Þriðjudagur, 25. janúar 2022
Að beita börnum í veirustríði
Sú aðferð að setja börn í framlínu stríðs er þekkt í gegnum aldirnar.
Það virðist nú hafa orðið ofan á hjá stjórnvöldum í baráttunni við Covið veiruna.
Börn og kennarar settir í skotlínu
" Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, segir í samtali við RÚV " að það renni tvær tvær grímur á kennarastéttina við ákvörðun stjórnvalda um að fella niður sóttkví grunnskólabarna. Nú sé verið að hleypa veirunni lausri í skólum þar sem flest smitin hafi greinst að undanförnu. Þar með sé stór hópur settur í áhættu.
"Það er verið að setja stóran hóp í áhættu, ekki bara starfsfólk skóla heldur líka börn, segir Þorgerður Laufey. Hún segir að það væri áhugavert að sjá hvernig smit hafa dreifst milli starfsstétta, undanfarið hafi verið mikið um smit meðal kennara og annars starfsfólks skóla."
En nýjar reglur um sóttvarnir ganga í gegn á miðnætti þar sem veirunni er sleppt lausri í skólum og leikskólum landsins .
Börn sem eru í mikilli nánd við smit í skólanum eða annarsstaðar utan heimilis þurfa ekki að fara í sóttkví eða sérstaka sýnatöku.
Ljóst er að smitin munu nú breiðast hraðast þar út sem börn eru í skipulögðum hópum. Segja má að varnir í skólum seu lagðar af einum vettvangi án nokkurs fyrirvara eða samtráðs við starfsfólk skólanna eða foreldra.
Kennarar og annað starfsfólk leikskóla og grunnskóla er þar með einnig stillt í skotlínuna.
Bólusetning barna hófst 10 janúar og er hvergi nærri lokið í landinu og með tveinm sprautum.
Menn geta deilt um réttmæti þess að bólusetja börn en úr því sú ákvörðun var tekin finnst mér hefði átt að ljúka því verki áður en veirunni væri sleppt lausri og sigað á börnin landinu.
Kennarar og leikskóla starfsfólk á enga möguleika að vinna verk sín heima eins og mörg þau hafa sem hæst láta um afléttingu sóttvarna.
Vissulega er hér vandi að sigla, en í gegnum allan faraldurinn hefur verið keppst við að halda leikskólum og grunnskólum opnum.
Fólk þar hefur sýnt ótrúlega þrautsegju og útsjónarsemi í sóttvörnum. Nú er þeim í einum vetvangi gefið langt nef.
Nokkur börn þáðu sinn annan skammt í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.1.2022 kl. 13:32 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.