Föstudagur, 5. janúar 2024
Orku tilskipanir ESB
Þegar Hitveita Suðurnesja var markaðsvædd og ríkið seldi hlut sinn 2007, vorum við mörg sem vöruðum við því á Alþingi.
Þá voru sett þau furðulegu skilyrði við söluna að hlut ríkisins mætti aðeins selja einka fjárfestum en ekki aðliggjandi sveitarfélögum eða opinberum innlendum aðilum.
Við óttuðumst að það myndi ryðja brautina fyrir orkufyrirtæki sem hugsuðu fyrst og fremst um að sölsa undir sig náttúruauðlindir og hámarka gróða eigenda sinna en síður um þjónustuskyldur við almenning og íslenskt atvinulíf.
Einkavæðing orkunnar - ESB tilskipanir
Raforkulög tóku gildi um áramót 2005-6 þar sem orkuvinnsla og raforkusala var "markaðsvædd" að kröfu ESB sem Ísland beygði sig illu heilli undir.
Í janúar 2006 fékk Hitaveita Suðurnesja ásamt sex öðrum veitufyrirtækjum (Norðurorku, Orkubúi Vestfjarða, Orkuveitu Húsavíkur, OR, RARIK og Rafveitu Reyðarfjarðar) leyfi iðnaðarráðherra til að stunda raforkuviðskipti óháð dreifisvæði.
Í fram haldi af því var svo innleidd "frjáls samkeppni"í raforkuvinnslu og sölu en dreifing aðskilin frá orkuframleiðslunni samkvæmt EES tilskipun
Og Orkupakkar ESB tóku við stjórn raforkumála á Íslandi.
Meðal annars var Hitaveitu Suðurnesja þá skipt upp í HS Orku og HS Veitur:
" Í maí 2008 voru samþykkt á Alþingi lög nr. 58/2008, um breytingu á nokkrum lögum á auðlinda- og orkusviði.
Samkvæmt lögunum bar Hitaveitu Suðurnesja hf. að aðskilja formlega í sérstökum félögum einkaleyfisstarfsemi og samkeppnisstarfsemi.
Hitaveitu Suðurnesja hf var skipt upp í tvö sjálfstæð fyrirtæki, HS Veitur hf sem annast dreifingu á rafmagni, hitaveitu og ferskvatni og HS Orka hf annast orkuframleiðslu og raforkusölu.
Lögformlegur aðskilnaður HS Orku hf. og HS Veitna hf. miðast við 1. júlí 2008" (Wlkipedia).
Með þessum lögum hófst framkvæmd hinnar eiginlega markaðsvæðingar raforkuframleiðslunnar og "Orkupakkar ESB" tóku yfir
Vestmannaeyingar
Nú hafa HS Veitur beitt afli sínu og til þess að kúga Vestmannaeyinga.
Skyndileg um 20% hækkun hitunarkostnaðar ofan á nýlega nærri 8% hækkunar er skellt á íbúa Vestmannaeyja.
Engin raunveruleg skýring er gefin, aðeins vísað til raforkuskorts sem ekki heldur er rökstudd.
Olíuverð hefur ekki hækkað síðustu mánuði svo erfitt er að hafa það sem rökstuðning.
Hins vegar víla HS- Veitur ekki fyrir sér að lofa ríkisstyrkjum á móti hækkun sinni, sem munu með þeim hætti renna áfram í vasa þeira sem sem framleiða og selja orkuna.
Að bjóða ríkisstyrki
Meðfylgjandi er úr frétt ríkisútvarpsins í gær um málið:
"Lítill fyrirvari virðist vera á hækkuninni, því tilkynning HS-veitna er dagsett 29. desember, á föstudaginn var, en hækkunin tók gildi á mánudaginn.
Samkvæmt upplýsingum HS-veitna stefna stjórnvöld á að hækka niðurgreiðslu vegna heita vatnsins á nýju ári: Og ætti þannig að hlífa þeim að einhverju leyti við þeim við þeirri hækkun orkukostnaðar sem hitaveitan er að verða fyrir, segir Sigrún Inga Ævarsdóttir"
Gott er að geta lofað upp í ermar annarra.
Hver er að beita hitaveituna þessum þvingunum með raforku?
Setja þarf orkufyrirtækjum og dreifingaraðilum skýrari lagaumgjörð og siðferðiskröfur
Þessi framkoma HS- veitna gagnvart Vestmanneyingum og landsmönnum öllum hlýtur að kalla á nýja lagasetningu og ákveðnari reglugerðir um stóru orkufyrirtækin, forgangsröðun og verðlagningu orkunnar og sömuleiðis á dreifingaraðila og smásala.
Það er þjóðin sem á orkuna og á að ráða ferð og forgangsröðun á vinnslu, nýtingu og verðlagningu hennar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:52 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.