Smábátasjómenn taka slaginn

Brá mér á Aðalfund Landssambands Smábátaeigenda í dag.
"Aflaverðmæti á strandveiðum í ár 6,6 milljarðar"
Er minnisstæð baráttan og slagurinn við að koma á Strandveiðum vorið 2009.
Enn sitja ráðherrar í ríkisstjórn og allnokkrir þingmenn sem börðuðst hart gegn strandveiðunum og beittu öllum þingklækjum til þess að hindra að lögin færu í gegn þá um vorið
Þá eins og nú vildu margir að ákvæði um strandveiðar biðu eftir "heildarendurskoðun laganna" og niðurstöðu stórrar "sáttanefndar" " Guðbjartsnefndin"
að sjálfsögðu náði nefndin engri "sátt" eftir nær tveggja ára fundahöld.
Ef ég sem ráðherra þá hefði látið undan þeirri hörðu kröfu bæði stjórnarandstæðinga og stjórnarliða í byrjun þings 2009 að bíða eftir "sáttinni" væru engar strandveiðar í dag.
Svo tæpt stóð það.
Það var hressandi að hitta nokkra gamla félaga á LS þinginu sem tóku slaginn á þeim tíma og gera enn.
Mér var hugsað til genginna höfðingja eins og Guðmundar Halldórssonar í Bolungarvík sem kom línuívilnunni í gegnum landsfund Sjálfstæðisflokksins með stuðning kvennanna á Landsfundinum og fylgdi síðan eftir við ráðherrann.
Mér varð hugsað til baráttumannsins og reynsluboltans Guðjóns Arnar Kristjánssonar sem ég fékk til aðstoðar í ráðuneytinu.
Guðjón þekkti nánast hvern lófastóran blett á landgrunninu.
Slíka menn eins og þá tvo var gott að hafa sér við hlið og njóta stuðningsins.
Það skiftir máli að hafa góða og einlæga ráðgjafa og stuðningsfólk.

"Áætluð útflutningsverðmæti smábáta 60 milljarðar"

39. aðalfundur Landssambands smábátaeigenda hófst í dag

Áætluð útflutningsverðmæti smábáta 60 milljarðar
 
 
FISKIFRETTIR.VB.IS
Áætluð útflutningsverðmæti smábáta 60 milljarðar

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband