leiðin til að losna við þennan áróður er að Ísland losni úr þeirri stöðu.
Landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins var skýr
Á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins 21.-24. febrúar 2013 í aðdraganda alþingiskosninga var hinsvegar ályktað mjög afdráttarlaust um að hætta aðlögunarviðræðum við ESB og loka Evrópustofu, áróðursmiðstöð sambandsins hér á landi: Orðrétt segir:"
Landsfundurinn mótmælir íhlutun sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í stjórnmálaumræðu þjóðarinnar og telur óhæfu að stækkunardeild ESB haldi úti starfsemi hér þar sem lagst er á sveif með einu stjórnmálaafli gegn öðrum. Evrópusambandinu verði gert að loka kynningarskrifstofu þess hér".
Stækkunardeild Evrópusambandsins rekur Evrópustofu en auk þess er Evrópusambandið með eigin sendinefnd og fjölmenna sendiskrifstofu sem að þeirra sögn hefur stöðu sendiráðs og sendiherra í samræmi við Vínarsáttmálann um réttindi og stöðu sendiráða og öll áróðursstarfsemi bönnuð.
Hvenær ætlar ríkisstjórnin að standa við eigin orð og loka Evrópustofu og draga umsóknina til baka.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 21. júní 2014
Hrafnseyrarræða Illuga
Það er hárrétt hjá Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra að hin umboðslausa ESB umsókn hefur fjötrað umræðuna um þróun samskipta og samtarfs Íslendinga og annarra þjóða utan ESB sem innan. Heimurinn er fyrir Ísland stærri en hinn lokaði klúbbur 27 Evrópusambandsríkja sem stefna að myndun eins sambandsríkis :
Við Íslendingar verðum að horfa til þessa alls af mikilli alvöru. Við hófum aðildarviðræður við ESB á mjög veikum pólitískum grunni, með klofið þing og klofna ríkisstjórn. Viðræðurnar sigldu í strand á síðasta kjörtímabili og á síðasta þingi var lögð fram tillagan um formleg slit viðræðnanna, sem ekki tókst að afgreiða"., sagði ráðherra í ræðu sinni.
Umsóknin um aðild að ESb er stærsti pólitískur afleikur íslenskra stjórnvalda síðan við fengum fullveldi 1918 og mesta ógn við sjálfstæði þjóðarinnar. Sem betur fer tókst að afstýra því að samið væri af sér í grundvallar sjálfstæðis og hagsmunum málum þjóðarinnar og samningsferlinu var siglt í strand.
En umræðan var hneppt í fjötra:
"Því miður hefur umræðan um þessi mál setið föst, hún er í fjötrum þeirrar hugsunar að upplýst umræða geti ekki farið fram án þess að samningur liggi fyrir".
Til þess að losa um þá fjötra lagði menntamálaráðherra áherslu á að ljúka því máli sem ríkisstjórnin hóf á Alþingi sl. vetur með tillögu sinni um afturköllun þessarar umboðslausu ESB-umsóknar.
Illugi áttar sig á því að orð duga skammt, það eru verkin sem tala.
Afturköllun umsóknarinnar
Það er óþolandi staða að Ísland sé áfram umsóknarríki um aðild að ESB. Með umsóknina inni er umræðan "bundin í fjötra" eins og menntamálráðherra orðar það.
Núverandi umsókn getur ekki haldið áfram nema að Alþingi breyti þeim fyrirvörum sem það hefur sjálft sett. Enginn þingmeirihluti er nú fyrir slíku sem betur fer.
Þjóðin á að taka afstöðu fyrirfram um hvort hún vill afsala sér fullveldinu og ganga í Evrópusambandið og síðan er framhaldið, samningagerðin úrvinnsluatriði. Það er vitað hvað er í "pakkanum".
Vonandi er þess langt að bíða að komi meirihluti fyrir því á Alþingi að leggja þá spurningu fyrir þjóðina hvort hún vill afsala sér fullveldinu og ganga í Evrópusambandið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 18. júní 2014
Hávær þögn Framsóknarmanna í ESB málinu
Það vakti athygli og furðu að forsætisráðherra minntist ekki einu orði á loforðin um undanbragðalausa afturköllun umsóknar Íslands að Evrópusambandinu. Ættjarðarlögin eins og "Ég vil elska mitt land"og "Hver á sér fegra föðurland" voru sungin´hvarvetna um landið á 70 ára afmæli Lýðveldisins. Forsætisráðherra sá þó ekki ástæðu til að minnast á aðförina að fullveldinu og sjálfsstæði þjóðarinnar sem felst í virkri umsókn, beiðni um innlimun í Evrópusambandið, hið nýja "Stórríki" Evrópu.
En svo sannarlega er öflug landsbyggð, jafnræði óháð búsetu veigamikil forsenda fyrir sjálfstæði þjóðarinnar eins og forsætisráðherra minntist á.
Sjálfsstæðismenn herðast upp ?
Það gerði hinsvegar Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra í hátíðarræðu á fæðingarstað frelsishetju Þjóðarinnar, Jóns Sgurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð.
Ræða menntamálaráðherra varí raun í fullu samræmi við tilefnið, 70 ára afmæli Lýðveldisins Íslands: Án ræðu menntamálaráðherra hefði ríkisstjórnin farið algjörlega haltrandi og með bogin hné í gegnum 70 ára Lýðveldisafmælið:
...."Við hófum aðildarviðræður við ESB á mjög veikum pólitískum grunni, með klofið þing og klofna ríkisstjórn. Viðræðurnar sigldu í strand á síðasta kjörtímabili og á síðasta þingi var lögð fram tillaga um formleg slit viðræðnanna, sem ekki tókst að afgreiða.
Því miður hefur umræðan um þessi mál setið föst, hún er í fjötrum þeirrar hugsunar að upplýst umræða geti ekki farið fram án þess að samningur liggi fyrir.
Ég tel að það sé mikilvægt að við leysum þessa fjötra og ræðum um og gerum upp við okkur hvort við viljum taka þátt í samstarfi evruríkjanna sem óumflýjanlega mun leiða í átt til sambandsríkis, ef það samstarf á að skila árangri. Ætlum við að hoppa upp í þennan vagninn, vitandi hvert ferðinni er heitið? Viljum við deila verulegum hluta fullveldis okkar með þeim þjóðum sem mynda evrubandalagið? Samrýmist það hagsmunum og sjálfsmynd okkar Íslandinga í bráð og lengd?
Þessum spurningum þarf að svara áður en samnings er leitað og hann veginn og metinn. Svörin við þessum spurningum er hin upplýsta umræða sem þarf að fara fram. Samningur er einungis úrlausnaratriði sem lýtur að því hvernig við síðan tökum upp og aðlögum okkur regluverki ESB eins og það er á þeim tímapunkti sem við óskum inngöngu.
Vitanlega eru þar mikilvæg atriði eins og yfirráðin yfir fiskimiðunum sem án efa ráða miklu um afstöðu alls þorra manna. En grundvallaratriðið hlýtur að vera hvort við viljum verða hluti af sameiningarvegferðinni og ef svar þjóðarinnar við þeirri spurningu er já, þá og þá fyrst fer umræðan að snúast um samning, innihald hans og form" ..:. Andstaða við ESB ekki einangrunarstefna, hvað þá gamaldags þjóðernisstefna
sagði Illugi Gunnarsson m.a. í ræðu sinni. En nú sem fyrr eru það þó verkin sem tala og umsóknin hefur ekki verið afturkölluð þrátt fyrir gefin fyrirheit
Afturköllun umsóknarinnar eina svarið
Eins og staðan er nú hefur Ísland stöðu umsóknarríkis til inngöngu í ESB. Það gefur Evrópusambandinu víðtækt svigrúm til að reka hér umfangsmikla og eftirlitslausa áróðurstarfsemi, en bindur hendur Íslendinga í þróun utanríksmála á eigin forsendum.
Eins og Illugi Gunnarsson rekur í ræðu sinni þurfa Íslendingar að hafa frjálsar hendur til að meta kosti og val í samskiptum og samningum við aðrar þjóðir. Þess vegna á að ljúka því verki sem Alþingi hóf sl. vetur og afturkalla formlega og refjalaust umsóknina sem send var um aðild að Evrópusambandinu.
Við þurfum að slíta þá " fjötra" sem ráðherrann talar um að umsóknin hafi hneppt þjóðina í.
Hér duga ekki fögur orð. Það eru verkin sem tala.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 17. júní 2014
Frjálst Ísland - Fullvalda þjóð
Lýðveldið Ísland er 70 ára í dag. Til hamingju !
Fullveldið 1. des 1918, Lýðveldið 17. júní 1944, sigurinn í landhelgisdeilunni og útfærsla fiskveiðilögusögunnar eru hinir stóru áfangar í sjálfstæðisbaráttu íslensku þjóðarinnar.
Stolt okkar, menning, velferð og reisn er órjúfanlega tengd þessum áþreifanlegu sigrum sem unnust eftir alda langa baráttu.
Á allri þessari vegferð sjálfstæðis og fullveldis hafa verið úrtöluraddir og launráð stöðugt brugguð hinu unga Lýðveldi og vegið að því úr launsátri.
Guðmundur Böðvarsson skáld á Kirkjubóli í Borgarfirði orðar það svo í hinu fallega kvæði sínu Fylgd:
Ef að illar vættir
inn um myrkragættir
bjóða svikasættir,
svo sem löngum ber
við í heimi hér,
þá er ei þörf að velja :
Þú mátt aldrei selja
það úr hendi þér.
Svikist var aftan að þjóðinni vorið 2009, þegar bréf var sent til Brüssel með beiðni um inngöngu og aðild að Evrópusambandinu, framsali á því fullveldi sem íslenska þjóðin hafði barist fyrir öldum saman og sigurinn staðfestur 17. júní 1944.
Sá svika gjörningur illra vætta eins og skáldið Guðmundur á Kirkjubóli orðaði það, var ekki borinn undir þjóðina og naut ekki raunverulegs meirihlutastuðnings á Alþingi. Það var svo sannarlega þá vegið að fullveldi þjóðarinnar úr launsátri.
Tafarlaus afturköllun umsóknarinnar að ESB
Ríkisstjórnin sem nú situr hafði það sem eitt sitt stærsta kosningaloforð að afturkalla með afdráttarlausum hætti þessa umsókn um aðild og innlimun í "Stórríki Evrópu". Út á þau loforð voru þingmenn stjórnarflokkanna kosnir.
Þær viðræður sem hafa farið fram við Evrópusambandið um málið hafa áréttað leitt í ljós, að með inngöngu myndum við tapa fullveldi okkar, forræði á auðlindum og frjálsum samskiptum við aðrar þjóðir heims.
Forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, heldur ræðu á Austurvelli eftir nokkrar mínútur. Hann á góðan kost í varðstöðunni um frjálst og fullvalda Ísland:
Það er að standa við gefin loforð og lýsa því yfir að umsókn Íslands frá 16. júlí 2009 um aðild og innlimun í Evrópusambandið verði þegar í stað formlega og undanbragðalaust afturkölluð ;
"En þú átt að muna,
alla tilveruna,
að þetta land á þig."
Gleðilega hátíð
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 3. júní 2014
Að standa við orð sín og afturkalla umsóknina að ESB
Nýafstaðnar kosningar til Evrópuþingsins sýna svo rækilega hve Ísland á gott að vera utan þess sambands. Íslendingar bíða hinsvegar enn eftir því að ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks efni loforð sín um refjalausa afturköllun umsóknarinnar að Evrópusambandinu
Þrátt fyrir mikla tryggð kjósenda við gömlu flokkana sína í ESB löndunum unnu efasemdarflokkar og andstæðingar Evrópusamrunans stórsigur.
Evrópusambandið í upplausn
Mér blöskrar hinsvegar tal og orðskýringar margra ESB sinnaðra fréttamanna hér á landi sem leyfa sér að kalla fjórðung frönsku þjóðarinnar öfgasinna, jafnvel fasista hvort sem þeir eru til hægri eða vinstri bara af því að þeir styðja flokka sem hafa sterkar efasemdir um ágæti Evrópusambandsins fyrir Frakka. Sjálfur forsetinn, Hollande sem tapaði stórt viðurkennir að stjórnsýsla ESB sé orðin fjarlæg og illskiljanleg.
En íslenskir stjórnmálaskýrendur leyfa sér samt kalla nærri þriðjung Breta útlendingahatara af því að þeir styðja flokk sem vinnur stórsigur í kosningum út á stefnu sína að vilja endurskoða aðild Breta að Evrópusambandinu. Og breski forsætisráðherrann hefur í hótun við Merkel að segja sig úr Sambandinu , ef tiltekinn maður verður forseti eða framkvæmdastjóri Evrópusambandsins. Sér nú hver á hvaða stigi málefnaumræðan og brauðfætur Evrópusambandsins eru !
Eru fullveldissinnar öfgamenn?
Við sem höfum í blóðinu hugsjónir og sýn sjálfstæðisbaráttunnar, Lýðveldisstofnunina eða munum landhelgisbaráttuna, höldum sjálfsvirðingu á erlendum vetvangi er ætlað að sitja undir því að vera kallaðir óvinir jafnaðar og mannréttinda og erindrekar einstaka sérhagsmuna eins og sjávarútvegs og landbúnaðar og fullveldis .
Ég get rakið dæmi um þennan málflutning í útvarpi, sjónvarpi, blöðum og fréttaskýringaþáttum. Hvað með hugtök sem við mörg hver berum virðingu fyrir eins og föðurlandsvini og ættjarðarást, eru þau orðin skammayrði? Sigur ESB andstæðinga í Evrópu virðist kalla fram heitar og jafnvel öfgafullar kenndir ESB sinna í umræðunni hér á landi
ESB- kosningarnar- Pólitískur jarðskjálfti fyrir Evrópusamandið
Úrslit kosninganna til Evrópuþingsins eru kölluð pólitískur jarðskjálfti fyrir Evrópusambandið. Íslendingar þekkja hinsvegar vel ógnir jarðskjálftanna og vita að þeir eru ekki eftirsóknarverðir, og fjarri því að vera neitt gamanmál. Jarðskjálftarnir innan Evrópusambandsins eru hinsvegar af mannavöldum og þar hefjast nú hjaðningavíg og leitin að sökudólgunum. Staðreyndin er sú að þrátt fyrir litla kosningaþátttöku unnu frelsissinnar stórsigur í flestum löndum Evrópusambandsins.
Úrslit kosninganna í Evrópu munu fyrst og fremst hafa áhrif innan einstakra aðildarlanda og þar fara hjólin að snúast.
Pólitískt áhrifaleysi einstakra aðildarlanda ESB
Margar þjóðir heldu að lausn á einstökum tímabundnum vandamálum hjá þeim sjálfum fælist í aðild að Evrópusambandinu. Nú vaknar fólk upp við þann vonda draum að það er hið miðstýrða apparat Evrópusambandsins sjálfs sem er vandinn. Fyrst var það efnahagskreppan í Evrópu þar sem byrðunum, skuldunum, var varpað á almenning í jaðarlöndunum. Það hefur Grikkland fengið sárt að reyna enda unnu Syrisia, andstæðingar miðstýringar ESB þar stórsigur.
Það er hið vaxandi pólitíska áhrifaleysi og vanmáttur einstakra þjóða gagnvart miðstýringu og valdþjöppun ESB sem kallar á hörð viðbrögð almennings - jarðskjálftann.
Meira að segja Frakkar, annað öxulveldi Evrópusambandsins gerir uppreisn gagnvart vegferð ESB, hvað þá með minni ríki sem fjarlægari eru höfuðstöðvunum. Cameron hótar úrsögn Ekki er nú límið mikið.
Sumarþing og afturköllum umsóknina að ESB
Kosningarnar til Evrópuþingsins undirstrika að við höfum ekkert inn í þennan lokaða klúbb að gera. Við Íslendingar viljum vera sjálfstæð þjóð meðal annarra þjóða og ráða málum okkar sjálf innanlands sem og samningum við aðrar þjóðir á eigin forsendum.
Ísland er því miður áfram umsóknaríki að ESB.
Stjórnarflokkarnir lofuðu afturköllun umsóknarinnar. Það er aldrei heilldrjúgt fyrir stjórnmálaflokka að svíkja kjósendur sína í grundvallarmálum.
Ég hvet til þess að kallað verði til sumarþings þar sem umsóknin að Evrópusambandinum verði refjalaust afturkölluð eins og stjórnarflokkarnir hafa lofað og þingmenn þeirra voru kosnir til.
( Birtist sem grein í Mbl. 2. júní 2014)