Reykjavíkurflugvöllur - Tákn höfuðborgar

Hef aldrei skilið óvild Reykjavíkurborgar í garð flugvallarins í Vatnsmýrinni. 

Sem fyrrverandi landsbyggðarþingmaður og með löngun til þess að höfuðborg standi undir nafni vil ég öruggan  flugvöll í Reykjavík 

 Reykjavíkurflugvöllur er einmitt hin sterka staðreynd þess að höfuðborgin er borg allra landsmanna.

Skoðanakannanir sýna að mikill meirihluti Reykvíkinga allra vilja að flugvöllurinn sé á sínum stað. 

Megin þorri allra landsmanna vill hafa sinn höfuðborgar flugvöll. 

Svo koma einhverjir stjórnendur "Borgarinnar" sem svífa sjálfhverf á ljósrauðu skýi eins og  slitin úr tengslum við allt sem gerist ofan Ártúnsbrekku. 

Reykjavíkurflugvelli er kennt um samgönguvanda og  íbúðarskort í Reykjavík. - Stórmannlegt það!

Votlendið í Vatnsmýrinni og fjaran í Skerjafirði eru líka nátturperlur  sem Reykavík ber ábyrgð á að varðveita.   

Búið er að kosta miklu til þess að reyna að troða flugvellinum niður í Hvassahrauni, en þá fór að gjósa á Reykjanesi og umrætt flugvallarsvæði í Hvassahrauni  er þar á virku eldgosasvæði.

Sömuleiðis er Keflavíkurflugvöllur og leiðir að og frá á virku eldgosasvæði 

Ein af forsendum fyrir því að Landspítalinn var byggður upp við Hringbrautina var nálægðin við öruggan innanlandsflugvöll.

Allan þann tíma sem ég var á þingi skildi ég aldrei þetta sjálfhverfa viðhorf forystumanna Reykjavíkur gagnvart landsbyggðinni sem nálgaðist hreinan hroka.

Umræður framboðanna í sjónvarpinu breyttu þar litlu um því miður

Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum

Kristján Már Unnarsson skrifar 3. maí 2022 21:41
Sigrún Björk Jakobsdóttir er framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla. Sigrún Björk Jakobsdóttir er framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla.SIGURJÓN ÓLASON

 

Stolta höfuðborg en ekki nöldrara

Ég vil sjá stolta höfuðborg með metnað og sjálfstraust til þess að vera höfuðborg  allra landsmanna.

en ekki nöldrara út í tilveru íbúanna út um allt land eins og borgarstjóri gerði ítrekað í umræðunum í kvöld

 

 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband