Þriðjudagur, 8. mars 2022
Sammála Kára - Ákall um frið
Hernaðarbandalög eru bandalög um hernað, ekki bandalög um frið. Við tryggjum ekki öryggi okkar og frið á Íslandi með því að hafa hérna erlendan her eða með því að vera í hernaðarbandalagi.
Nú er það verkefni okkar Íslendinga á næstunni að hlúa að Úkraínumönnum, taka við flóttafólki, senda matvæli, fatnað og annað sem gagnast þessum hræðilegu aðstæðum en síðan verðum við að draga af þessum dapurlegu atburðum einhvern lærdóm.
Það er alveg ljóst að friður í skjóli hernaðarbandalaga er bara vopnahlé sem ekki er hægt að reiða sig á, sagði Kári.

Hernaðarbandalög eru bandalög um hernað, ekki bandalög um frið. Við tryggjum ekki öryggi okkar og frið á Íslandi með því að hafa hérna erlendan her eða með því að vera í hernaðarbandalagi.
Við eigum að tilbiðja friðinn
Hann sagði salnum að tilbiðja friðinn.
Við eigum að tilbiðja friðinn, við eigum að skrifa um hann, við eigum að yrkja um hann, við eigum að syngja um hann. Við hlúum að öryggi okkar með því að láta heiminn vita að ekki verði svo um villst að við séum friðsöm þjóð sem tekur ekki þátt í hernaði, hvorki beint né óbeint.
Þjóð sem vill hvorki kannast við sverð né blóð........"
Sagði Kári Stefánsson m.a. í ávarpi sínu í Hallgrímskirkju í kvöld.
Íslendingar eiga ekki að bera spengjubelti á sér í samskiptum við aðrar þjóðir, Við eigum að vera boðberar friðar og sátta á alþjóðavettvangi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.