Íslendingar flytja árásarvopn á vígvöllinn- Sorglegt

Þótt Ísland sé í Nató hefur landsmönnum verið sagt að við séum undanþegin herkvaðningum og beinnar þátttöku  í stríðsátökum eða vopnaflutningum á vígvelli. 

Í orði höfum við alltaf lagt áherslu á að leysa ætti hinar erfiðistu deilur með  viðræðum  en ekki með því að skjóta niður og drepa fólk, hvar í liði sem það stendur í stríðsátökum

Friðflytjendur eru ekki burðardýr fyrir morðvopn

  Og hversu fordæmanlegar og  hörmulegar þær aðstæður væru.

Nú berast fregnir af að  Ísland hafi greitt fyrir og annast flutning á hergögnum, skotfærum og byssum  ætluð til manndrápa  á átakasvæðum Ukrainu. 

Íslensk skráðar flugvélar og flugáhafnir hafi annast flutning á hergögnum og skotvopnum til átakasvæða i Ukraínu.

13 flugfarmar samkv. utanríkisráðuneytinu,

Mannúðaraðstoð og móttaka flóttamanna

Innrás Rússa og stríðið í Ukraínu er hörmulegt og Íslendingar reiðubúnir að leggja allt sitt af mörkum til aðstoðar flóttamanna og neyðaraðstoð innan Ukraínu. Og um það erum við 0ll sammála og stöndum þétt saman  í verki . Og reiðubúin að kaupa flutning fyrir nat, lyf og aðrar nauðþurftir annað en vopn.

Hvar eru mörk Íslands

En að flytja manndrápsvopn á vigvöllinn er allt annað mál og gengur gegn því sem þjóðinni hefur verið sagt um aðkomu Íslands að þessu hörmulega stríði.

Hvar ætla stjórnvöld nú að draga mörkin. 

ESB er að setja upp eigin her. " Evrópuher ". Er það næst á dagskrá að Íslendingar manni ESB herinn líka og hér komi herskylda?.

Sorglegt- að flytja drápstól á vígvöllinn
að íslensk stjórnvöld dragist inn í grimmileg stríðsátök og voðaverk með beinum hætti
Ísland er herlaust land og hefur haldið sig utan hernaðarátaka og manndrápa og talið sig boðbera friðar án vopna
Stríðið í Ukraínu og innrás herja Rússalands er hryllilegt .
 
En aukin manndráp munu seint færa þessum þjóðum frið.
Við fordæmum hermdarverkin og viljum leggja allt að mörkum til þess að mæta neyð fólksins sem nú þarf að flýja land og til mannúðaraðstoðar innan Ukraínu.
 
Barátta fyrir friði
Ég hefði hinsvegar heldur vilja sjá forsætis- og utanríkisráðherra Íslands vera í farabroddi viðræðna fyrir friði í Ukraínu  og hitta bæði Rússa og Ukraínumenn. Reyna að koma á friði í stað þess að flytja þangað hergögn og manndrápstól til þess að drepa með fólk
Bláfugl hefur flutt hergögn til Póllands á vegum íslenskra stjórnvalda
 
 
KJARNINN.IS
Bláfugl hefur flutt hergögn til Póllands á vegum íslenskra stjórnvalda

 

 


mbl.is Þrettán flugferðir með hergögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband